Fréttablaðið - 25.10.2017, Side 6
Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is Rekstrarland er hluti af Olís
Nilfisk fæst í Rekstrarlandi, Vatnagörðum 10. Þetta danska vörumerki þekkja flestir enda
gæðaryksugur sem hafa þjónað íslenskum heimilum dyggilega í áratugi. Komdu og skoðaðu
Nilfisk ryksugurnar og úrvalið af fylgihlutum, hausum, börkum og ryksugupokum.
Rekstrarland er opið alla virka daga kl. 9–18.
NILFISK er nauðsyn á heimilið
Stjórnmál „Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ekki gengist við eða talað
um að hér hafi orðið nokkur sið-
ferðisbrestur eða rof á trausti milli
þjóðar og þings í mjög stórum
málum og hefur hrist hausinn við
stórum málum eins og stjórnar-
skrá og þjóðaratkvæðagreiðslu
um ESB. Ofan í kaupið bætast svo
efnahagstillögur sem teikna upp
framtíð sem er algjörlega andstæð
því sem við stefnum að, svo ég bara
sé engan grundvöll fyrir því,“ segir
Logi Már Einarsson, formaður
Samfylkingarinnar, spurður um
mögulegt samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn.
Logi segir línurnar hafa verið
að skýrast núna á síðustu dögum í
gegnum áherslur flokkana. „Það er
ljóst að hér eru að myndast tvær
blokkir. Annars vegar um hægri
stefnu og áframhaldandi misskipt-
ingu auðs eða stjórn um félagslegan
stöðugleika, mannúð og mannrétt-
indi,“ segir formaður Samfylkingar-
innar um horfurnar eftir kosningar.
Hann segist vel geta hugsað sér
stjórn nokkurra flokka og nefnir auk
Samfylkingar Vinstri græn, Fram-
sóknarflokk, Viðreisn og Pírata.
Þótt engar formlegar viðræður
eigi sér stað milli flokkanna fyrir
kosningar eru forystumenn farnir
að hringjast á og taka stöðuna.
Símar formanna eru þó mismikið á
tali og sumir vinsælli en aðrir eins
og gengur.
Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt
við eru sammála um að svokölluð
Lækjarbrekkutilraun vinstri flokk-
anna fyrir síðustu kosningar hafi
verið misráðin.
Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi
við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar
Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og
hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Átakalínur hverfast annars vegar um afstöðu til
Sjálfstæðisflokksins og hins vegar til litlu flokkanna sem gætu ráðið miklu um myndun ríkisstjórnar ef fleiri flokka en tvo þarf í stjórn.
Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru farnir að hringjast á og taka stöðuna þótt formlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður séu ekki hafnar. Sigurður Ingi útilokar ekki samstarf við Sigmund Davíð. FréttablaðIð/SaMSEtt MynD
„Mér fannst þetta nú ekki koma
neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati
um möguleika á formlegum við-
ræðum milli flokka fyrir kosningar.
Aðspurð um óskasamstarfsflokka
Pírata nefnir Þórhildur Sunna
þá flokka sem störfuðu saman í
stjórnar andstöðu á því kjörtíma-
bili sem er að ljúka; Vinstri græn,
Samfylkingu og Framsóknarflokk.
„Það eru helst þeir flokkar sem eru
til í að koma með okkur í stjórnar-
skrármálin og raunverulegar kerfis-
breytingar.“ Aðspurð hvort hún telji
þessa flokka líklegasta til þess, segir
Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega
minnst líklegir til að vilja standa
gegn því.“
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru einkum tvær átaka-
línur sem skipt geta miklu máli við
myndun ríkisstjórnar eftir kosn-
ingar. Annars vegar afstaða flokka til
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og
hins vegar afstaða forystumanna til
þess hvor flokkurinn eigi að mynda
límið í ríkisstjórn, Framsóknar-
flokkur eða Viðreisn.
„Ég met stöðuna þannig að þrátt
fyrir að útlit verði fyrir mikinn
fjölda flokka á þingi þá verði ekki
stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, og er bjart-
sýn á að að unnt verði að mynda
ríkisstjórn hvort heldur er til hægri
eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ
betur að allt tal um tveggja flokka
stjórn er gamaldags nálgun og
engan veginn ávísun á stöðugleika.
Þetta snýst fyrst og fremst um mál-
efnin og þess vegna er ég bjartsýn.“
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, lýsir
þungum áhyggjum af óstöðugleika
í íslenskum stjórnmálum. „Það
þarf að mynda öfluga starfhæfa
ríkisstjórn til að ráða bót á þessum
pólitíska óstöðugleika, honum
verður að linna,“ segir Sigurður.
Hann segir að ekki verði ráðin bót
á vanda stjórnmálanna nema menn
stigi upp úr skotgröfunum og er
sjálfur reiðubúinn að ganga á
undan með góðu fordæmi: „Það
er enginn maður í stjórnmálum
sem ég treysti mér ekki til að vinna
með,“ segir Sigurður þegar hann
er spurður hvort hann sé reiðu-
búinn að starfa með Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni, formanni
Miðflokksins. Sigurður segist helst
vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og
segir Framsóknarflokkinn reiðu-
búinn að taka þátt í slíkri stjórn.
adalheidur@frettabladid.is
lÖGrEGlUmál Yfirtollvörður á Kefla-
víkurflugvelli segir að fjölga þurfi
tollvörðum til muna ef þeir eigi
að sinna eftirliti með öllum starfs-
mönnum flugvallarins.
Í gær var sagt frá því að lög-
reglan á Suðurnesjum hefði fyrr í
mánuðinum handtekið þrjá karl-
menn vegna stórfellds þjófnaðar
á tollfrjálsum varningi frá flug-
þjónustufyrirtæki á flugvellinum.
Tveir mannanna störfuðu á flug-
vellinum en sá þriðji sá um að
koma varningnum í verð. Höfðu
þeir meðal annars stolið miklu af
kjöti en talið er að um hundruð
kílógramma, hið allra minnsta, sé
að ræða.
„Það er alveg ljóst að starfs-
mönnum okkar hefur ekki fjölgað
í samræmi við aukna umferð og
aukinn fjölda starfsfólks á vellinum.
Á hverjum degi eru um 30 þúsund
manns sem fara um völlinn og að
auki eru sex þúsund manns sem
starfa á vellinum,“ segir Kári Gunn-
laugsson, yfirtollvörður á Kefla-
víkurflugvelli.
Að sögn Kára er umfangsmikið
eftirlit með starfsfólki þegar það
kemur inn og fer út af svæðinu en
ómögulegt sé að vera með 100 pró-
sent eftirlit með öllum, alltaf. Sem
stendur séu tollverðir um fimmtíu
talsins en milli tíu og fimmtán eru á
vakt hverju sinni.
„Ef við ættum ávallt að hafa
algjört eftirlit með öllum þá þyrfti
að fjölga okkur tollvörðum um
hundruð prósenta,“ segir Kári. – jóe
Þyrfti margfalt fleiri tollverði til að geta sinnt eftirliti með öllum
Það er talið að brot mannanna
þriggja hafi staðið yfir um árabil.
FréttablaðIð/antOn brInK
Kári
Gunnlaugsson
yfirtollvörður
2 5 . o k t ó b E r 2 0 1 7 m I Ð V I k U D A G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A Ð I Ð
2
5
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
D
-E
5
E
0
1
E
0
D
-E
4
A
4
1
E
0
D
-E
3
6
8
1
E
0
D
-E
2
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K