Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 4
Iðnaður Félag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 millj- ónir króna  vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Uppsafnað tap íslenska hlutafélagsins Silicor Materials Holding nam 2,7 milljörð- um króna í árslok 2016 en fyrirtækið hefur ekki tryggt sér raforku, lóð eða fjármögnun sem upp á vantar. „Við höfum ekki afskrifað þessa fjárfestingu og það eru góðir mögu- leikar á borðinu. Einn þeirra, sem við erum að vinna í, er að byggja verksmiðju á Íslandi í annarri útfærslu,“ segir Ómar Örn Tryggva- son, stjórnarformaður samlags- hlutafélagsins Sunnuvalla sem er í eigu fjögurra lífeyrissjóða, Íslands- banka og Sjóvár. Silicor Materials féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu á Grundar- tanga þar sem bandaríska fyrir- tækið vill enn byggja sólarkísilverk- smiðju. Kom þá fram að fyrirtækinu hefði ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna, og að það væri í endurskoðun og hægagangi. Aðalfundur Silicor Materials Hold- ing var haldinn 23. ágúst eða degi áður en samningunum við Faxaflóa- hafnir var sagt upp bréfleiðis. Á fund- inum var kynnt tap upp á 1.256 millj- ónir króna á árinu 2016. Samkvæmt ársreikningi félagsins veltur áfram- haldandi rekstur og þróun verkefnis- ins á fjármögnun frá hluthöfum og að án hennar sé framtíð þess óviss. Sunnuvellir er stærsti einstaki eig- andi Silicor Materials Holding með 32 prósenta hlut. Að því félagi koma Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyris- sjóður. Félagið tók þátt í fyrri hluta fjármögnunar kísilversins í ágúst 2015  og skráði sig þá fyrir  hlutafé upp á 40 milljónir dollara eða jafn- virði 4,2 milljarða króna. Eins og áður segir hafa Sunnuvellir greitt um 1.350 milljónir en sjóðirnir fjórir eiga alls 80 prósent í félaginu og hafa því reitt fram rúman milljarð. Aðrar hluta- fjáraukningar eru háðar ákveðnum skilyrðum um framgang verkefnisins. Tap Sunnuvalla í fyrra nam 831 milljón króna og þar af voru 715 milljónir vegna eignarinnar í Silicor Materials. Þar var ekki tekið tillit til taps kísilverkefnisins í fyrra þar sem sú niðurstaða lá ekki fyrir þegar aðal- fundur Sunnuvalla fór fram í apríl. Eigið fé félagsins var neikvætt um rétt rúman milljarð króna í árslok 2016. „Það er mat stjórnenda að þrátt fyrir að uppbygging sólarkísilverk- smiðjunnar í Hvalfirði hafi tafist og óvissa sé fyrir hendi um framgang fjárfestingarverkefnisins þá standi bókfærð verð eignarhluta í Silicor Materials undir sér," segir í ársreikn- ingi Sunnuvalla fyrir 2016 en þar eru bréfin  í kísilverkefninu  bókfærð á 963,7 milljónir. Þau eru öll í A-hluta- flokki sem veitir Sunnuvöllum for- gang umfram aðra eigendur varðandi arðgreiðslur af hlutafé Silicor Materi- als Holding eða lækkun þess.   haraldur@frettabladid.is Lífeyrissjóðir keyptu hlutabréf í Silicor fyrir rúman milljarð Silicor hafði fengið lóð á Katanesi á Grundartanga áður en samningum við Faxaflóahafnir var rift. Mynd/aðSend Fjórir lífeyrissjóðir hafa ásamt Íslandsbanka og Sjóvá hafa lagt um 1.350 milljónir króna inn í sólarkísilverkefni Silicor Materials. Formaður Sunnuvalla segir að fjár- festingin hafi ekki verið afskrifuð en verkefnið er án raforku og lóðar og þarf frekara fjármagn. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 Skemmtileg bók um íslensku jólafjölskylduna Einnig á ensku - tilvalin gjöf handa erlendum vinum JÓLAKÖTTURINN TEKINN Í GEGN Efnahagsmál Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir 4,2 pró- senta hagvexti í ár en að svo taki að hægjast á og að hagvöxtur verði milli tvö og þrjú prósent til 2020. Það þykir eðlilegri hagvöxtur til lengri tíma. Greiningardeildin telur að einkaneysla muni draga vagn- inn út spátímann, en einnig verði nokkur fjárfesting. Ferðaþjónusta muni áfram vaxa en hægar en áður og sterk króna og mikill kaupmáttur muni styðja við áframhaldandi inn- flutningsvöxt. Greiningardeild telur að arð- greiðslur úr bönkunum geti hjálpað ríkinu við að fjármagna uppbygg- ingu innviða, en þær dragi um leið úr getu ríkisins til að greiða niður skuldir. „Skoða þarf fleiri leiðir til fjármögnunar, skilgreina hlutverk einkaaðila og hvaða verkefni fjár- magna má með notendagjöldum,“ segir í hagspánni. – jhh Spennan minnkar í hagkerfinu Dómsmál  Karlmaður á fimmtugs- aldri hefur játað að hafa með gáleysi orðið erlendum karlmanni á sjö- tugsaldri að bana á Öxnadalsheiði í júní í fyrra. Maðurinn ók ónýtum bíl sínum á ógnarhraða undir áhrifum lyfja og varð valdur að þriggja bíla árekstri þar sem einn týndi lífi og annar slasaðist. Áreksturinn varð þannig að maður- inn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri á föstudaginn og játaði maðurinn brot sitt. – ktd Játar manndráp af gáleysi stjórnmál Kostum í stjórnar- myndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn  keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að  allir kostir  eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal við- mælenda blaðsins að Katrín Jakobs- dóttir standi með pálmann í hönd- unum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort mynda eigi ríkisstjórn VG, Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði rík- isstjórn. Eins og blaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna um að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir for- sætið gegn því að fá fleiri ráðherra- stóla enda margir reyndir stjórn- málamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raun- hæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu um að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátt- töku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki. – aá Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna 9 . n ó v E m b E r 2 0 1 7 f I m m t u D a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 E -5 F 6 4 1 E 2 E -5 E 2 8 1 E 2 E -5 C E C 1 E 2 E -5 B B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.