Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 36
Elskulegur sambýlismaður minn, Gunnar Egill Sigurðsson Norðurgötu 39a, Akureyri, lést 10. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Ólöf Eir Guðmundsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Guðmundsson er látinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, í dag, mánudaginn 23. október, kl. 15. Einar Már Guðmundsson Þórunn Jónsdóttir Guðmundur Hrafn Guðmundsson Auður Hrönn Guðmundsdóttir Eberhard Jungmann Skúli Ragnar Guðmundsson Sigríður Gústafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Stella Lange Sveinsson Fléttuvöllum 49, áður Bláhömrum 4, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 13. október. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. október kl. 13.00. Reynir Haraldsson Esther Halldórsdóttir Gunnar Haraldsson Unnur Einarsdóttir Einar Haraldsson Rosemarie Hermilla Sonja Haraldsdóttir Þorlákur Guðbrandsson Stefán Örn Haraldsson Xin Liu barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Mæðginin Svanhildur Kr. Sverrisdóttir og Sverrir Þorgeirsson standa í stórræðum þessa dagana og leggja nú lokahönd á smáforrit sem ætlað er að auðvelda ungum innflytjendum að ná valdi á íslenskri tungu. Þetta er ekki fyrsta atrenna þeirra að útgáfu á kennsluefni í íslensku fyrir snjallsíma en þau höfðu áður gefið út appið Snjallfinn. Þetta nýja smáforrit ber vinnuheitið Ísborg. Rannís styrkti þróun forritsins en í grunninn einblína Svanhildur og Sverrir á fjóra mismunandi þætti, það er málfræði, orðanotkun, framburð og svo stuttar og einfaldar æfingar í ritun. „Það er ætlast til að nemendur vinni verkefnin í samráði við kennara, en það verður líka hægt að nota appið heima fyrir auðvitað,“ segir Sverrir en þessa dagana er hann í doktorsnámi í fræðilegum taugavísindum í Kanada. Þar gerir hann tölvumódel af heil­ anum og freistar þess ásamt kollegum sínum að skilja betur hvernig heilinn virkar. Svanhildur er með doktorsgráðu í kennsluvísindum og er sérfræðingur við menntavísindastofnun. Eins og áður segir höfðu mæðginin áður gefið úr appið Snjallfinn en það var ókeypis smáforrit gefið út í kjölfar útgáfu málfræðibókarinnar Málfinns. Í appinu var að finna 500 fjölvalsverk­ efni tengd málfræði og málnotkun. Að útgáfunni stóð fyrirtækið Málborg sem Svanhildur stofnaði árið 2013. Snjall­ finnur var hannaður sem leikur fyrir grunnskólanemendur. Sverrir er nú staddur hér á landi til að taka þátt á skákmóti. Sverrir og Svan­ hildur fá því tækifæri til að bera saman bækur sínar, enda hafa þau unnið að þróun Ísborgar hvort í sínum heims­ hlutanum. Svanhildur sér um að móta kennsluefnið en Sverrir sér um að for­ rita smáforritið. „Þetta hefur gengið ljómandi vel,“ segir Sverrir spurður um hvernig sam­ starfið hafi gengið. „Það er hægt að nálgast appið nú þegar, það eina sem þarf að gera er að hafa samband við mig. Þetta er nokkurn veginn komið og ég vonast til að appið verði formlega gefið út á næstu mánuðum. Það verður spennandi að sjá hvernig viðbrögð smáforritið fær í kennslustofunum.“ Sverrir á ekki von á því að hann geri þróun smáforrita að ævistarfi sínu. „Það getur verið að það verði öðru­ vísi fyrir mömmu. Við eigum eftir að sjá hvað gerist í framtíðinni, hvernig notkunin verður en ég vonast til að sem flestir fái tækifæri til að prófa, enda held ég að forritið sé það eina sinnar tegundar á Íslandi, eða að minnsta kosti það eina sem er komið á þetta stig.