Fréttablaðið - 24.10.2017, Page 10
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í
íslensku sem eru ekki hluti af almennu námi á grunn- eða
framhaldsskólastigi. Áformað er að verja allt að 120 m.kr. til
íslenskukennslu útlendinga árið 2018*.
Fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsmönnum
sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrir-
tækjaskrá geta sótt um styrki. Fyrirtæki eða stofnanir, sem
ekki eru viðurkenndir fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan
samning við viðurkenndan aðila, sem annast kennsluna,
fylgja umsókninni.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna
á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi
fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 5. desember 2017.
*Með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjárlögum 2018.
Upplýsingar um sjóðinn veitir
Jón Svanur Jóhannsson, sími 515 5820,
jon.svanur.johannsson@rannis.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Íslenskukennsla
fyrir útlendinga
Umsóknarfrestur 5. desember 2017
www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir
fyrir veitingastaði,
mötuneyti og fyrir þig !
MARAÞON NOW OG
11GB Á 3.990 KR.*
*á mánuði
TYRKLAND Aðild Tyrklands að Evr-
ópusambandinu (ESB) er lausn á
öllum langvarandi vandamálum
þess. Þetta segir Recep Tayyip
Erdogan, forseti landsins.
Tyrkland sótti um aðild að ESB
árið 1987 og hóf samningavið-
ræður um inngöngu árið 2005. Þær
hafa verið á ís um árabil. Nokkurrar
andstöðu gætir í garð aðildar Tyrkja
að sambandinu en í síðasta mán-
uði sagði Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, að rétt væri að Tyrkir
væru áfram utan þess.
„Evrópa án Tyrklands mun þurfa
að kljást við einangrun, örvæntingu
og missætti íbúa sambandsins. Það
er ekki Tyrkland sem þarf Evrópu
heldur Evrópa sem þarf Tyrkland,“
sagði Erdogan á fundi í Ankara,
höfuðborg Tyrklands, í gær.
„Í Evrópu er útlendingaandúð að
vaxa ásmegin og nýnasistaflokkar
svo sterkir að þeir eru þátttakendur
í samsteypustjórnum. Sú Evrópa
stefnir í átt að glötun,“ sagði Erdog-
an. „Evrópa sem myrðir grundvall-
argildi sín með sínum eigin höndum
mun eiga svarta framtíð.“
Orðsendingar hafa gengið milli
yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna
ESB á síðustu mánuðum. Tyrkir
hafa sakað ríki sambandsins um að
styðja við hryðjuverkahópa en vísa
þeir þar til minnihlutahóps Kúrda
sem vilja koma á fót sjálfstæðu ríki.
Evrópa hefur á móti sakað Tyrki um
að traðka á mannréttindum íbúa
landsins. Nægir í því samhengi að
nefna handtökur í kjölfar valda-
ránstilraunar síðasta sumar og vilja
tyrkneskra stjórnvalda til að inn-
leiða dauðarefsingu á nýjan leik.
Sem ríki í umsóknarferli nýtur
Tyrkland ýmissa greiðslna frá sam-
bandinu. Á fundi í Brussel í liðinni
viku beindu leiðtogar þjóða sam-
bandsins meðal annars þeirri fyrir-
spurn til framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins hvort rétt væri að
loka á þær greiðslur, eða draga úr
þeim að minnsta kosti, meðan ekk-
ert miðar í viðræðunum.
„Þó leiðtogar Evrópu vilji ekki sjá
það þá er Tyrkland, og aðild þess
að ESB, lausn á þeim langvarandi
vandamálum sem við því blasa,“
sagði Erdogan. Hann mæltist til
þess að sambandið hefði „heilbrigða
skynsemi“ að leiðarljósi við næstu
skref varðandi Tyrkland og sam-
skipti við landið.
Þrátt fyrir að andað hafi köldu á
undanförnum mánuðum hafa Tyrk-
land og ESB unnið að sameiginlegu
markmiði í málefnum Sýrlands og
flóttamanna sem leita á náðir Evr-
ópu. Eru margir afhuga því að úti-
loka Tyrkland þar sem þeir óttast
að við það muni kastast enn frekar
í kekki og samvinnan vera fyrir bí.
johannoli@frettabladid.is
Segir Evrópu þurfa á
Tyrklandi að halda
Forseti Tyrklands hvetur evrópska ráðamenn til að taka á samskiptavanda
lands síns og Evrópusambandsins með heilbrigða skynsemi að leiðarljósi. Uppi
eru hugmyndir um að stöðva greiðslur frá Evrópusambandinu til Tyrklands.
Orðsendingar hafa gengið á milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. NORDIC PHOTOS/AFP
2 4 . o K T ó b e R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R10 f R é T T I R ∙ f R é T T A b L A Ð I Ð
2
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
A
-A
5
E
8
1
E
0
A
-A
4
A
C
1
E
0
A
-A
3
7
0
1
E
0
A
-A
2
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K