Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning í Gallerí Fold í dag mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold mánudaginn 23. október, kl. 18 Jóhannes Jóhannesson Þetta eitthvað annað er spurning um grundavallar- gildi í lýð- ræðisríki. Í kosningunum á laugardaginn er tækifæri til að kjósa öðruvísi forystu fyrir Ísland. Forystu sem leggur sig fram um að gera betur og skapa samstöðu um langtímasýn fyrir fólkið í landinu þannig að hægt sé að skapa pólitískan stöðugleika og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu sam- félagslegra innviða. Við Vinstri græn höfum farið og hitt kjósendur fyrir þessar kosningar. Það er kallað eftir því að sú efnahags- lega hagsæld sem við búum við skili sér betur til fólksins í landinu. Að við vanrækjum ekki innviðina en setjum okkur áætlun um hvernig á að byggja upp til framtíðar. Í þeim efnum er okkar sýn skýr. Við viljum ábyrga stjórn efnahagsmála og styrkja tekjugrunn ríkisins, m.a. með auknum arðgreiðslum, bættu skattaeftirliti og tryggja það að arðurinn af sameiginlegum auðlindum skili sér með sanngjörnum hætti til fólksins í landinu. Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Um leið er það ábyrg stefna að ráðast í uppbyggingu á mikilvægum almannagæðum. Við höfum efni á betri vegum sem eru nauðsynlegir innviðir bæði fyrir fólkið í landinu og stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjón- ustuna. Við viljum forgangsraða fjármagni til opinbera heilbrigðiskerfisins og tryggja að lykilstofnanir eins og Landspítalinn geti staðið undir hlutverki sínu. Við viljum leggja áherslu á menntun sem er undirstaða hagsældar og velferðar til framtíðar. Við tökum undir kröfu eldri borgara um að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna strax í 109 þúsund krónur og viljum vinna með öryrkjum að því að draga úr skerðingum og bæta kjör þeirra. Við viljum lengja fæðingarorlof í áföngum í 12 mánuði og styðja við ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Við viljum ráðast í aðgerðir strax í loftslagsmálum og bæta réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota samhliða aukinni fræðslu og for- vörnum í þeim efnum. Við viljum tryggja starfsumhverfi og frelsi óháðra fjölmiðla. Með skynsamlegri forgangsröðun fjármuna er hægt að ráðast í uppbyggingu sem skilar sér til fólksins í landinu. Með breyttum stjórnmálum er hægt að tryggja samstöðu um þá uppbyggingu. Gerum betur fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna Við viljum eiga víðtækt samráð um skattkerfið í stað þess að ráðast í skammlífar breytingar í bullandi ósætti. Það er merkilegt að í hvert sinn sem þöggun, spillingu og sérhagsmuni ber á góma, sem er óneitanlega sorglega oft að gefnu tilefni, þá er mikið kvartað undan vöntun á málefnalegri umræðu í íslenskum stjórnmálum. Að engin málefnaleg umræða eigi sér stað um heil- brigðis- og menntamál fremur en fjármál, skattastefnu, byggðastefnu, samgöngumál og þannig mætti áfram telja, vegna þess að tíminn fari allur í eitthvað annað. Engu að síður er það einmitt þetta eitthvað annað sem hefur orðið til þess að landsmenn eru að ganga að kjörborðinu í annað sinn á einu ári. Þetta eitthvað annað hefur orðið til þess að tvær síðustu ríkisstjórnir hafa hrökklast frá völdum með skottið á milli lapp- anna. Ekkert af öllum þeim mikilvægu málefnum, sem íslenskt samfélag þarf svo sárlega á að halda að taka til umræðu á opinn og skynsamlegan máta, kom í raun þar nokkurs staðar nærri. Þetta eitthvað annað