Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 2
Veður Austankaldi og talsverð rigning suðaustan til fyrripartinn í dag, ann- ars úrkomuminna, en lægir síðan og dregur úr vætu, fyrst sunnanlands. Milt veður. sjá síðu 22 Kynntu þér málið nánar á seatours.is VIÐ FERJUM ÞIG akranes Ánægð á nöprum októberdegi Götulistamaðurinn JóJó náði athygli þessarar ungu stúlku þegar hann spilaði fyrir gangandi vegfarendur fyrir utan 10-11 við Austurstræti í gær. Stúlkan var ánægð með flutninginn, launaði fyrir tónlistina með smápeningi og hélt áfram glaðbeitt niður götuna. Fréttablaðið/SteFán Kosningar Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vest- fjörðum fór þangað á fimmtu- daginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslu- maðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heima- byggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslu- manninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir full- trúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreks- firði rúmlega níu á fimmtudags- morgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslu- mannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vega- lengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaður- inn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá land- námi. Nú búa aðeins tvær fjöl- skyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjör- deild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við. sveinn@frettabladid.is Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. Þeir sex sem á kjörskrá eru nýttu atkvæðisrétt sinn. Starfsmenn Sýslumannsins á Vestfjörðum hafa þrisvar sinnum sett upp kjör- deild í Flatey á breiðafirði fyrir kosningar. Fréttablaðið/anton brink etta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk. Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður sýslumannsins á Patreksfirði. stjórnsýsla Fyrrverandi skólastjóri Flóaskóla í Flóahreppi hefur óskað eftir því að leynd sem hvílir yfir starfs- lokasamningi verði aflétt og að gögnin gerð opinber almenningi. Anna Gréta Ólafsdóttir var skóla- stjóri í Flóaskóla en var sagt upp í apríl á þessu ári eftir nokkurra ára starf fyrir skólann. Var við það gerður starfslokasamningur við Önnu Grétu og var innihald hans bundið trúnaði. Hún telur eðlilegt að íbúar sveitar- félagsins sem og almenningur í land- inu geti kynnt sér samninginn og vill aflétta trúnaðinum í þágu gagnsæis. Sveitarstjórn tók vel í málið á síðasta sveitarstjórnarfundi og mun á næstunni, í samráði við lögmann Önnu Grétu og lögmann bæjarins, aflétta trúnaði af gögnunum og gera samninginn opinberan þeim sem vilja kynna sér innihald hans. – sa Vill opna gögn í Flóahreppi um eigin samning Dalv í Ku r byg g ð Tekist er á um byggingu gervi- grasvallar í fullri stærð á Dalvík sem myndi kosta sveitarfélagið um 240 milljónir króna. Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar hefur áhyggjur af því að kostnaður, rekstur og viðhald gervigrasvallar sé of stór fjárfesting fyrir aðeins 1.900 manna sveitarfélag. Minnihlutinn er sammála því mati og bendir á að starfsemi yngri flokka í knattspyrnu sé af skornum skammti. „Eins og staðan er núna er enginn 2. og 3. flokkur starfandi í Dalvíkur- byggð og fjórði flokkur dró sig út úr Íslandsmótinu síðastliðið sumar,“ segir Guðmundur St. Jónsson, odd- viti J-listans í bæjarstjórn Dalvíkur- byggðar. „Meistaraflokkur er að mestu leyti skipaður leikmönnum sem ekki komast í aðallið KA og Þórs á Akureyri. Á þessu ári spilaði meist- araflokkur Dalvíkur/Reynis væntan- lega um 10 heimaleiki. Okkar skoðun er að bygging á heilum gervigrasvelli muni ekki hafa mikil áhrif á þá þróun sem verið hefur,“ segir svo í bókun Guðmundar á síðasta fundi byggðaráðs. Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkur- byggðar og fulltrúi meirihlutans, var eini meðlimur ráðsins sem greiddi atkvæði gegn hugmyndinni um gervigrasvöll á síðasta fundi ráðsins. „Ég tel að ávinningur af gervigras- velli umfram þá aðstöðu sem nú er í boði sé ekki á pari við kostnaðinn við byggingu gervigrasvallar, rekstur hans og viðhald,“ segir Kristinn Ingi en tekur fram að ef sveitarstjórn og byggðaráð telji að svo sé ekki þá fagni hann því og segir gervigras- völl bæta aðstöðu til knattspyrnu- iðkunar. – sa Takast á um gervigrasvöll 2017 2 3 . o K t ó b e r 2 0 1 7 M á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 8 -1 1 8 4 1 E 0 8 -1 0 4 8 1 E 0 8 -0 F 0 C 1 E 0 8 -0 D D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.