Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2017, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 25.10.2017, Qupperneq 68
Stærðir: 40cm, 50cm og 64cm (16“, 20“ og 24“ tommu). PMT verður á sýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2017 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • Iceland • S. 567 8888 • www.pmt.is Á sýningunni munum við kynna úrval af TurboChef ofnum. TurboChef eru hraðvirkustu ofnarnir á markaðinum, sem elda matinn þannig að gæði tapist ekki úr hráefninu. Ofnarnir frá TurboChef eru einfaldir í notkun, taka lítið pláss og rafmagns notkun er í lágmarki. Þeir elda 10–12 sinnum fljótar en hefðbundnir ofnar og þurfa ekki sérstaka loftræstingu. Kíktu á okkur á Stóreldhúsinu 2017 og skoðaðu vörurnar sem við verðum með. Við erum að öllum líkindum með lausn á því sem þú leitar að! LÍMMIÐAR - HNÍFABRÝNI - VOGIR - VAKÚMVÉLAR - REKSTRARVÖRUR Daddi Guðbergsson eða Daddi Disco ætlar að fara með hóp fólks í „Après-ski“ gleðiferð til bæjarins Madonna di Campiglio, en það er skíðaferð með áherslu á eftirskíðastemming- una. Daddi ætti að þekkja stemm- inguna vel – enda hefur hann ekki bara skíðað um alla Evrópu heldur skellt sér níu sinnum til Madonna Di Campiglio. „Eftirskíðastemmingin er eitt- hvað sem kannski hefur aldrei tíðkast á Íslandi en er stór hluti upplifunarinnar í skíðaferðum í Evrópu. Þegar maður fer að skila sér úr fjallinu þá eru ákveðnir barir sem kallaðir eru „Après-ski“ barir og bjóða upp á ákveðna drykki – Jägerbomb, kakó með rommi og hitt og þetta. Þar ómar týróla- teknóið alveg hreint.“ Konungur týrólateknósins er auðvitað sjálfur DJ Ötzi en tónlist hans er nánast sérstaklega gerð fyrir þessar aðstæður. „Fólk er búið að renna sér í heilan dag, rjótt í kinnum og alveg í frábæru skapi – þá myndast svo skemmtileg stemming. Fólk er bara í skíðaklossunum náttúrulega. Það er ekkert sóðalegt eða ósiðlegt við þetta, bara fólk að gera sér glaðan dag. Fólk dettur í gírinn upp úr fjögur og klukkan svona sjö fer að dofna yfir þessu. Allir fara heim á hótel og snemma að sofa. Þetta er hið fullkomna síðdegi eftir krefjandi dag í fjallinu.“ Hvernig mun þín íslenska útgáfa af þessari stemmingu vera? „Það sem gerist þegar Íslendingar koma saman á erlendri grun er að það er grunnt á því að vilja fá að heyra sitt uppáhalds frá Íslandi. Við ætlum kannski ekki bara að spila íslenska tónlist – en það verður kannski aðeins minna af DJ Ötzi og meira af íslenskri púkamúsík. Ég spila auð- vitað bara þá tónlist sem kemur Íslendingum og öðrum í gírinn og lauma þá inn einu og einu íslensku – það er allt í lagi að skoða það hvað gerist þegar Sódóma er tekin og allir í skíðaklossunum. Þarna gæti orðið eitthvert nýtt trend, Tætum og tryll- um gæti orðið órjúfanlegur hluti af stemmingunni í fjöllunum í Týról.“ Sérstök upphitun verður haldin á morgun á Nora Magasín við Austur- völl. „Fólk þarf að undirbúa sig andlega og láta eins og það sé að koma rautt í kinnum og uppfullt af súrefni beint úr fjallinu. Þarna verður boðið upp á Apérol Sprits – sem sumir tengja við sól og sumar en núna tengist það sól og vetri sterkum böndum og er vinsælasti drykkurinn í fjallinu. Síðan er það tónlistin sem ræður ríkjum og við spilum okkar útgáfu af týrólapartíinu. Þeir sem hafa upp- lifað „Aprés-ski“ stemmingu verða ekki sviknir.“ stefanthor@frettabladid.is Tætum og tryllum  og týrólateknó Daddi Disco ætlar að búa til íslenska útgáfu af evrópskri eftirskíðastemmingu á morgun við Austurvöll. Síðan mun hann endurtaka leikinn í fjallabænum Madonna Di Campiglio í Ítalíu en þar er eitt besta skíðasvæði heimsins. Daddi Disco veigrar sér ekki við að spila Sódóma fyrir skíðafólkið. Íslendingarnir munu verða í góðum fíling þegar Daddi setur Sódómu á fóninn á eftirskíða-barnum Jumper. 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r40 l í f I Ð ∙ f r É t t A b l A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -E 0 F 0 1 E 0 D -D F B 4 1 E 0 D -D E 7 8 1 E 0 D -D D 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.