Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 6
www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið að þínum þörfum með Appi LED lausnir frá Lýsing fyrir götur, göngustíga og bílastæði. Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Smart City lausnir Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is 01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is K2 kuldajakki Vatteraður kuldajakki með hettu sem hægt er að smella af. 8.385 kr. Verð áður: 12.900 kr. 8.385 kr. Verð áður: 12.900 kr. Alltaf til staðar N1 Klettagörðum 13 og verslanir N1 um land allt 440 1000 www.n1.is Tilboð gildir út október 2017 www.n1.is facebook.com/enneinn 35% afsláttur Októbertilboð K2 kuldabuxur Vatteraðar kuldabuxur með smekk og axlaböndum. Samfélag Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir full- yrðingar eiganda hennar um að við- skiptavinir fái ekki að fara með vör- urnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins  á laugardag  þegar hann keypti bjór og hvarf á braut.   Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrasta- lundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suður- landinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vín- veitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru  og ýmislegt annað og var  vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöru- versluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um upp- sveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vil- hjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruversl- unum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur. sveinn@frettabladid.is Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta sýna að breyta þurfi lögum. Úr sveit í stórborg Hundruð kinda voru rekin af fjárhirðum um götur Madríd í gær. Þá fór hátíðin Fiesta de la Transhumanica fram í 24. sinn. Hátíðin er haldin árlega í því skyni að halda í hefðir miðalda þegar fé var rekið úr sumar- högum á markaði. Þá minnast menn sess fjárhirða í sögu Spánar í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Eins og sjá má er áfengi í Þrastalundi stillt upp með annarri matvöru við hlið osta og eggja. Slíkt tíðkast víða á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SvEInn 2 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m Á N U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 8 -3 9 0 4 1 E 0 8 -3 7 C 8 1 E 0 8 -3 6 8 C 1 E 0 8 -3 5 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.