Fréttablaðið - 25.10.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 25.10.2017, Síða 18
Á milli Sjúkratrygginga Íslands og flestra hjúkrunarheimila landsins er í gildi samningur um þjónustu heimilanna við aldr- aða. Meðal þess sem samningurinn gerir kröfu um er að á heimilunum sé haldin mjög nákvæm skráning um „raunverulegan aðbúnað íbúa“ sem opinberlega kallast skráning RAI- mats. Umfangið er mikið þar sem þrisvar á ári er svarað um 400 spurningum um hvern og einn íbúa. Því er ljóst að gífurlegir fjármunir og dýrmætur tími heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunar- heimilum fer í RAI-matið. Fjárveitingar fylgja ekki þróuninni Mælitækinu er meðal annars ætlað að meta gæði þjónustunnar sem heim- ilin veita, þörf íbúa fyrir hjúkrun og aðstoð ásamt því að móta einstakl- ingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn íbúa og halda utan um heilsufarsupplýsingar viðkomandi. Niðurstöður RAI-mats eru saman- burðarhæfar milli tímabila, hjúkr- unarheimila og annarra landa og gefa góða mynd af gæðamálum. Niðurstöðurnar eru einnig lagðar til grundvallar við veitingu fjármagns til einstakra hjúkrunarheimila. Sem dæmi um það voru greiddir um það bil 26 milljarðar króna á árinu 2016 til hjúkrunarheimila í gegnum ofan- greindan samning þar sem um 11 milljarðar skiptast eftir niðurstöðum RAI-mælitækisins. Gæðamatshlutinn er gífurlega gagnlegur í núverandi útgáfu mæli- tækisins og því viljum við halda. Sá hluti sem snýr að útdeilingu fjár- magns er umdeildari og úreltari þar sem hann nær síður yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfi hjúkrunarheimila á síðustu árum og áratugum. Sífellt flóknari með- ferð veikari einstaklinga, sem áður var veitt á sjúkrahúsum er nú veitt á hjúkrunarheimilum landsins. Gamalt mælitæki Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mælitækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri útgáfur eru til, en ekki fæst fjár- magn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkjur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábend- ingar þess efnis til velferðarráðuneyt- isins. Nýrri útgáfa myndi einnig gefa möguleika á að tengjast þeim mæli- tækjum sem Landspítali og heima- hjúkrun nota fyrir skjólstæðinga sína, og auka þannig samfellu í meðferð og öryggi upplýsinga. Eftirliti verulega ábótavant Í dag er staðan sú að það er enginn opinber aðili sem hefur virkt eftirlit með skráningu hjúkrunarheimila í mælitækið. Hingað til hefur verið brotalöm á því að opinber aðili kenni starfsmönnum hjúkrunarheimila hvernig eigi að skrá gögn í mælitækið svo að skráning uppfylli opinberar kröfur. Afleiðingin er því ósamræmd skráning í kerfið og staðreyndin sú að hið opinbera gerir kröfu um notkun mælitækis sem ekki er tryggt að notað sé með samræmdum og réttum hætti. Fagráð sem m.a. hafði það hlutverk var lagt niður í sumar án þess að við- fangsefninu væri fundinn viðunandi farvegur. Ef ekkert verður að gert munum við áfram sitja uppi með úrelt mælitæki sem ráðstafar, eins og áður segir, milljörðum króna til hjúkrunarheimila. Geri gangskör að breytingum Við köllum eftir að velferðarráðu- neytið taki ábyrgð og gegni réttmætri skyldu sinni og skipi nú þegar í stað nefnd um mælitækið. Við köllum einnig eftir að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum notanda jafnt sem eftirlitsaðila. Nefndin þarf að hafa heimild og bolmagn til að standa fyrir kennslu og uppfærslu á kerfinu sem og virkt eftirlit með notkun þess. Á þeim grunni er hægt að byggja upp trúverðugt verkfæri í stað þess að sitja uppi með úrelt mælitæki. Úrelt kerfi RAI veltir allt að 11 milljörðum króna árlega Nútímasamfélag án raf-magns er óhugsandi. Við t ö ku m ra f m a g n i s e m sjálfsögðum hlut á hverjum degi enda er það samofið flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Allir gera ráð fyrir því að rafmagn sé ávallt aðgengilegt úr innstungum heim- ila og afhending þess örugg fyrir rekstur fyrirtækja í landinu. En svo er alls ekki. Raforkunni er nefnilega misskipt eftir landshlutum. Sumir landsmenn búa við skert aðgengi að rafmagni. Ótrúlegt, en satt. Ástæðan er ekki sú að það vanti raforku. Öryggisleysi íbúa og atvinnulífs Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raf- orku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með til- heyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Kostnaðurinn er fjór- faldur á við rafmagnið og mengun miklu meiri. Fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar fram- leiðslu og tjóns á búnaði. Atvinnu- uppbygging á sér enga framtíð við þessi skilyrði. Málið er grafalvarlegt og þolir enga bið. Öryggi íbúa og atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði er ógnað. Ef ekkert verður að gert þá leggst byggðin af og Eyfirðingar flýja til Reykjavíkur. Ábyrgðarlaus pólitík flöskuháls Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratuga- gamalt og komið að þanmörkum. Það getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Miklar takmarkanir í flutningskerfinu torvelda einnig samkeppni á raforkumarkaði sem leiðir af sér hærra raforkuverð og óbreytt kerfi verður hindrun hvað varðar þróun byggðar. