Fréttablaðið - 25.10.2017, Síða 60

Fréttablaðið - 25.10.2017, Síða 60
Leikhús Risaeðlurnar HHHHH eftir Ragnar Bragason Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Ragnar Bragason Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hall- grímur Ólafsson, María Thelma Smáradóttir Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Mugison Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson Lýsing: Jóhann Friðrik Ágútsson Virðuleg sendiherrahjón bjóða ungu pari til hádegisverðar í sendiráði Íslands í Washington DC, eingöngu er borið fram íslenskt hráefni fyrir utan hafsjó af erlendu og dýru áfengi. En undir fáguðu yfirborðinu leynast dimm fjölskylduleyndarmál. Risa­ eðlurnar, frumsýndar síðastliðinn föstudag í Þjóðleikhúsinu, er loka­ hluti leikhúsþríleiks Ragnars Braga­ sonar um afkima íslensks samfélags en höfundur leikstýrir einnig upp­ færslunni. Þrátt fyrir áhugaverða hugmynd og sterka byrjun þá birtast brota­ lamir fljótlega í handritinu. Byrj­ unaratriðið er snarpt, vel skrifað og leggur línurnar fyrir dramatísku átökin sem eru í vændum. Stærsti galli handritsins er að framvindan þróast en persónurnar ekki. Kar­ akterarnir umbreytast bara í ýkt­ ari útgáfu af manneskjunum sem kynntar voru til sögunnar í byrjun. Hegðun sendiherrahjónanna er oft á tíðum absúrd en Risaeðlurnar eru hreinlega stofudrama af gamla skól­ anum sem minnir meira en lítið á Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee. Nema núna eru veislugestirnir aðeins eldri, fantasíu­ sonurinn er allt annað en draumur í dós og ástin er löngu dauð í hjóna­ bandinu. Svipuð vandamál má finna í leik­ stjórn Ragnars; verkfæri eru notuð einu sinni og síðan aldrei aftur, heilu senurnar eru nánast hreyfingarlaus­ ar á meðan matargestirnir sitja að snæðingi og stutt er í hurðafarsann án þess að hefðir hans séu fullnýttar. Fyrsta sena eftir hlé er reyndar bráð­ fyndin og tilsvör stundum afar hnytt­ in. Auðveldlega hefði mátt stytta sýninguna um hálftíma, ekki það að þessar auka þrjátíu mínútur séu alvondar heldur einungis óþarfar. Þar á meðal hefðu báðar einræð­ urnar mátt hverfa. Edda Björgvinsdóttir hefur verið á flugi þetta árið sem er svo sannarlega verðskuldað. Hún sýnir á sér nýjar hliðar í dramatískari atriðunum sem hin beyglaða frú Ágústa en kunnug­ legar í þeim kómískari. Allt gerir hún þetta af natni en takmarkast af yfirborðskenndu handriti; þó finnur hún harminn í þessari óhamingju­ sömu konu sem hefur byggt tilvist sína á lygi. Elliða sendiherra leikur Pálmi Gestsson. Hann sýnir góða gríntakta en nær ekki sömu sterku tökum á harminum og Edda. Sam­ leikur þeirra er oft á tíðum flottur og fyndinn enda vita þau bæði að þögnin getur talað tungum á sviði. Unga parið sem kemur í heim­ sókn leika þau Birgitta Birgisdóttir og Hallgrímur Ólafsson. Birgitta fær bitastæðari persónu til að takast á við en listakonan Bríet Ísold verður mörgum kunnugleg í allri sinni sjálfhverfu. Aftur á móti er fátt eftir­ tektarvert í frammistöðu Hallgríms sem nær aldrei að gera Albert áhuga­ verðan. Guðjón Davíð Karlsson leikur Svein Elliða, þunglyndan einkason sendiherrahjónanna sem stendur á brún hyldýpisins. Frammistaða hans er í takt við efnistök en karakt­ erinn er nánast eintóna, sýnir aldrei breytingu á fasi og er sem þrumuský allan tímann. Þrátt fyrir að sitja uppi með ansi klisjukennda einræðu þá stendur María Thelma Smáradóttir sig virkilega vel í sínu hlutverki. Þarna er ung leikkona á ferð sem vert er að fylgjast með og veita athygli. Umgjörð sýningarinnar endur­ speglar líka áðurnefnd vandamál. Leikmynd Hálfdáns Pedersen er stór í sniðum og vel útfærð en skortir dýpt, búningar Filippíu I. Elísdóttur passa verkinu vel en skilja lítið eftir sig og lýsing Jóhanns Friðriks Ágústs­ sonar sömuleiðis. Eftirminnilegustu útfærslurnar eru hljóðmynd Krist­ jáns Einarssonar og tónlist Mugisons sem springur út í lokaatriði verksins og undirstrikar eitt fallegasta atriði sýningarinnar á kraftmikinn hátt. Risaeðlunar ná aldrei að kynda undir satíruna nægilega mikið né skrúfa nægilega upp í dramatíkinni. Sýningin er hvorki fugl né fiskur heldur samsuða af hinum og þessum hugmyndum sem eru ekki nægilega vel nýttar. Framvindan er fyrirsjáan­ leg