Fréttablaðið - 25.10.2017, Qupperneq 25
Landsbankinn býður fyrirtækjum alhliða lausnir
fyrir fjármál þeirra. Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga
um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki
í öllum helstu greinum atvinnulífsins.
Sérfræðiþekking
á fjölbreyttum
þörfum fyrirtækja
landsbankinn.is 410 5000Landsbankinn
Pantaðu viðtal hjá sérfræðingum okkar í síma 410 5000 eða
sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.
Í öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt að geta gengið að fjölbreyttum
lausnum sem styðja við reksturinn. Við leggjum mikið upp úr
persónulegum tengslum og vandaðri þjónustu.
Hjá fyrirtækjaþjónustu
Landsbankans leggjum við
okkur fram við að koma til
móts við þarfir fyrirtækja. Við
horfum fram á veginn þegar
kemur að viðskiptasamböndum
og störfum með fyrirtækjum
á ólíkum vaxtarskeiðum.
Netbanki fyrirtækja er upp-
lýsingaveita sem eykur yfir-
sýn og auðveldar stjórnendum
ákvarðanatöku. Við bjóðum
upp á greinargóðar innheimtu-
skýrslur, beintengingu við
bókhaldskerfi og kortalausnir
sem einfalda innkaup.
Við bjóðum ýmsar gerðir
rekstrarlána, fjármögnum
tækjakost, veitum fjárfestinga-
lán og aðstoðum við fjár-
mögnun á verðbréfamarkaði.
Við ávöxtum fé og bjóðum
virka eignastýringu fyrir
eignir fyrirtækisins.
Fjármögnun
og eignastýring
Öflugar
netlausnir
Vönduð fyrir-
tækjaþjónusta
Eigendur Atlantsolíu, sem rekur nítj-
án sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu
öllu, kanna nú mögulega sölu á
öllu hlutafé fyrirtækisins. Hafa þeir
fengið endurskoðunar- og ráðgjafar-
fyrirtækið Deloitte til að undirbúa
Atlantsolíu fyrir söluferli, samkvæmt
heimildum Markaðarins, en ákvörð-
un um að bjóða félagið formlega til
sölu hefur hins vegar ekki enn verið
tekin.
Guðrún Ragna Garðarsdóttir,
framkvæmdastjóri Atlantsolíu, stað-
festir í samtali við Markaðinn að
verið sé að skoða að selja fyrirtækið.
Það komi til vegna áhuga sem inn-
lendir aðilar hafi sýnt Atlantsolíu að
undanförnu. Aðspurð segir Guðrún
að ákvörðun um hvort félagið verði
sett í opið söluferli muni liggja fyrir
á allra næstu vikum. Eigendur Atl-
antsolíu, sem er minnsta olíufélagið
á íslenska markaðnum, eru Guð-
mundur Kjærne sted og Bandaríkja-
maðurinn Brandon Charles Rose.
Atlantsolía var stofnuð sumarið
2002 og var fyrsta bensínstöð félags-
ins opnuð ári síðar.
Hagnaður Atlantsolíu á síðasta ári
nam rúmlega 203 milljónum króna
borið saman við hagnað upp á 50
milljónir árið áður, að því er fram
kemur ársreikningi. Heildarvelta
félagsins dróst hins vegar saman
um 680 milljónir og var samtals
4.638 milljónir í fyrra. Samkvæmt
heimildum Markaðarins gera áætl-
anir stjórnenda Atlantsolíu ráð fyrir
að afkoma félagsins fyrir fjármagns-
liði, afskriftir og skatta (EBITDA)
verði um 500 milljónir á þessu ári.
Heildareignir námu rúmlega 3.700
milljónum í lok síðasta árs og eigið
fé var um 840 milljónir. Eiginfjár-
hlutfall félagsins er því rúmlega 22
prósent.