“ kjartanh@frettabladid.is Mæta nemum á heimavelli með nýja appinu Ísborg Sverrir Þorgeirsson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir vonast til að gefa út nýtt app á næst- unni sem miðar að því að hjálpa ungum innflytjendum að læra Íslensku. Samstarf mæðg- inanna í sitthvorum heimshlutanum hefur að þeirra sögn gengið með eindæmum vel. Sprotarnir og mæðginin Svanhildur Kr. Sverrisdóttir og Sverrir Þorgeirsson. Fréttablaðið/EyÞór 1707 Breska þingið kemur saman í fyrsta skipti. 1728 Eldur í Kaupinhafn kulnar. Um þriðjungur borgarinnar brann svo og stór hluti bókasafns Árna Magnússonar. 1850 Fyrsta kvenréttindaráðstefna Bandaríkjanna fer fram í Worcester í Massachusetts-ríki. 1911 Flugvél notuð í fyrsta skipti í hernaðarskyni. Ítölsk vél tekur á loft í Líbýu og flýgur yfir herdeildir Tyrkja til að kanna stöðu þeirra. 1915 Í New York koma um 30 þúsund konur saman til að krefjast þess að fá kosningarétt. 1917 Lenín kallar eftir októberbyltingunni. 1929 Hlutabréfaverð í kauphöllinni í New York hrynur eftir að hafa verið á stöðugri niðurleið síðan í september. 1938 Samband íslenskra berklasjúklinga (SÍBS) stofnað. Það rekur meðal annars Reykjalund og Múlalund. 1956 Bylting háskólanema í Búdapest, höfuðborg Ung- verjalands, hefst. Hún var barin niður í upphafi nóvember- mánaðar. 1958 Bandalag háskólamanna (BHM) stofnað. 1973 Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, felst á að af- henda Watergate-upptökurnar. 1989 Lýðveldið Ungverjaland stofnað eftir að kommúnismi leið undir lok þar í landi. Matyás Szurös verður forseti. 2002 Téténskir vígamenn ráðast inn í leikhús í Moskvu og halda 700 manns í gíslingu. 133 gíslar týndu lífi og allir víga- mennirnir fjörutíu. 2004 Öflugur jarðskjálfti ríður yfir Japan. 35 fórust, yfir 2.000 særðust og hátt í 100 þúsund misstu heimili sín. 2011 Jarðskjálfti, 7,2, að styrk, dynur yfir Tyrkland. 582 fórust og þúsundir særðust. Merkisatburðir Fyrir 77 árum fæddist Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem Pelé, í héraðinu Minas Gerais í Brasilíu. Pelé er einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Á ferli sínum lék Pelé með Santos í heimalandinu og New York Cosmos. Séu allir leikir meðtaldir, vináttu- og sýningarleikir jafnt sem aðrir, lék hann í heildina 1.363 leiki. Í þeim skoraði hann 1.281 mark. Er hann skráður í Heims- metabók Guinness sem sá knattspyrnu- maður sem skorað hefur flest mörk. Pelé lék á fjórum heimsmeistara- mótum með þjóð sinni. Er hann einn þriggja leikmanna, ásamt Þjóðverjunum Uwe Seeler og Miroslav Klose, sem hafa skorað mark á fjórum mismunandi heimsmeistaramótum. Alls skoraði hann tólf mörk á HM auk þess að lyfta Jules Rimet-styttunni, verðlaunagrip keppninnar, í þrígang. Það var árin 1958, 1962 og 1970. „Ég sagði við sjálfan mig fyrir leikinn að hann væri bara gerður af holdi og blóði eins og allir aðrir. Ég hafði rangt fyrir mér,“ lét ítalski varnarmaðurinn Tarcisio Burgnich, sem dekkaði Péle í úrslitaleik HM 1970, hafa eftir sér að leik loknum. Pelé skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp tvö í 4-1 sigri. Svarta perlan, en það var Pelé oft kallaður, lék sinn síðasta knattspyrnu- leik 1. október árið 1977. Þ EttA g E R ð i St 2 3 . o Któ b E R 1 9 4 0 Svarta perlan kom í heiminn Pelé ásamt German „botafogo“ Collado, nuddara Santos-liðsins. 2 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r20 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 8 -1 6 7 4 1 E 0 8 -1 5 3 8 1 E 0 8 -1 3 F C 1 E 0 8 -1 2 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.