Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 44
Er bíllinn tilbúinn fyrir kuldann í vetur? Áhuginn hefur verið til staðar frá því ég var lítil, mamma var alltaf dugleg að baka og ég fékk að vera með,“ segir Lena Rut Guðmundsdóttir sem elskar að baka og þá sérstaklega að skreyta kökur. „Mér finnst gott að vera með eina svona klassíska uppskrift eins og þessa og geta þá breytt skreyting- um, bragði á kremi eða fyllingu.“ „Kakan er einföld í bakstri en svo getur hver og einn skreytt eins og hann vill. Það ráð sem hefur gagnast mér best þegar ég skreyti með smjörkremi er að frysta botnana og skreyta þá hálffrosna, þá er auðveld- ara að eiga við kremið og fá slétta og fallega áferð,“ útskýrir Lena. KlassísK súKKulaði- KaKa með piparsmjör- Kremi 3 ½ dl sykur 2 egg 4 dl hveiti 1 dl olía (bragðdauf) ¾ dl kakó 2 dl súrmjólk 1 dl uppáhellt kaffi 1 tsk. vanillu- dropar 1 ½ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft Egg og sykur eru þeytt saman, svo er restinni bætt saman við og hrært. Deigið er sett í tvö 20-22 cm hring- form og kakan bökuð við 180°C í ca. 25-30 mínútur eða þar til hægt er að stinga gaffli í hana án þess að eitthvað festist á honum. Krem 250 g smjör, mjúkt ca. 600 g flórsykur 3 msk. lakkrísduft (ég notaði Dracula) ½ dl rjómi Smjör og flórsykur er hrært vel, lakkrísdufti er bætt við og í lokin er rjóminn settur út í og hrært vel. Þeir sem ekki vilja lakkrísduft geta skipt því út fyrir kakó. Kakan er látin kólna og síðan er hún skreytt með piparperlum. skreytt með piparsmjörkremi og piparperlum Lena Rut Guðmundsdóttir deilir með lesendum uppskrift að klass- ískri súkkulaðiköku sem auðvelt er að breyta og bæta eftir smekk. Að þessi sinni fullkomnaði hún hana með piparsmjörkremi. Flottir samfestingar detta seint úr tísku en þeir hafa sjaldan verið eins vinsælir og núna, ekki síst á rauða dreglinum. Til að mynda mættu allir í sínu fínasta pússi á ELLE Women in Hollywood-verðlaunahátíðina fyrir viku og þar voru samfest- ingar áberandi. Til að mynda klæddist fyrirsætan Alessandra Ambrosio glæsilegum sam- festing úr blúndu frá Zuhair Murad. Sömuleiðis klæddist ritstjórinn Nina Garcia smart samfestingi með 70’s-legu sniði en hún veit svo sannar- lega hvað hún syngur þegar kemur að tísku. Þessi kaka mun slá í gegn hjá þeim sem elska piparsælgæti. Trendið Samfest- ingar Save the Children á Íslandi 2 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r28 l í f i ð ∙ f r É t t A b l A ð i ð Lífið 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 8 -3 4 1 4 1 E 0 8 -3 2 D 8 1 E 0 8 -3 1 9 C 1 E 0 8 -3 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.