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutnings- kerfinu um 70 milljarðar króna. Framkvæmdatími endurnýjunar og styrkingar byggðalínunnar er langur og þess vegna þarf að hefjast handa strax. Það má engan tíma missa. Pólitíkin getur ekki tekið ákvarðanir Öflugir innviðir eins og raforka eru lífæðar samfélagsins. Ef ekki verður farið strax í uppbyggingu byggða- línunnar mun það á næstu árum leiða af sér margvíslega erfiðleika og hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Fyrir notendur raforku á Akureyri og í Eyjafirði skiptir miklu máli að áreiðanleiki raforkuafhendingar sé í lagi. Ef notendur fá ekki raforku þýðir það í flestum tilvikum mikil óþægindi eða fjárhagslegt tap. Eyfirðingar gera þá sjálfsögðu kröfu að sitja við sama borð og aðrir lands- menn hvað raforkuöryggi varðar. Uppbygging og endurnýjun byggða línukerfisins varðar auðvitað hag allra landsmanna, um það geta allir verið sammála. Til að geta hafist handa þurfum við að vera sammála um hvernig það er gert. Sú ákvörðun þolir enga bið lengur. Af hverju er Eyfirðingum gróflega mismunað? Um b o ð s m a ð u r s ku l d a ra hve t u r e i n st a k l i n g a í greiðsluerfiðleikum til að fá endurgjaldslausa aðstoð embættis- ins við úrlausn á fjárhagsvanda. Embættið býður upp á almenna ráðgjöf, úrræði greiðsluaðlögunar og fjárhagsaðstoð til greiðslu trygg- ingar fyrir kostnaði vegna gjald- þrotaskipta. Þá er jafnframt hægt að senda embættinu erindi sem snerta málefni skuldara. Embættið veitir hins vegar ekki almenna lög- fræðiráðgjöf. Með umsókn um ráðgjöf geta einstaklingar fengið heildaryfir- sýn yfir fjárhagsstöðu með tilliti til eigna, skuldbindinga og greiðslu- getu. Ráðgjafi leitar leiða til lausna á fjárhagserfiðleikum, t.d. með skil- málabreytingum, frystingu lána eða samningum um greiðslu van- skila. Ef vægari lausnir duga ekki er lagt mat á hvort úrræði greiðsluað- lögunar geti leyst fjárhagserfiðleika viðkomandi. Úrræði greiðsluaðlögunar er opið öllum þeim sem uppfylla ákveðin lagaleg skilyrði og berast nú að meðaltali um 40 umsóknir í mánuði hverjum. Meðal grunn- skilyrða er að einstaklingur sé eða verði um fyrirsjáanlega framtíð ófær um að standa í skilum með fjárskuldbindingar sínar. Í greiðslu- aðlögun einstaklinga er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Samningar um greiðsluaðlögun geta m.a. kveðið á um gjaldfrest, lægri afborganir og eftirgjöf skulda. Í dag hafa tekið gildi hátt í 3.200 samningar um greiðsluaðlögun. Fjárhagsaðstoð vegna skipta- tryggingar er úrræði fyrir þá ein- staklinga sem hyggjast leita gjald- þrotaskipta en hafa ekki tök á að standa undir tryggingu fyrir skipta- kostnaði sem nemur 250.000 kr. Ákveðin skilyrði eru fyrir veitingu fjárhagsaðstoðar, m.a. að umsækj- andi hafi reynt önnur greiðslu- vandaúrræði eða umboðsmaður skuldara meti það svo að önnur úrræði séu ekki til þess fallin að leysa greiðsluvanda umsækjanda. Umboðsmaður skuldara hvetur þá sem vilja kynna sér úrræðin að lesa sér til um þau á heima- síðu embættisins, www.ums.is. Á heimasíðunni er jafnframt hægt að leggja fram rafræna umsókn, annaðhvort með íslykli eða raf- rænum skilríkjum Úrræði umboðsmanns skuldara Því er oft haldið á lofti, að mun-urinn á hægri og vinstri flokk-um sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opin- berum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjáls- hyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“. Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatt- urinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næst- um tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlut- fallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðis- kerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostn- aður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur. Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heil- brigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undan- haldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðar- lega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármála- kerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmun- um. Fyrir félagsvæðingu fjármála- kerfisins og annarra innviða sam- félagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfir- ráðum auðstéttarinnar yfir samfélag- inu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Skattar og lífskjör – áróður og veruleiki Jórunn María Ólafsdóttir hjúkrunarfor- stjóri í Brákarhlíð, Borgarnesi María Fjóla Harðardóttir framkvæmda- stjóri heilbrigðis- sviðs Hrafnistu- heimilanna Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmda- stjóri Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar Akureyri og Eyjafjörður allur býr við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki reglulega að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforkuflutningi. Rafmagnstæki skemmast með tilheyrandi kostnaði og fyrirtæki þurfa að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mæli- tækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri út- gáfur eru til, en ekki fæst fjár- magn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkj- ur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábendingar þess efnis til velferðarráðuneytisins. Úrræði greiðsluaðlögunar er opið öllum þeim sem upp- fylla ákveðin lagaleg skilyrði. Ásta S. Helgadóttir umboðsmaður skuldara 2017 Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og formaður Al- þýðufylkingar- innar Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóð- félagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er veru- lega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r18 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 D -C D 3 0 1 E 0 D -C B F 4 1 E 0 D -C A B 8 1 E 0 D -C 9 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.