en þó fyndin á köflum, hér eru það leikararnir sem bjarga því sem bjargað verður. Sigríður Jónsdóttir NiðuRstaða: Klisjurnar bera Risaeðlurnar ofurliði. Hádegisverður með klisjukenndum hjónum BækuR Áfram sigurfljóð! HHHHH sigrún eldjárn Mál og menning Prentun: Prentmiðlun/Lettland Kápuhönnun og umbrot: Sigrún Eldjárn Fyrsta bókin um ofurstelpuna Sigur­ fljóð hefst á því að telpan lítur í spegil og kemst að því að hún hefur misst eina framtönn. Nú, í Áfram Sigurfljóð!, er önnur tönn farin og þar með ný ævintýri að hefjast. Eftir staðgóðan hádegisverð kollsteypir Sigurfljóð sér út til krakkanna sem eru allir jafn hjálpsamir og góðir og þeir voru orðnir undir lok fyrri bókarinnar. Fullviss um að allt sé í góðu lagi heimafyrir þeytist Sigur­ fljóð yfir „höf og lönd, yfir fjöll og firnindi“ og á ferðalagi sínu sér hún og heyrir ýmislegt, þar á meðal stríðshrjáð land þar sem „fólk meiðir hvert annað og eyðileggur allt í kringum sig!“ Systkinin Amíra og Elías vekja athygli Sigurfljóðar þar sem þau standa grútskítug, hrædd, meidd og svöng í húsarústum. Sigurfljóð tekur þau undir arminn og flýgur með þau heim í allsnægtirnar á Íslandi. Krakkarnir í hverfinu eru tortryggnir í fyrstu en samþykkja fljótt að þau eigi nóg en ókunnu börnin ekkert og þeim þurfi að hjálpa. Amíra og Elías kunna nú líka ýmislegt og í ljós kemur að þau geta lagt sín lóð á vogarskálarnar í hinu nýja samfélagi. Sigurfljóð fer svo til baka til hins stríðshrjáða lands með systkinin og heilmiklar vistir en kemst þá að því að þar er allt enn í kaldakoli. Þá grípur hún til sinna ráða og kippir öllu í liðinn, eins og sannri ofurhetju sæmir. Myndastílinn kannast allir Sig­ rúnaraðdáendur við og eins og í Sigurfljóð hjálpar öllum! eru rauð­ ar sveigjur látnar tákna hopp, skopp og flug Sigurfljóðar og ofurhetju­ sjónin tákngerð með brotalínum. Ýmis smáatriði í myndagerðinni auka á lestrargleðina, svo sem epli tvö sem birtast á síðunum hér og þar, leikfangabangsinn hennar Amíru og litlu allsberu engla­ börnin sem svífa yfir eldfjalli sem gýs af miklum krafti. Áhugaverðust er þó sú aukna dýpt sem sagan fær með aðstoð myndanna. Hér má sem dæmi nefna gleðina sem skín úr augum barnanna þegar þau hjálpa kvefuðum kanínum, skíthræddum skrímslum, púslandi pelabörnum og vitaskuld þeim Amíru og Elíasi. Eymd þeirra og ótti er líka svo skelfilega greinilegur í myndunum og eflaust komast ungir lesendur ekki hjá því að veita fátæklegum leikföngum þeirra athygli og bera saman við sín eigin. Persónur bókarinnar eru týpur sem standa fyrir ákveðin gildi eða boðskap en sagan sjálf er drifin áfram af nokkuð spennandi sögu­ þræði svo engum ætti að leiðast lesturinn. Nú er Sigurfljóð búin að koma röð og reglu á allt heima á Íslandi og úti í hinum stóra heimi. Græna flugeðlan á síðustu opnunni er ef til vill vísbending um það hvert Sigurfljóð, kraftmikla og góðhjart­ aða ofurstelpan, fer í næstu bók. Helga Birgisdóttir NiðuRstaða: Einlæg og skondin fantasía sem flytur mannbætandi boðskap sem bæði stórir og smáir lesendur hafa gott af að heyra. Með krafta í kögglum og risastórt hjarta Frammistaða leikaranna er góð í Risaeðlunum í Þjóðleikhúsinu. Mynd/HöRðuR SveinSSon intellecta.is RÁÐNINGAR H E I L S U R Ú M FORTE hægindasófar Þægilegir rafdrifnir hægindastólar og sófar með leðri á slitflötum. FORTE 1 FORTE 2 FORTE 3 TILBOÐ 77.440 kr. TILBOÐ 124.615 kr. TILBOÐ 151.920 kr. Fullt verð: 96.800 kr. Fullt verð: 155.768 kr. Fullt verð: 189.900 kr A R G H !!! 2 00 91 7 Byggjum allt Ísland Opna þarf augun fyrir frjálsum handfæraveiðum Pírata, og að milljarðar lífvera, td. fiskseiði og fiskegg, fela sig á botni fiskimiða okkar, til að verða ekki étin af stærri fiskum. Allt þetta líf er óvarið fyrir þungum veiðarfærum, dregnum af togveiðiflota okkar dag og nótt. Fiskimiðin eru eilífðarvél, sem við getum nýtt að eilífu, en í dag getur vélin ekki brauðfætt þessa örþjóð., Sandsíli MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu 2 5 . o k t ó B e R 2 0 1 7 M i ð V i k u D a G u R32 M e N N i N G ∙ F R É t t a B L a ð i ð 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -F 9 A 0 1 E 0 D -F 8 6 4 1 E 0 D -F 7 2 8 1 E 0 D -F 5 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.