Fréttablaðið - 23.10.2017, Page 34

Fréttablaðið - 23.10.2017, Page 34
Blæðandi sár í Bítlaborginni Liverpool-liðin tvö eru í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Þau töpuðu bæði stórleikjum í gær. Starf Ronalds Koeman, knattspyrnustjóra Everton, hangir á bláþræði. fótbolti Sjötíu og þrír titlar sitja í verðlaunaskápum liðanna tveggja frá Liverpool-borg, Liverpool og Everton. Rauðklæddir Liverpool- menn voru lengi vel sigursælasta félag Englands og Everton er það lið sem oftast hefur verið í efstu deild á Englandi, eða í 114 tímabil. Íbúar Liverpool-borgar hugsa eflaust hlýtt til fortíðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Vonlaus varnarleikur Liverpool fór til Lundúna og sótti Tottenham heim á Wembley í loka- leik níundu umferðar ensku úrvals- deildarinnar í gær. Liðið hafði ekki tapað gegn þeim hvítklæddu í fimm ár, eða síðan í nóvember 2012. Totten ham hefur hins vegar farið afskaplega vel af stað í deildinni og átti eftir að reynast verðugur and- stæðingur. Hinn sjóðheiti Harry Kane kom Tottenham yfir eftir aðeins fjórar míntútur og Son Heung-min bætti öðru marki við á 12. mínútu. Þegar Mohamad Salah skoraði fyrir Liver- pool hefði leikurinn geta orðið eitt- hvað, en Dele Alli og Kane áttu eftir að skora tvö mörk til viðbótar fyrir Tottenham og varnarlína Liverpool var í molum. Sóknarmenn Tottenham léku á als oddi og höfðu nægt pláss til að athafna sig fyrir aftan vörn Liverpool. Frammistaða Dejans Lovren var það slæm að Jürgen Klopp tók hann af velli eftir hálftíma leik. Simon Mignolet gerði nokkur dýrkeypt mistök í leiknum og hefur nú gert 13 mistök sem hafa leitt til marks and- Leikmaður helgarinnar Ágúst er löngu liðinn og þá blómstrar Harry Kane. Þessi magnaði framherji hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur og það varð engin breyting þar á þegar Tottenham fékk Liverpool í heimsókn á Wembley í gær. Kane skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri Spurs. Í síðustu níu leikjum Tottenham í öllum keppnum hefur Kane skorað 13 mörk. Hann hefur einu sinni gert þrennu og fimm sinnum tvö mörk í leik. Kane mis- tókst að skora í fyrstu þremur leikjum Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en í síðustu fimm leikjum hefur hann gert átta mörk. Enginn leikmaður í ensku úrvals- deildinni hefur skorað meira á tímabilinu. Kane vantar aðeins 14 mörk til að komast í 100 marka klúbbinn í ensku úr- valsdeildinni. Og haldi hann svona áfram þarf Alan Shearer að hafa áhyggjur af markametinu sínu (260 mörk). – iþs Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Tottenham tók Liverpool í bakaríið á Wembley og vann 4-1 sigur. Spurs sýndi styrk sinn í leiknum og var hættulegt í nánast hvert skipti sem liðið fór fram yfir miðju. Með sigrinum jafnaði Tottenham Manchester United að stigum í 2. sæti deildarinnar. Hvað kom á óvart? Huddersfield gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Manchester Un- ited á heimavelli. Þetta var fyrsta tap United fyrir Huddersfield í 65 ár. Eftir frábæra byrjun á tíma- bilinu fjaraði aðeins undan nýlið- unum. Sigurinn á laugardaginn var langþráður og kom þeim upp í 12. sæti deildarinnar. Mestu vonbrigðin Manchester United lék sinn versta leik á tímabilinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir nýliðum Hudd- ersfield, 2-1, á útivelli. Flestir leikmanna United spiluðu illa, þó enginn verr en sænski miðvörður- inn Victor Lindelöf. José Mour- inho var afar ósáttur við hugarfar manna sinna og lét þá óánægju í ljós í viðtölum eftir leikinn. stæðingsins, fleiri en nokkur annar markvörður í deildinni. „Allt okkur að kenna“ „Úrslitin voru okkur að kenna. Totten ham spilaði vel, en við gerðum þetta of auðvelt fyrir þá,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liver- pool, eftir leikinn. „Fyrsta markið kom úr innkasti og við vorum bara slæmir, slæmir, slæmir varnarlega. Annað markið, skyndisókn og þegar boltinn er kominn fram hjá Lovren er það orðið of seint.