Fréttablaðið - 25.10.2017, Page 52
Fótbolti Gylfi Þór Sigurðsson hefur
upplifað margt á þessu hausti. Á
sama tíma og hann hefur upplifað
æskudraum sinn með því að kom-
ast með íslenska landsliðinu á HM
hefur honum gengið illa að fóta sig
sem dýrasti leikmaður Everton frá
upphafi.
Gylfi hefur farið á kostum með
íslenska landsliðinu í haustleikj-
unum og skoraði þrjú af fjórum
mörkum liðsins í mikilvægum
heimasigrum á Úkraínu og Kósóvó.
Eftir eina stærstu stundina á ferlin-
um á Laugardalsvellinum 9. október
síðastliðinn kom Gylfi aftur til Eng-
lands í mjög þungt andrúmsloft á
Goodison Park.
Það hefur nefnilega ekki aðeins
gengið illa hjá Gylfa sjálfum í bún-
ingi Everton heldur hefur allt liðið
valdið miklum vonbrigðum.
Unnu allt áður en Gylfi kom
Everton var búið að vinna alla fjóra
leiki sína á tímabilinu (einn í deild
og þrjá í Evrópudeildinni) þegar
Gylfi klæddist Everton-treyjunni í
fyrsta sinn í leik á móti Manchester
City í 2. umferð ensku úrvalsdeild-
inni.
Fimm dögum áður hafði Everton
loksins tekist að fá Swansea City til
að selja sinn besta mann. Manninn
Þrefalt fleiri sigurleikir
með Íslandi en Everton
Gylfi Þór Sigurðsson frá því að
hann var keyptur til Everton
Samtals með Everton
1 sigur
12 leikir spilaðir
(4 jafntefli, 7 töp)
1 mark og 2 stoðsendingar
Komið að 3 mörkum
á 962 mínútum
Mark búið
til á 320
mínútna fresti
Með íslenska landsliðinu
3 sigrar
4 leikir spilaðir
(1 tap)
3 mörk, 1 stoðsending
Komið að 4 mörkum
á 360 mínútum
Mark búið
til á 90
mínútna fresti
Everton-liðið er búið að
vinna alla fimm leiki sína á
tímabilinu þar sem Gylfi Þór
Sigurðsson hefur ekki komið
við sögu. Einn leik í deild-
inni, einn í deildabikar og
þrjá leiki í Evrópudeildinni.
Gylfi hefur skorað
16 mörk í 41 keppnisleik
með íslenska landsliðinu
(HM eða EM) en aðeins
2 mörk í 13 vináttu-
landsleikjum.
Ronald Koeman, knatt-
spyrnustjóri Gylfa
Þórs Sigurðssonar hjá
Everton, var rekinn á
mánudaginn en þetta
er þriðji stjóri Gylfa á
síðustu þrettán mán-
uðum sem þarf að taka
pokann sinn. Gylfi
hefur mátt þola erfiða
tíma á Goodison Park
eftir að félagið keypti ís-
lenska landsliðsmann-
inn fyrir metfé.
með fljótum kantmönnum eða öfl-
ugum framherja sem eru aðstæð-
urnar þar sem hæfileikar hans nýtast
hvað best.
Einn sigur á 70 dögum
Nú er svo komið að eftir 70 daga sem
leikmaður Everton þá hefur Gylfi
aðeins tekið þátt í einum sigurleik
með félaginu. Eini sigurinn kom í
leik á móti Bournemouth á heima-
velli, öðru liðanna sem sitja neðar
en Everton í töflunni. Hitt er Cryst al
Palace sem hvorki fékk stig né skor-
aði mark í fyrstu sjö leikjunum.
Á þessum 70 dögum Gylfa í her-
búðum Everton hefur hann aftur á
móti tvisvar sinnum komið til móts
við íslenska landsliðið og unnið þrjá
af eftirminnilegustu sigrum lands-
liðsins frá upphafi.
Íslenska liðið hélt sér á lífi í bar-
áttunni um HM-sætið með sigri á
Úkraínu á Laugardalsvelli nokkrum
dögum eftir slysið í Finnlandi. Mán-
uði síðar fóru strákarnir síðan til
Tyrklands og slökktu bæði á hávaða-
sömustu stuðningsmönnum Evrópu
sem og á HM-draumum Tyrkja. Loks
mættu Gylfi og félagar á Laugardals-
völlinn og tryggðu sér sæti á HM í
Rússlandi með sannfærandi sigri á
Kósóvum.
Staðan er því sú að Gylfi hefur
unnið þrefalt fleiri sigra með strák-
unum í íslenska landsliðinu en með
nýju liðsfélögunum í Everton.
Mikið um stjóraskipti
Fyrir vikið er Gylfi að fá nýjan knatt-
spyrnustjóra í enn eitt skiptið en
hann hefur upplifað hver stjóra-
skiptin á fætur öðrum síðustu tíma-
bil sín í ensku úrvalsdeildinni.
Við fögnum vissulega sigrunum
hjá íslenska landsliðinu en Gylfi
verður vonandi fljótur að breyta
þessu hlutfalli á næstu vikum og
koma Everton aftur þangað sem
félagið ætlaði að vera í vetur. Eftir
áralanga baráttu hjá okkar manni í
fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar
var hann kominn til Everton til að
kynnast hinum enda töflunnar.
ooj@frettabladid.is
sem hafði öðrum fremur bjargað
velska liðinu frá falli tvö tímabil í
röð. Everton þurfti að borga fyrir
hann 45 milljónir punda og varð
hann ekki aðeins langdýrasti leik-
maður sögunnar heldur einnig
dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar
(Liverpool og Everton).
Ronaldo Koeman lagði mikla
áherslu á að landa íslenska lands-
liðsmanninum og pressan var
gríðarleg á okkar manni. Stóru
vandamálin voru hins vegar óleyst.
Gylfi dældi inn mörkum og stoð-
sendingum með Swansea og allir
bjuggust við því sama hjá Everton
enda var hann löngu búinn að sanna
sig í ensku úrvalsdeildinni.
Koeman tókst hins vegar ekki að
finna rétta jafnvægið eða fylla í skarð
Romelo Lukaku sem var seldur til
Manchester United. Hann eyddi
stórum fjárhæðum í nýja leikmenn
en Gylfi var ekki sá eini sem vildi
helst spila framarlega á miðjunni.
Þar voru líka menn eins og Wayne
Rooney og Davy Klaassen sem komu
báðir í haust.
Gylfi hefur sjaldnast fengið að
spila sína bestu stöðu og sjaldnast
2 5 . o k t ó b E r 2 0 1 7 M i Ð V i k U D A G U r24 S p o r t ∙ F r É t t A b l A Ð i Ð
2
5
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
D
-D
7
1
0
1
E
0
D
-D
5
D
4
1
E
0
D
-D
4
9
8
1
E
0
D
-D
3
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K