Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 40

Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 40
Handhægt sótthreinsigel getur komið sé vel nú þegar haustið er gengið í garð og smitsjúkdómar á borð við kvef og inflúensur herja á fólk. Slíkt hreinsigel má t.d. hafa í veskinu eða hanskahólfinu og grípa til þegar ekki reynist hægt að þvo hendurnar vandlega af einhverjum sökum. Auðvelt og fljótlegt er að útbúa hreinsigelið og kosturinn er að þá veit maður nákvæmlega hvað það inniheldur. Allt sem þarf til er lítill brúsi með tappa, 50 ml af hreinu Aloe vera, 3 tsk. spritt, 1 tsk. e-vítamínolía og 5 dropar af ilmkjarnaolíu, t.d. með frísklegum límónu- eða lavenderilmi. Þessu er öllu hellt í brúsann og hann hristur vel til að allt blandist vel saman. Bæta má við 1 tsk. af spritti ef gelið er of þykkt. Sótthreinsigelið ætti að geyma utan seilingar barna og það heldur virkni í tvo mánuði. Inni- haldsefnin ættu að fást í öllum betri heilsuvörubúðum. Heimatilbúði sótthreinsigel Gott er að hafa sótthreinsi í veskinu. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . o K tó B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RhReINLætIsvöRuR Samkvæmt tímaritinu Good Housekeeping söfnum við stöðugt að okkur hlutum í gegnum árin en margir þeirra enda inni í geymslu eða í skápum og eru aldrei notaðir. Blaðið segir að strax um fertugt eigi fólk að huga að þess- ari söfnun og byrja að fækka hlutum sem það notar aldrei. Eftir því sem fólk eldist verður erfiðara að ganga í verkið. Eitt af því sem konur eru gjarnar á að safna eru skór. Ef farið er í gegnum skóhrúguna, hversu margir eru notaðir? Gefðu hina frá þér. Nærföt vilja daga uppi í skúff- unni. Gamlar slitnar nærbuxur eða brjóstahaldari með slitnar festingar. Losið ykkur við það slitna sem aldr- ei er notað og fáið betra pláss í skúff- unni. Alls kyns krem og snyrtivörur dagar uppi á snyrtiborðinu en fæst af þessu er notað. Gamlar snyrti- vörur eru gróðrarstía baktería svo nú er kominn tími til að hreinsa til. Maskarar endast í þrjá mánuði og krem í sex mánuði. Allt eldra en það á heima í ruslinu. Sama má segja um fataskápinn. Föt sem passa ekki lengur ættu að hverfa úr skápnum. Rauði krossinn tekur á móti fatnaði ásamt fleirum. Það ætti ekki að geyma gamla far- síma eða raftæki sem ekki eru lengur notuð. Komið þessum tækjum sem fyrst í þar til gerðan gám hjá Sorpu. Ef hlutirnir eru í lagi má gefa þá á nytjamarkaði. Margt annað má losa sig við, til dæmis gamla potta og pönnur, gamlar skreytingar, gamlar málningardósir, illa farin plastílát, gömul krydd, ljót og blettótt viska- stykki, kassettur og margt fleira. Það er ákveðinn léttir þegar svona hrein- gerning hefur átt sér stað svo það er um að gera að ganga í hlutina. Ekki safna drasli Heimatilbúnir hreinsilegir hafa sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Einn helsti kosturinn við þá er að þeir innihalda ekki eitur-efni og eru umhverfisvænir. Edik hefur t.d. fyrir löngu sannað gildi sitt sem gott og gilt hreinsiefni. Færri vita að vodka er líka ágætt í þrif því það er sótthreinsandi og skilur eftir sig frískandi ilm. Með því að blanda saman 0,5 dl af vodka, 0,5 dl af ediki, 3 dl vatni og 15 dropum af góðri ilmkjarnaolíu, t.d. lavender, límónu eða piparmintu, fæst frábær alhliðahreinsir fyrir eldhús og baðherbergi. Þessu er öllu saman hellt í úðabrúsa, blandað vel saman og úðað yfir óhreinindi og þurrkað af með tusku úr örtrefjum. Annar lögur þar sem 1,25 dl vodka er blandað saman við 2,5 dl af vatni og 10 dropa af ilmkjarnaolíu er fínn til að fríska upp á sturtuna og baðkerið. Þrifið með vodka 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -E F C 0 1 E 0 D -E E 8 4 1 E 0 D -E D 4 8 1 E 0 D -E C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.