Fréttablaðið - 25.10.2017, Side 50
Markaðurinn
Miðvikudagur 25. október 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál |
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskiptiwww.visir.is
Stjórnar-
maðurinn
@stjornarmadur
22.10.2017
Félag Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda
og fyrrverandi stjórnarformanns Invent
Farma, skilaði tæplega 5,4 milljarða króna
hagnaði í fyrra. Friðrik átti rúmlega 27
prósenta hlut í spænska lyfjafyrirtækinu
sem var selt erlendum fjárfestum á síðasta
ári fyrir jafnvirði um 29 milljarða.
Fram kemur í nýbirtum ársreikningi
Silfurbergs ehf., sem er í jafnri eigu hjónanna
Friðriks og Ingibjargar Jónsdóttur, að hagnaðurinn
komi til vegna hlutabréfa og hlutdeildar í afkomu
hlutdeildarfélaga. Bókfært virði hlutar félagsins í
Invent Farma var 6,5 milljarðar í árslok 2016
og jókst um 4,3 milljarða á árinu. Eigið fé
Silfurbergs nemur tæplega 8,5 milljörðum.
Markaðurinn greindi frá því fyrr í
þessum mánuði að bókfærður hagnaður
vegna sölu á Invent Farma, sem var nánast
að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, hafi numið
um 21 milljarði. Auk Friðriks voru stærstu
hluthafar félagsins Framtakssjóður Íslands
með 38 prósenta hlut og framtakssjóðurinn Horn
II ásamt meðfjárfestum sem átti um 17 prósenta
hlut. – hae
Félag Friðriks hagnast um 5,4 milljarða
Friðrik Steinn
Kristjánsson
Við vorum í
harðri hags-
munagæslu fyrir almenn-
ing í landinu gegn er-
lendum kröfuhöfum. Við
vorum að reyna að bjarga
verðmætum.
Sigurður Kári Krist-
jánsson, fyrrv. þing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins
LEXUS OG EGILS APPELSÍN
kynna með stoltiÖrfáir
miðar
eftir!
HARPA.IS/SISSEL
ELDBORG HÖRPU
20. DESEMBER KL. 18 OG 20.30
Jól með
ATHUGIÐ AÐ EKKI ER HÆGT AÐ BÆTA
VIÐ FLEIRI TÓNLEIKUM
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu
er sennilega sú íþróttaafurð
sem nýtur mestrar hylli sjón-
varpsáhorfenda á heimsvísu. Ein
af ástæðum þess er einfaldlega sú
staðreynd að félögin sem deildina
skipa eru þrátt fyrir allt nokkuð
jöfn að getu.
Eins og klisjan segir – allir geta
unnið alla.
Sennilega er stærsta ástæðan fyrir
því að félögin keppa nokkurn
veginn á jafnræðisgrundvelli sú að
sjónvarpstekjum er skipt nokkuð
jafnt milli félaganna.
Þannig er tekjum vegna alþjóð-
legrar sölu sjónvarpsréttar skipt
bróðurlega milli félaganna tutt-
ugu. Tekjum vegna sölu innan
Bretlands er hins vegar skipt eftir
árangri, þó þar sé þrátt fyrir allt
ekki stórkostlegur munur á milli
þess sem vinnur deildina og þess
sem rekur lestina.
Þessu hafa stærstu félögin sex í
deildinni – Manchester-liðin tvö,
Liverpool og Lundúnarisarnir
Arsenal, Chelsea og Tottenham
– lengi viljað breyta. Þau vilja að
tekjum sé í auknum mæli skipt
eftir árangri. Eðlilega, segði ein-
hver, en þessi félög hafa allt að því
einokað efstu sætin undanfarin ár.
En kannski er stöðumatið rangt
hjá stórliðunum. Í spænska bolt-
anum er tekjunum misskipt, og
stórliðin Real Madrid og Barce-
lona semja sérstaklega um sjón-
varpsréttinn að sínum leikjum,
enda vinna þau deildina á víxl
og handvelja bestu leikmennina
meðan önnur lið geta einungis
horft á aðdáunaraugum. Spænska
deildin er af þeim sökum mun
minna spennandi sjónvarpsafurð
og áhorfið eftir því.
Enska úrvalsdeildin er langsam-
lega vinsælasta knattspyrnudeild
heims. Kannski einmitt af því að
öll liðin hafa aðgang að góðum og
traustum tekjum gegnum sölu á
sjónvarpsrétti, sem aftur veldur
því að Huddersfield á raunveru-
legan séns gegn Manchester
United eins og sannaðist um liðna
helgi.
Væru stórliðin því í raun ekki að
grafa undan eigin velgengni með
því að taka stærri bita af kökunni?
Því geta unnendur enska boltans
andað léttar en stórliðunum sex
varð ekki að ósk sinni.
Sjónvarpstekjunum verður áfram
skipt jafnt.
Jafn leikvöllur
2
5
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
D
-E
A
D
0
1
E
0
D
-E
9
9
4
1
E
0
D
-E
8
5
8
1
E
0
D
-E
7
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K