velti Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni úr forsætisráðherrastól á sínum tíma og því má vel halda fram að vanmat á þessu fyrirbæri hafi kostað Benedikt Jóhannesson formannsstólinn í Við- reisn fyrir skömmu. Allt þetta hlýtur að sýna okkur svart á hvítu að þetta eitthvað annað er ekki léttvægt og ómerkilegt fyrirbæri, þótt það hafi verið mörgum óþægur ljár í þúfu, heldur þvert á móti jafnvel mál málanna. Öll þessi óþægilegu mál sem varða hrunið þar sem öll kurl virðast enn ekki vera komin til grafar, Panama- skjölin, Borgunarmálið og fleiri viðskiptagjörningar, „höfum hátt“ byltingin og núna síðast glórulaust lög- bann á málfrelsi tveggja íslenskra fjölmiðla er og verður að vera stóra málið. Málið sem þarf að ræða bæði í þessari kosningabaráttu og ekki síður inni á Alþingi þegar þar að kemur. Þó að þetta eitthvað annað snúi kannski ekki með beinum hætti að því hvað landsmenn fá í budduna eða hver fær hvað af þjóðarkökunni er þetta einfaldlega stærra og mikilvægara. Þetta eitthvað annað er spurning um grundavallar- gildi í lýðræðisríki. Spurning um það hvernig við ætlum að opna stjórnsýsluna með þeim hætti að þegnarnir geti fylgst með stjórnsýslunni allri og treyst því að stjórnmálamenn jafnt sem embættismenn séu að vinna að hagsmunum almennings en ekki sérhagsmunum einhverra óræðra aðila. Spurning um það hvernig við ætlum að treysta stoðir lýðræðisins með því að bæta starfsumhverfi og réttarstöðu fjölmiðla, í ríki þar sem yfirvaldið hefur ítrekað verið dæmt fyrir að brjóta á rétti blaðamanna fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Stjórnmálin þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að almenningur treystir þeim illa og það að gefnu tilefni eða öllu heldur tilefnum. Ef það á að breytast þurfa stjórnmálin að átta sig á því að þetta eitthvað annað er umræða sem þarf að taka af fullri alvöru. Flokkar þurfa að setja fram hugmyndir og stefnu að endurbótum og gefa þannig kjósendum kost á því að vega og meta hvernig atkvæði þeirra er best varið í þágu lýðræðis. Lýðræðis sem treystir á opna stjórnsýslu, sterka fjöl- miðla og ábyrga stjórnmálamenningu. Allt málefnalegri umræðu framtíðarinnar til heilla. Stóra málið Heiðursætið Listar allra framboða til þing- kosninga, sem fram fara eftir tæpa viku, liggja nú fyrir. Oftar en ekki hefur venjan verið sú að neðsta sæti hvers lista hefur verið heiðurssæti. Skipa það oft fyrrverandi ráðherrar, þingmenn, formenn eða aðrir sem gætu átt heiðurssess hjá flokknum. Athygli vekur að á listum Pírata er hvergi að finna fráfarandi þingmann þeirra, Birgittu Jónsdóttur. Allir ættu að geta sammælst, sama hvaða skoðun þeir hafa á flokknum, um að kafteinninn fyrrverandi gerði heilan helling fyrir flokk- inn. Skýtur það því skökku við að henni hafi ekki verið sýndur sá heiður að skipa heiðursæti. Öruggasta þjóðin Margir hafa klórað sér í koll- inum yfir tísti frá Sjálfstæðis- flokknum þar sem því var lýst yfir að Ísland væri öruggasta þjóð í heimi. Síðan var spurt hvort þörf væri á að umbylta þjóðfélaginu. Í fyrsta lagi má benda á það að Ísland verður seint talið þjóð. Í öðru lagi má velta því fyrir sér hvort flokkurinn sé að fylgjast með sömu kosningabaráttu og við hin. Í það minnsta kannast molahöfundur við fá framboð sem hafa talað um að umbylta eða gjörbreyta þjóðfélaginu. Skýringar á tístinu óskast. johannoli@frettabladid.is 2 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 8 -2 0 5 4 1 E 0 8 -1 F 1 8 1 E 0 8 -1 D D C 1 E 0 8 -1 C A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.