Í skýrslu stjórnar Atlantsolíu segir
að ekki hafi verið tekin ákvörðun um
greiðslu arðs vegna afkomu síðasta
árs. Á árinu 2016 greiddi félagið
hins vegar tæplega 124 milljónir í
arð til hluthafa. Í lok síðasta árs var
Atlantsolía í hundrað prósent eigu
Atlantsolíu Holdings ehf. en það er
aftur í jafnri eigu bandarísku félag-
anna Atlantsoliu Investments LLC
og Atlantsoliu Holding LLC. Stjórnar-
menn Atlantsolíu Holdings eru þeir
Guðmundur Kjærnested og Brandon
Rose.
Sá sem er ráðgjafi Atlantsolíu varð-
andi mögulega sölu á fyrirtækinu
er Þór Hauksson í fjármálaráðgjöf
Deloitte en hann var meðal annars
áður yfir fjárfestingum og rekstri
félaga hjá Framtakssjóði Íslands.
Hræringar á markaði
Miklar hræringar hafa verið á íslensk-
um eldsneytismarkaði á undanförn-
um misserum, ekki síst með aukinni
samkeppni eftir komu Costco, og
hafa olíufélögin leitað leiða til hag-
ræðingar með sameiningum við
félög í smásölu. Þannig var gengið
frá endanlegum kaupsamningi fyrr
í þessum mánuði vegna kaupa N1 á
öllu hlutafé Festar, næst stærsta smá-
sölufélags landsins, sem rekur meðal
annars verslanir undir merkjum
Krónunnar og Elko. Samkvæmt sam-
komulaginu er heildarvirði Festar
tæplega 38 milljarðar króna.
Þá var tilkynnt um kaup Haga á
Olís fyrir um 9,2 til 10,2 milljarða
króna í apríl síðastliðnum. Gert var
ráð fyrir að kaupin gengju í gegn í lok
þessa árs en kaupsamningurinn var
gerður með fyrirvara um samþykki
Samkeppniseftirlitsins. Þá áform-
aði Skeljungur einnig að kaupa allt
hlutafé Basko, sem rekur meðal
annars verslanir undir merkjum
10/11, fyrir um 2,2 milljarða en
stjórn félagsins ákvað hins vegar um
miðjan júlí á þessu ári að slíta þeim
samningaviðræðum.
Þegar starfsemi Costco hófst í
maí síðastliðnum var félagið upp-
haflega með tólf eldsneytisdælur
en þeim var síðar fjölgað í sextán.
Flest íslensku eldsneytisfélögin
hafa brugðist við samkeppninni frá
Costco. Atlantsolía með lægra verði
á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum
í nágrenni við Costco, Skeljungur
með Orkunni X og N1 með Dælunni.
Fram kom í ViðskiptaMogganum
þann 5. október síðastliðinn að sam-
kvæmt heimildum blaðsins þá næmi
eldsneytissala Costco, ef tekið er mið
af sölu frá opnun verslunarinnar, um
30 milljónum lítra á ársgrundvelli.
Það væru um tíu prósent af allri
bensínsölu á landinu og mætti áætla
að tekjur Costco vegna eldsneytis-
sölu nemi um fimm milljörðum
króna á ári. hordur@frettabladid.is
Eigendur undirbúa sölu á Atlantsolíu
Eigendur Atlantsolíu, þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose, skoða nú sölu á öllu hlutafé félagsins. Ákvörðun um hvort farið
verði í opið söluferli tekin á næstu vikum. Áætlanir gera ráð fyrir að EBITDA-hagnaður Atlantsolíu á þessu ári verði um 500 milljónir.
4,6
milljarðar króna nam velta
Atlantsolíu á árinu 2016.
Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. FréttAblAðið/Anton
markaðurinn 3M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . o K t ó b e R 2 0 1 7 A A
2
5
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
D
-F
E
9
0
1
E
0
D
-F
D
5
4
1
E
0
D
-F
C
1
8
1
E
0
D
-F
A
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K