Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 20

Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 20
Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildar útkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almanna- tryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatrygg- ingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyris- sjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyris- sjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyris- sjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerð- ingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnu- tekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrr- verandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almanna- tryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumark- aðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralít- ið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu trygg- ingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjár- magnstekjur eldri borgara stafa iðu- lega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mis- muninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjár- muni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir fram- færslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir fram- færslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Afnema á skerðingar í kerfi almannatrygginga Þjóðin vill nýjan Landspítala á betri stað en Hringbraut er. Einnig meirihluti lækna, hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða, sjúkra- flutningamanna sem og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Enda er uppbygging við Hring- braut misráðin. Þar er um að ræða bútasaum nýrra og mislélegra, sýktra gamalla bygginga, á þröngri lóð, í umferðarteppum í miðbæ, fjarri miðju höfuðborgarsvæðisins. Hag- kvæmni þess að byggja nýjan spítala á nýjum stað er yfir 100 milljarðar króna. Það verður mun betra fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandend- ur og hagkvæmara fyrir skattgreið- endur. Það eina sem eftir stendur af rökum fyrir Hringbraut er ótti sumra að ný staðsetning tefji komu spítal- ans um nokkur ár. En þessi tafaótti er ástæðulaus því það vilja nánast allir láta byggja nýjan spítala. Mun fljótlegra er að byggja frá grunni á opnu aðgengilegu svæði (green field) heldur en í þrengslum miðbæjarins við gamla spítalann. Þar þarf að taka tillit til viðkvæmrar sjúkrahússtarfsemi og tengingar við (myglaðar) eldri byggingar með undirgöngum og brúm. Tafir verða miklar vegna umferðarvanda sem mun ágerast með árunum. Þó að það taki um 5 ár að undirbúa bygg- ingu á nýjum stað vinnst sá tími upp með meiri byggingarhraða. Í rauninni verður nýr spítali á nýjum stað tilbúinn nokkrum árum fyrr en nýbyggingum og endurbyggingum gamla húsnæðisins myndi ljúka við Hringbraut enda mun það taka samtals að minnsta kosti 12 ár en líklega verða þau ekki undir 18. Þörfin fyrir sjúkrahúsþjónustu vex um 1,7% á ári. Ef haldið verður áfram við Hringbraut mun Hring- brautarspítali verða um helmingi of lítill þegar hann kemur, ef starfsemi Fossvogsspítala flyst á Hringbraut. Árlegur sparnaður af sameining- unni er metinn á um þrjá milljarða króna sem var meginforsenda þess að sameina ætti sjúkrahúsin á einum stað. Sá sparnaður mun ekki nást og ekki verður hægt að leggja af Fossvogsspítala. Ef byggja ætti nægi- lega stóran Hringbrautarspítala yrði hann algert monster og myndi fram- lengja byggingarvinnuna við Hring- braut um 6 ár eða svo. Mun betra er að byggja strax á nýjum stað. Hagkvæmni nýrrar stað- setningar, þar sem sameina mætti spítalana strax í upphafi, er því á núvirði um 60 milljörðum kr. hærri en áður var talið, eða samtals um 160 milljarðar kr. á núvirði, umfram það að byggja við Hringbraut. