Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 6
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum www.kia.com Tveir sem vekja aðdáun — hvor hentar þér betur? Hveragerði „Við förum því vinsam- lega fram á að bæjarráð dragi til baka öll áform um afturköllun lóða í eigu félagsins og staðfesti með formlegum hætti og að aftur verði teknar upp viðræður milli aðila á uppbyggileg- um nótum með framtíðarhagsmuni þessa verkefnis og bæjarfélagsins alls að leiðarljósi,“ segir í bréfi sem Björn Ingi Hrafnsson, talsmaður og einn eigenda Orteka Partners á Íslandi, sendi Hveragerðisbæ í september. Bærinn varð ekki við þessari umleitan. Nú hafa forsvarsmenn fyrirtækisins sent stjórnsýslukæru til samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins vegna ákvörðunar bæjarins um að afturkalla úthlutun á fjórum ferðaþjónustulóðum sem félagið hafði fengið undir starfsemi ferðaþjónustu í Ölfus dal. Stjórnsýslu- kæran var kynnt á fundi bæjarráðs 2. nóvember. Forsaga málsins er sú að hinn 18.  ágúst 2016 samþykkti Hvera- gerðisbær að úthluta fyrirtækjunum lóðunum fyrir þjónustuhús, smáhýsi og gistiskála og tjaldsvæði. Hinn 15. júlí síðastliðinn var úthlutunin aftur- kölluð. „Forráðamenn kærenda telja að Hveragerðisbær hafi brotið með alvarlegum hætti á rétti kæranda, m.a. með því að sýna af sér vald- níðslu og virða ekki jafnræðisreglu gagnvart kæranda en að mati kær- anda var Hveragerðisbæ með öllu óheimilt að afturkalla úthlutun lóð- anna með þeim hætti sem gert var,“ segir í stjórnsýslukærunni. Þá segir að félagið hafi frá síðustu áramótum verið í vinnu um gerð rammasamnings við Hveragerðisbæ varðandi lóðirnar ásamt fleiri lóðum sem bærinn hafði gefið vilyrði fyrir. „Þá var félagið búið að leggja út í tugmilljóna króna kostnað vegna hönnunar á svæðinu. Dráttur á að framkvæmdir hæfust orsakast af því að bærinn var ekki búinn að afhenda hinar lóðirnar og samningum um heildarsvæðið ekki lokið.“ Í kærunni segir líka að eftir að sveitarfélagið hafi slitið einhliða við- ræðum á milli aðila um rammasamn- ing varðandi uppbyggingu hafi kær- anda verið veittur mánaðarfrestur til þess að hefja framkvæmdir. Slíkur frestur sé óeðlilega stuttur saman- borið við tímafresti annarra aðila sem hafi fengið úthlutaðar lóðir af hálfu sveitarfélagsins. Frestur til að hefja framkvæmdir sé aldrei styttri en 6 mánuðir eftir að úthlutunarhafi geti raunverulega hafið undirbúning framkvæmda. Í fyrirtækjaskrá er Orteka Partn- ers á Íslandi skráð í eigu FjBj ehf. og Þjónustu og viðskiptamiðlunarinnar Hóls ehf., en þau fyrirtæki eru bæði skráð í eigu félagsins Maltice Ltd, sem er skráð erlendis. Brynjar Már Magnússon er skráður stjórnar- formaður fyrirtækisins og Baldur Jezorski stjórnarmaður. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er faðir Baldurs, Franz Jezorski, á meðal hlut- hafa. jonhakon@frettabladid.is Segja Hveragerðisbæ brjóta á rétti sínum og sýna valdníðslu Hveragerðisbær afturkallaði úthlutun lóðar í Ölfusdal sem Orteka Partners höfðu fengið úthlutað undir starfsemi í ferðaþjónustu. Fyrirtækið segist hafa varið tugum milljóna í hönnun á svæðinu og segir bæjar- yfirvöld brjóta með alvarlegum hætti á rétti sínum. Vilja uppbyggilegar samræður við bæinn að nýju.   