Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 4
Átt þú sumarhús eða íbúð sem þú vilt leigja? Orlofssjóður BHM óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið 2018. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir 6–8 manns í gistingu. Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á obhm@bhm.is. Fram komi upplýsingar um staðsetningu, bygg- ingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð. Orkumál „Aðstæður fyrir vind- myllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkva- bæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær, sem þar eru, inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum þeirra og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki upp- setningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raf- orkunotkun eitt þúsund einbýlis- húsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hér- lendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“ – gar Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Steingrímur Erlings- son, eigandi Bio- Krafts ehf. SlyS Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-ávaxtasafaflöskum skutust í augu þeirra í lok ágúst. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái 100 prósent sjón, enda séu dreifðar skemmdir í sjónhimnu, og maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. „Við erum í hálfgerðri biðstöðu og þurfum að sjá hvort sjónin lagast. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnús- dóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimund- ardóttur. Ölgerðin, framleiðandi ávaxta- safanna, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfirþrýstingur myndaðist í plastflöskum af Floridana með þeim afleiðingum að margir til- kynntu um að tappar hefðu skotist af með miklum krafti. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunar- raufum. „Ég er búin að vera í sambandi við Ölgerðina út af þessu máli. Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostnaður vegna ástands hennar talsverður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jóla- prófum loknum. „Hún reynir hvað hún getur en þarf oft að labba út úr tíma því þetta er álag á augað sem veldur höfuðverk. Verslunarskól- inn á mikið hrós skilið fyrir þann skilning sem henni hefur verið sýndur. Fyrst var talað um að hún þyrfti að fara í aðgerð á bæði fremri og aftari hólfum augans en það er alla- vega ljóst núna að það þarf að skipta um augastein. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma,“ segir Oddný. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem myndarlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiði- mennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.“ haraldur@frettabladid.is Þurfa að fara í aðgerð og fá nýja augasteina eftir tappaslysin Átján ára kona og þrítugur karl þurfa nýja augasteina en þau hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Florid­ ana­flöskum skutust í þau af miklum krafti. Enn er óvíst hvort þau fá aftur 100 prósent sjón en þau sáu lítið sem ekkert fyrstu vikurnar á eftir. Hafa bæði leitað til lögfræðinga. Ölgerðin breytti töppunum í kjölfarið. Þóra Björg Ingimundardóttir hefur misst úr skóla eftir að tappi af Flóridana- ávaxtasafaflösku skaust í auga hennar í lok ágúst. FréttaBlaðIð/SteFán Hafnarfjörður Um 1.300 milljóna króna afgangur var á rekstri Hafnar- fjarðarkaupstaðar fyrstu átta mán- uði ársins. Áætlun bæjarins miðaði við að hagnaðurinn yrði um 460 millj- ónir. Er því afagangurinn um 850 milljónum króna meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Fram kemur í átta mánaða upp- gjöri sveitarfélagsins, sem lagt var fyrir bæjarráð fyrir helgi, að tekjur séu um 550 milljónum meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Á sama tíma eru gjöldin á pari við það sem áætl- anir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsliðir eru síðan 337 milljónum krónum minni en gert var ráð fyrir í upphafi ársins. – sa Betri afkoma hjá Hafnarfirði en búist var við ESB Skattaundanskotsnefnd Evr- ópuþingsins dregur þá ályktun í nýsamþykktri skýrslu að baráttu aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, gegn skattaundanskotum hafi verið ábótavant. Löggjöf ESB-ríkja varðandi skattaundanskot og pen- ingaþvætti hafi ekki verið samræmd. Framkvæmdastjórn ESB er jafnframt gagnrýnd fyrir að fylgja ekki eftir lögum. Nefndin var sett á laggirnar eftir að Panamaskjölin voru birt. Danskir fjölmiðlar hafa það eftir Evrópuþingmanninum Jeppe Kofod, sem er einn skýrsluhöfunda, að stærstu skúrkarnir séu auðvitað bankar, lögfræðingar, endurskoð- endur og ráðgjafar sem hjálpað hafi til við skattaundanskot og peninga- þvætti auk þess sem þeir hafi látið hjá líða að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar tilfærslur á fé. Í skýrslunni er bent á að sérstakri nefnd á vegum ráðherraráðsins, sem ætlað var að meta skattalög sem gilda í ESB-ríkjum og víðar, hafi lítið orðið ágengt í vinnu sinni undan- farin 19 ár. Nefndin á að fá aðildar- ríki ESB til að samþykkja að breyta eða fella úr gildi þau skattalög eða -reglur sem talin eru stuðla að skað- legri skattasamkeppni. Hvetja átti aðildarríkin til að forðast að setja slíkar reglur í framtíðinni. Einstök ríki geti komið í veg fyrir breytingar án þess að vitað sé hver þau eru þar sem leynd hvíli yfir öllum vinnu- gögnum nefndarinnar. Tillögur hennar þurfa samþykki allra. Kofod segir að breyta þurfi verk- lagi nefndarinnar. Þegar um innri markað sé að ræða sé ekki hægt að einstök ríki verji eigin skattastefnu þannig að þau aðstoði í raun við stuld á skatttekjum annars lands með því að vera skattaskjól. – ibs Aðgerðaleysi Evrópuríkja í tengslum við skattaundanskot sætir gagnrýni Baráttunni í eSB gegn skattaundan- skotum er ábótavant, segir í nýrri skýrslu evrópuþingsnefndar. SamGönGur Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni hafi verið skellt á fyrirtækið í umfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrir- tækinu. Við slipptöku Herjólfs í vor kom í ljós skemmd á gír skipsins vegna galla. Upphaflega var stefnt að því að ljúka viðgerð fyrir 1. október. Þegar ljóst varð að dráttur yrði á afhend- ingu varahluta var Herjólfi því aftur komið í áætlun. „Eimskip hefur ekki á neinn hátt tafið verkið nema síður sé og tekist á við hverjar þær óvæntu aðstæður sem upp hafa komið á hverjum tíma. Seinagangur við smíði varahlutanna hefur ítrekað komið í veg fyrir að við- gerð hefjist,“ segir í tilkynningunni. – kó Vísar áburði um tafir á bug Upphaflega var stefnt að því að ljúka viðgerð fyrir 1. október. Það val þarf að vanda vel því hún er jú einungis átján ára og það er vel þekkt að gerviaugasteinar hafa ákveðinn líftíma. Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingi- mundardóttur 2 3 . O k t ó B E r 2 0 1 7 m á n u D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 8 -2 5 4 4 1 E 0 8 -2 4 0 8 1 E 0 8 -2 2 C C 1 E 0 8 -2 1 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.