Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 8
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Á fjórhjóladrifnum KODIAQ með val um sjö sæti og glerþak, getur þú sameinað þetta tvennt og notið þess að ferðast með ánægju. Endurnýjaðu tengslin við það mikilvægasta í lífinu á nýjum ŠKODA KODIAQ. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN VIÐ ÞAÐ MIKILVÆGA Í LÍFINU NÝR ŠKODA KODIAQ MEÐ MÖGULEIKA Á 7 SÆTUM. ŠKODA KODIAQ frá: 5.590.000 kr. SPÁNN Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálf­ stæði héraðsins áfram þrátt fyrir hót­ anir spænskra yfirvalda um fangelsis­ vist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár lands­ ins, sem kveður á um að svipta Kata­ lóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar til­ kynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erf­ iðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy. Það hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálf stjórnar­ héraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþing­ inu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigde­ mont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja hér­ aðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórn­ ar Rajoy í málinu. Formaður Bask­ nesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráð­ herrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“ johannoli@frettabladid.is Halda áfram þrátt fyrir hótun stjórnarinnar um fangelsisvist Stjórnvöld í Madríd á Spáni ætla að afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Katalónar stefna ótrauðir áfram að því að lýsa yfir sjálfstæði. Utanríkisráðherra landsins segir héraðsstjórnina vera að gera tilraun til byltingar. Mariano Rajoy tilkynnti um helgina að stjórn hans ætlaði að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar um að svipta Katalóna sjálfstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu. Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar JAPAN Útgönguspár benda til þess að Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap­ ans, sé sigurvegari þingkosninganna sem fram fóru þar í landi í gær. Þing var rofið í Japan og boðað til kosninga á síðustu dögum septem­ bermánaðar. Abe, sem er flæktur í tvö spillingarmál, sagði að það væri gert nú til að styrkja umboð hans í kjarnorkudeilunni við Norður­ Kóreu. Fyrstu tölur benda til þess að flokkur Abe og samstarfsflokkur hans í ríkisstjórninni hafi hlotið ríflega 300 þingsæti. Fyrir kosningar höfðu þeir um 321 þingsæti. – jóe Flokkur Abe sigraði í Japan KENíA Raila Odinga, leiðtogi ken­ ísku stjórnarandstöðunnar, hefur lýst því yfir að hann muni ekki viðurkenna sigur Uhuru Kenyatta, forseta landsins, í kosningum sem fyrirhugaðar eru komandi fimmtu­ dag. Kosið var í landinu 8. ágúst og hafði Kenyatta betur. Hæstiréttur landsins ógilti síðar kosningarnar. Kosið verður á ný í vikunni. – jóe Viðurkennir ekki sigur forseta Kenía Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. 2 3 . o K t ó b E r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 8 -3 4 1 4 1 E 0 8 -3 2 D 8 1 E 0 8 -3 1 9 C 1 E 0 8 -3 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.