Fréttablaðið - 25.10.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 25.10.2017, Síða 4
 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 „... stafar einlægni af ljóðunum og jafnvel örlar á viðkvæmni.“ S TE INUNN ING A ÓT TA R S DÓT TIR / VÍ ÐSJÁ „... vinaleg ljóðabók sem flytur ljóðrænan en eitursvalan söng hins þroskaða Bubba Morthens ...“ HE LG A BIRGI SDÓT TIR / FR É T TA BL A ÐI Ð „...Bubbi er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.“ ÓL A FUR GU ÐS TE INN K R I S TJÁ N S SON / S TA R A FUGL Heilbrigðismál Sjúkraflutninga- menn á Suðurlandi eru settir í þá stöðu að rukka erlenda ferðamenn um greiðslu fyrir notkun sjúkrabíls á meðan á ferðinni stendur. Þetta finnst sjúkraflutningamönnunum óþægilegt og vilja helst að Heil- brigðisstofnunin sjálf sjái um að rukka ósjúkratryggða fyrir ferð með sjúkrabílum. Samkvæmt reglugerð fyrir ósjúkra- tryggða skal greiða gjald til rekstrar- aðila sjúkraflutninga. Er upphæðin 40.600 krónur. Einnig þarf að greiða 2.500 króna gjald til eiganda bif- reiðarinnar á hvern ekinn kílómetra. Þar sem umdæmi HSU er nokkuð víðfeðmt getur reikningurinn sem sjúkraflutningamennirnir þurfa að rukka orðið talsvert hár. „Við höfum bent á þetta áður en ekkert hefur breyst í þessum efnum,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er óþægilegt fyrir sjúkraflutninga- menn sem eru að sinna sjúklingum og vinna sér inn traust þeirra að þurfa í sömu andrá að taka upp posa og rukka ferðamenn um þetta.“ Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa lent í því að fá tilkynningu um slasaðan ósjúkratryggðan einstakling við Gullfoss sem þurfti til Reykja- víkur. Klukkan fer í gang við útkall og þarf bíllinn að fara frá Selfossi. Síðan þegar búið er að sinna sjúklingi á vettvangi er hann fluttur til Reykja- víkur. „Tíminn heldur samt áfram að ganga þar til bíllinn er kominn aftur á Selfoss og þurfum við því að áætla þann aksturstíma. Því erum við að rukka fjóra tíma fyrir svona,“ bætir Stefán við. Finnst óþægilegt að reiða fram posann strax í sjúkrabílnum Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa að taka fram posann og rukka ósjúkratryggða ferðamenn, en for- maður Landssambands sjúkraflutningamanna segir óþægilegt að menn séu settir í þessa stöðu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir fyrirkomulagið til þæginda fyrir þjónustuþega og fyrir stofnunina. Slysahætturnar leynast víða á ferðamannastöðum á Suðurlandinu. Fréttablaðið/Pjetur Posarnir eru notaðir til að spara öllum fyrirhöfn. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU bANDArÍKiN Öldungadeildarþing- maðurinn Jeff Flake mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Ástæðan er samflokksmaður hans og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. Flake, sem er þingmaður Repúbl- ikanaflokksins fyrir Arizona-ríki, kunngjörði ákvörðun sína með þrumuræðu úr pontu öldunga- deildarinnar í gær. Í ræðu sinni sagði hann meðal annars að „skeyt- ingarlaus, svívirðileg og ósæmandi hegðun“ æðstu ráðamanna ríkisins væri hættuleg lýðræðinu þar í landi. „Við megum aldrei líta á þennan reglulega og kæruleysislega gröft undan okkar lýðræðislegu grunn- gildum og hugsjónum sem venju- lega hegðun,“ sagði Flake í ræðu sinni. Ræðu Flakes var fagnað innilega á gólfi þingsins. Meðal þeirra sem tóku undir málflutning hans voru Repúblikanarnir John