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2017 og fjármálaáætlun ríkissjóðs til 5 ára er gert ráð fyrir uppbyggingu spítalans við Hringbraut og teknir frá um 50 milljarðar króna eða um 10 milljarðar kr. á ári að jafnaði. Ef við frestum spítalanum um 5 ár og hugum að uppbyggingu á nýjum stað getum við nýtt þessa peninga í að styrkja heilbrigðiskerfið strax svo um munar. Í rauninni þarf að huga að stóru línunum í skipulagsmálum á höfuð- borgarsvæðinu áður en staðsetning nýs Landspítala verður ákveðin. Þétting byggðar, borgarlína, göng eða brú yfir Skerjafjörð, Sunda- braut, Fluglest, byggð á uppfylling- um út frá Ártúnshöfða, staðsetning flugvallar … allt þetta og fleira þarf að skoða og meta saman. Það hefur ekki verið gert. Fengjum nýjan spítala fyrr Þegar stóru línurnar hafa verið lagðar mætti svo eftir 5-10 ár hefjast handa við byggingu betri spítala á betri stað og ljúka byggingu hans á 5 árum. Við fengjum þá nýjan spítala í raun fyrr en mun takast við Hring- braut og það getur verið nógu stór spítali með stækkunarmöguleikum til næstu áratuga. Að öðrum kosti verjum við ekki bara 50 milljörðum í vanhugsaða spítalabyggingu við Hringbraut heldur vantar þá 200-300 milljarða í að greiða úr samgönguvandanum sem þegar hefur myndast í miðbæn- um og mun stórvaxa með stækkun Hringbrautarsjúkrahússins. Samtök um betri spítala á betri stað telja að gera þurfi faglega staðar valsgreiningu strax til að finna út bestu staðina fyrir fram- tíðarsjúkrahúsið og meta kostnað og ábata af mögulegu staðarvali. Á grundvelli vel fram settra niður- staðna geta kjörnir fulltrúar valið milli bestu kostanna eða þjóðin í vandaðri skoðanakönnun eða þjóðar atkvæðagreiðslu. Í komandi kosningunum gefst okkur kjósendum vonandi færi á að inna stjórnmálaflokkana eftir afstöðu til þessa máls og eftir atvikum velja þá flokka sem huga að þessum málum af einhverju viti í stað þess að fylgja stórgölluðum illa ígrunduðum áformum frá fyrri tíð. Byggjum betri spítala á betri stað og bætum 10 milljörðum á ári í heilbrigðiskerfið 2017 Aðeins hefur verið rætt um kosningaþátttöku eftir aldri og kynjum. Komið hefur fram að um og innan við helmingur þeirra sem eru 29 ára og yngri fer á kjörstað. Þetta byggist á upplýsingum um þátttöku í borgarstjórnarkosningunum í Reykja- vík 2014. Kosningaþátttaka í heild hefur verið mikil hér á landi miðað við grannríki okkar. En kosningaþátt- taka hefur farið minnkandi, því miður. Þannig fóru aðeins 64% karla og 62% kvenna á kjörstað 2014. Í næstu kosn- ingum á undan fóru 74% á kjörstað, sama hlutfall karla og kvenna. Hæst hefur kosningaþátttakan í Reykjavík á umliðnum áratugum til borgar- stjórnar farið í um 90%; síðast 1974. Reykjavíkurborg gaf út fyrir nokkru ansi fróðlegan bækling sem heitir „kynlegar tölur“. Þaðan eru tölurnar hér á undan. Yfirleitt er kosningaþátttaka aldurs- flokkanna svipuð eftir kynjum. Þar kemur reyndar fram að það eru áber- andi færri karlar sem kjósa en konur á aldrinum 25 til 49 ára. Af hverju er það? En það sem er mest sláandi er að kosningaþátttaka kvenna minnkar meira en karla þegar ofar dregur í aldri. Þannig kjósa 74% kvenna en 81% karla í aldurshópnum 75-79 ára. En eftir 80 ára aldur snarlækkar hlutfall kvenna enn; þegar þangað er komið kýs 71% karla en aðeins 57% kvenna. Af hverju er það? Það hefur ekki verið kannað. Er það kannski vegna þess að karlarnir á þessum aldri eru frekar með bílana en konurnar? Hvað veldur? Þess vegna varð þessi fyrirsögn til sem merkir þessa grein: Bjóddu þeim eldri með á kjörstað! Bjóddu þeim eldri með þér á kjörstað Í margar kynslóðir hafa Kata-lónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hug- mynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru róm- antísku ljósi og í grámósku hvers- dagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingar- lausu föndri, en ofbeldismönn- unum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viður- kenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stór- veldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í fram- lagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Nú er lag að gera rétt 2017 2017 Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræð­ ingur Samtök um betri spítala á betri stað Þegar stóru línurnar hafa verið lagðar mætti svo, eftir 5-10 ár hefjast handa við byggingu betri spítala á betri stað og ljúka byggingu hans á 5 árum. Við fengjum þá nýjan spítala í raun fyrr en mun takast við Hringbraut og það getur verið nógu stór spítali með stækkunarmögu- leikum til næstu áratuga. Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Guðrún Ágústsdóttir formaður öldungaráðs Reykjavíkur­ borgar Haraldur Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r20 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 D -C 8 4 0 1 E 0 D -C 7 0 4 1 E 0 D -C 5 C 8 1 E 0 D -C 4 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.