Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 18
og láta drauma sína rætast. Það þarf ekki að vera svo flókið,“ segir Friðrik Agni brosandi. Menningarheimar mætast Spurður hvernig það hafi verið að búa í Dúbaí segir hann það hafa verið merkilega reynslu því þar sé menningin í mikilli mótun. „Borgin er mjög sérstök. Hún er eins og annar heimur, miðað við það sem við þekkjum í Evrópu. Í Dúbaí mætast ólíkir menningarheimar en landið er um leið mjög alþjóðlegt. Tæpur fjórðungur íbúa er inn- lendur en aðrir hafa flutt þangað frá öðrum löndum, þar af margir frá Evrópu og flestir tala ensku. Það er mikið um andstæður í Dúbaí og mikið af fjármagni í gangi. Þar eru tækifæri á hverju strái fyrir ungt fólk í skapandi geiranum og auð- velt að öðlast mikla vinnureynslu. Dúbaí er mikil vinnuborg og hægt að þéna mikinn pening og einnig spara mikið fé því það er enginn tekjuskattur í landinu. Margir eiga erfitt með að snúa til baka til Evrópu eftir að hafa vanist því að lifa hátt og lifa því lúxuslífi sem þar er í boði.“ Fjöllin heima kölluðu Friðrik Agni ákvað hins vegar að snúa heim aftur. „Fjöllin hér heima kölluðu á mig. Ég var reyndar á leið- inni til New York en ég fékk skóla- styrk til að læra grafíska hönnun. Ég var þó tvístígandi yfir því vegna þess að ég var búinn að vera á svo miklu flakki. Mér fannst ég hafa uppfyllt þessa ævintýraþrá og langaði líka að vera í kringum fjöl- skylduna mína. Ég flutti því heim og settist á skólabekk á Bifröst.“ Líf Friðriks Agna hefur einn- ig snúist um dans og hann hefur níu sinnum orðið Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Dansinn leiddi hann til Ástralíu þegar hann var aðeins nítján ára gamall, en þar kenndi hann samkvæmisdansa, æfði dans og tók þátt í danskeppn- um. „Mér bauðst að koma út að kenna og dansa og ég ákvað að slá til. Það var góð reynsla en ég ákvað að snúa mér heldur að tísku og fór þaðan í námið í Mílanó. Það var heldur langt í burtu að vera hinum megin á hnettinum en ég áttaði mig í raun ekki á fjarlægðinni fyrr en ég var kominn þangað.“ Kennir og kynnir dans Friðrik Agni hefur alls ekki sagt skilið við dansinn þótt hann hafi ráðið sig til Listahátíðar í Reykja- vík. Hann kennir bæði zumba og jallabina og er með vefsíðuna, www.dansogkultur.is ásamt Önnu Claessen, bestu vinkonu sinni. „Jallabina er nýjung en um er að ræða miðausturlenskt dansfitness sem mér finnst ótrúlega skemmti- legt. Dans og kúltúr snýst svo um að miðla því sem er að gerast í dansheiminum á Íslandi en þar er ótrúlega margt í boði. Hægt er að dansa á hverjum degi á fleiri en einum stað í Reykjavík. Við erum í góðu samstarfi við dansskóla og -félög og þau eru stundum með snappið okkar. Við höfum einnig verið í samstarfi við ferðaskrifstofu og fórum út til Spánar með tuttugu manna hóp þar sem við dönsuðum á ströndinni á hverjum degi. Við erum þegar farin að skipuleggja næstu ferðir og þær munu örugg- lega koma á óvart,“ segir Friðrik Agni að lokum. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 „Dúbaí er mikil vinnuborg. Margir eiga erfitt með að snúa til baka til Evrópu og venjast því að lifa hátt og lifa því lúxuslífi sem þar er í boði.“ Friðrik Agni fór til Spánar með bestu vinkonu sinni, Önnu Claessen, ásamt hópi fólks að dansa. Undanfarin ár hef ég verið verkefnisstjóri hjá Hinu húsinu en er hægt og rólega að færa mig yfir til Listahá- tíðar í Reykjavík. Þetta er þvílíkt spennandi verkefni, fjölbreytt og víðfeðmt og ég mun vinna náið með listrænum stjórnanda, kynn- ingarstjóra og framkvæmdastjóra,“ segir Friðrik Agni Árnason glaður í bragði. „Ég hlakka til að vinna með listamönnum, koma listinni á fram- færi og setja listina inn í samfélagið. Það er ótrúlega dýrmætt og gefandi að fá að vinna með skapandi og virtum listamönnum og skipuleggja mismunandi viðburði.“ Vildi ekki fórna öllu fyrir tískuna Friðrik Agni lærði listræna stjórnun við Instituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu með áherslu á tísku og starfaði innan þess geira um tíma. „Ég vann við listræna stjórn- un, stíliseringu og tískuljósmyndun í Stokkhólmi, á Ítalíu og í Dúbaí, þar sem ég bjó í hálft ár. Ég hef mikinn áhuga á tísku og fylgist vel með nýjustu tískustraumum og stefnum en á einhverjum tímapunkti fann ég að ég var ekki tilbúinn til að fórna öllu fyrir tískuna en það er næstum því skilyrði vilji maður ná langt innan tískuheimsins. Mig langaði að gera eitthvað meira. Þegar leiðin lá heim á ný tók ég mastersgráðu í menningarstjórnun frá Háskól- anum á Bifröst,“ segir Friðrik Agni og samþykkir að hann hafi vissulega mikla reynslu og prófað margt miðað við aldur en hann verður þrí- tugur í lok ársins. „Ég hef alltaf lifað ótrúlega hratt. Þegar ég fæ hugmyndir sem mig langar að verði að raunveru- leika hika ég oftast ekki við að framkvæmda þær. Margir eiga sér drauma en finnst of flókið eða erfitt að hrinda þeim í framkvæmd en ég hvet alla til að grípa tækifærið Friðrik Agni hefur níu sinnum orðið Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Dansinn leiddi hann til Ástralíu þegar hann var aðeins nítján ára gamall. MYND/ANTON BRINK Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is VILTU HALDA VEISLU? JÓLAHLAÐBORÐ FERMINGAR BRÚÐKAUP ÁRSHÁTÍÐIR ERFIDRYKKJUR FUNDIR RÁÐSTEFNUR AFMÆLI EFRI SALURINN ER LAUS FYRIR ÞIG ... BANKASTRÆTI 7A - 101 REYKJAVÍK - S. 562 3232 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 8 -4 2 E 4 1 E 0 8 -4 1 A 8 1 E 0 8 -4 0 6 C 1 E 0 8 -3 F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.