McCain, þingmaður Arizona, og Bob Corker, þingmaður Tennessee. – jóe Þingmaður hættir vegna Trumps jeff Flake, þingmaður arizona. Fréttablaðið/ePa slYs Lögreglu- og björgunarsveitar- menn á Suðurlandi leituðu í gær á Sólheimasandi að bandarískum ferðamanni. Skömmu eftir hádegi fannst lík við Jökulsá sem talið er að sé af manninum. Leit hófst að manninum í gær- morgun eftir að aðstandendur hans fóru að grennslast um afdrif hans seint í fyrrakvöld. Hann kom hingað til lands 12. október og hafði áætlað að fara héðan degi síðar. Þegar hann skilaði sér ekki aftur til Bandaríkj- anna óskuðu aðstandendur eftir því að leitað yrði að honum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á Suð- urlandi segir að líkið hafi verið flutt til Reykjavíkur þar sem kennsla- nefnd Ríkislögreglustjóra, réttar- meinafræðingur og tæknideild LRH muni bera kennsl á hinn látna. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. – skh Ferðamaður fannst látinn lÖgreglUmál Greiningardeild Ríkis- lögreglustjóra spáði því árið 2015 að skipulögð glæpastarfsemi hér á landi kæmi til með að aukast á næstu árum. Ákalli um fjölgun lögreglumanna vegna þeirrar spár var ekki sinnt. Í gær kom út skýrsla greiningar- deildarinnar um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Í skýrsl- unni kemur meðal annars fram að mikil aukning hafi orðið í sölu vændis hér á landi og grunur leiki á að starfsemin tengist mansali. Einn- ig kemur fram að fíkniefnaneysla sé að aukast og framboð á slíkum efnum einnig. „Það sem stendur upp úr er að skipulagðri glæpastarfsemi er að vaxa ásmegin og að lögreglan hefur mjög takmarkaða getu til að vinna frumkvæðisvinnu sökum manneklu og fjárskorts,“ segir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeildinni. Ásgeir segir að sambærileg grein- ing hafi síðast verið gerð árið 2015. Niðurstöður hennar hafi verið að með aukinni hagsæld aukist líkur á vændi, mansali og fíkniefnasölu og -framleiðslu. „Það er að koma á daginn núna. Staðreyndin er sú að lögreglan hefur um nokkurra ára skeið þurft að búa við skerðingu. Það verður að taka stöðuna nú alvarlega og ef ekki á illa að fara verða menn að gjöra svo vel og taka á þessu,“ segir Ásgeir. – jóe Viðvörunum Ríkislögreglustjóra ekki svarað Ásgeir Karlsson. Fréttablaðið/Pjetur Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, segir þetta verklag til hægðar- auka fyrir stofnunina. „Gjald fyrir sjúkraflutninga erlendra ferða- manna, hjá HSU, er innheimt sam- kvæmt gjaldskrá. Til þæginda fyrir bæði þjónustuþega og fyrir okkur, er innheimt gjald af sjúklingi fyrir sjúkraflutning á staðnum, eins og aðra heilbrigðisþjónustu HSU,“ segir Herdís. „Posarnir eru einnig notaðir til að spara öllum fyrirhöfn, meðal annars við að senda reikninga eftir á til erlendra ferðamanna.“ Stefán segir það ekkert óeðlilegt að greitt sé fyrir slíka þjónustu. Það sé bara erfitt fyrir einstaklinga á vett- vangi að þurfa að taka við greiðslu úr hendi skjólstæðinga sinna. „Það er einnig orðið verklag hjá okkur að við þurfum að gera fólki grein fyrir kostn- aðinum við þjónustuna. Það þarf að vita að þjónustan er ekki ókeypis,“ segir Stefán. sveinn@frettabladid.is 2 5 . o K t ó b e r 2 0 1 7 m i ð V i K U D A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 D -D 2 2 0 1 E 0 D -D 0 E 4 1 E 0 D -C F A 8 1 E 0 D -C E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.