“ Þarf Jürgen Klopp að gera manna- breytingar, eða er það hugmynda- fræði hans sem er rót vandans? Hjá Dortmund var sigurhlutfall hans 56 prósent, en það er aðeins 49 pró- sent hjá Liverpool. Þar munar ekki miklu, en Liverpool undir Brendan Rodgers vann helming leikja sinna og hann var samt látinn taka pok- ann sinn. Koeman ráðalaus Það er kannski of brátt að tala um brottrekstur Klopps, en Ronald Koeman mun alveg örugglega verða rekinn úr starfi sínu hjá Ever- ton á næstu dögum, ef það gerðist ekki í gærkvöldi eftir að blaðið fór Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 9. umferðar 2017-18 Chelsea - Watford 4-2 1-0 Pedro (12.), 1-1 Doucouré (45+2.), 1-2 Pereyra (49.), 2-2 Batshuayi (71.), 3-2 Azpil- icueta (87.), 4-2 Batshuayi (90+5.). Huddersfield - Man. Utd. 2-1 1-0 Aaron Mooy (28.), 2-0 Laurent Depoitre (33.), 2-1 Marcus Rashford (78.). Man. City - Burnley 3-0 1-0 Sergio Agüero, víti (30.), 2-0 Nicolás Otamendi (73.), 3-0 Leroy Sané (75.). Newcastle - C. Palace 1-0 1-0 Mikel Merino (86.). Stoke - Bournemouth 1-2 0-1 Andrew Surman (16.), 0-2 Junior Stanis- las, víti (18.), 1-2 Mame Biram Diouf (63.). Swansea - Leicester 1-2 0-1 Sjálfsmark (24.), 0-2 Shinji Okazaki (49.), 1-2 Alfie Mawson (56.). Southampton - WBA 1-0 1-0 Sofiane Boufal (85.). Everton - Arsenal 2-5 1-0 Rooney (12.), 1-1 Monreal (40.), 1-2 Özil (53.), 1-3 Lacazette (74.), 1-4 Ramsey (90.), 2-4 Niasse (90+3.), 2-5 Sánchez (90+5.). Tottenham - Liverpool 4-1 1-0 Kane (4.), 2-0 Son (12.), 2-1 Salah (24.), 3-1 Alli (45+3.), 4-1 Kane (56.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 9 8 1 0 32-4 25 Man. Utd. 9 6 2 1 22-4 20 Tottenham 9 6 2 1 19-6 20 Chelsea 9 5 1 3 17-10 16 Arsenal 9 5 1 3 17-12 16 Watford 9 4 3 2 15-17 15 Newcastle 9 4 2 3 10-8 14 Burnley 9 3 4 2 8-9 13 Liverpool 9 3 4 2 14-16 13 S’ton 9 3 3 3 8-9 12 Huddersf. 9 3 3 3 7-10 12 Brighton 9 3 2 4 9-10 11 WBA 9 2 4 3 7-10 10 Leicester 9 2 3 4 12-14 9 Swansea 9 2 2 5 6-10 8 West Ham 9 2 2 5 8-17 8 Stoke 9 2 2 5 10-20 8 Everton 9 2 2 5 7-18 8 B’mouth 9 2 1 6 6-13 7 C. Palace 9 1 0 8 2-19 3 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn þegar Everton steinlá fyrir Ars- enal, 2-5, á heimavelli. Liðið er aðeins með átta stig eftir níu leiki. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék ekki með Cardiff í 0-1 útisigri á Middlesbrough vegna meiðsla. Reading Jón Daði Böðvarsson Er meiddur og gat ekki leikið með Reading í 2-1 tapi fyrir Sheffield United. Aston Villa Birkir Bjarnason Kom inn á undir lokin þegar Aston Villa bar sigurorð af Fulham, 2-1. Bristol City Hörður B. Magnússon Fékk langþráðar mínútur í 0-3 tapi Bristol City fyrir Leeds United á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leik Everton og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton tapaði 2-5 og situr í fallsæti. Gylfi náði sér ekki á strik í leiknum í gær, ekki frekar en aðrir leikmenn Everton. NoRDiCPHoToS/GETTy Burnley Jóhann Berg Guðm. Kom inn á sem vara- maður og lék síðustu 19 mínúturnar þegar Burnley tapaði fyrir Manchester City, 3-0. 2 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r18 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 8 -2 A 3 4 1 E 0 8 -2 8 F 8 1 E 0 8 -2 7 B C 1 E 0 8 -2 6 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.