Yfirlitsmynd yfir Hveragerði. Bærinn lætur lögmann sinn um að svara kæru Orteka Partners. FréttaBlaðiið/E. Ól. Björn ingi Hrafns- son, fjölmiðla- maður og einn eigandi Orteka Partners Náttúra Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverk- fjöllum en ekki þess að jarðhita- vatn streymi í ána úr Bárðarbungu. Þetta segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Ármann reiknar með því að reynt verði að fljúga yfir svæðið í dag. Þá segir hann einnig eðlilegt að sýnum verði safnað úr ám á svæðinu til að ganga úr skugga um hvaðan jarð- hitavatnið kemur. „Eins og stendur gefa gervihnatt- armyndirnar til kynna að vatnið komi úr Kverkfjöllum og ef svo er er þetta bara hefðbundin vatnslosun úr þessu svokallaða Gengissigi,“ segir Ármann. Leiði mælingar og skoðun úr lofti  í ljós að jarðhitavatnið komi úr Gengissiginu segir Ármann að menn muni róast í bili. „Ef það er að koma úr Bárðarbungu vitum við ekki framhaldið. Skjálftarnir sem eru búnir að vera frá því hún lauk sér af úti á sandi benda til þess að hún sé ekki búin að klára sig. Það er mjög ólíklegt annað en að hún komi með annað gos,“ segir Ármann. Þá segir eldfjallafræðingurinn enn fremur að allur viðbúnaður sé í gangi. „Svæðið er vaktað mjög vel. Menn munu setja sig í meiri við- bragðsstöðu ef þetta reynist vera úr Bárðarbungu, en þetta er mjög lík- lega úr Kverkfjöllum. Breytingar á yfirborði jökuls segir Ármann að þurfi ekki endilega að sjást strax þar sem ekki er um stórhlaup að  ræða. „Vatnsmagnið er ekki að aukast neitt svakalega í ánni en ef við erum að mæla aukna leiðni gæti þetta verið fyrirboði þess að það komi einhversstaðar hlaup. Þá þurfum við samt að vita hvaðan vatnið kemur.“  – þea Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Svæðið er vaktað mjög vel. Ármann Höskulds- son eldfjalla- fræðingur SpáNN Alfonso Dastis, utanríkisráð- herra Spánar, segir að stjórnvöld séu að íhuga breytingar á stjórnarskrá landsins, sem myndu gefa héruðum landsins færi á að kjósa um sjálf- stæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Við höfum skipað þingnefnd til þess að skoða möguleika á stjórnar- skrárbreytingu, til þess að koma til móts við fólk í Katalóníu,“ sagði Dastis. Ákvörðunin þyrfti að vera í höndum allra Spánverja. – ig Spánn íhugar breytingar á stjórnarskránni MeNNtaMál Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráð- herra, og Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhentu nemendum 6. bekkjar í Hólabrekkuskóla og Austurbæjar- skóla Microbit smátölvur í gær en tölvurnar verða notaðar í for- ritunarkennslu. Allir 6. bekkingar í grunnskólum landsins munu fá slíkar tölvur, alls tæplega 5.000 nem- endur, en þetta er annað árið í röð sem nemendur fá slíkar tölvur. Um er að ræða verkefni sem hleypt var af stokkunum síðasta haust af ráðuneytinu, Samtökum iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjölda íslenskra fyrir- tækja. Er markmiðið að efla þekk- ingu og áhuga barna á forritun og tækni og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ljóst sé að á næstu árum verði þekking á f o r r i t u n o g t æ k n i f o r s e n d a f l e s t r a starfa hér á landi eins og annars s t a ð a r . – þea  Smátölvur fyrir allan sjötta bekk 9 . N ó v e M b e r 2 0 1 7 F i M M t U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 E -7 3 2 4 1 E 2 E -7 1 E 8 1 E 2 E -7 0 A C 1 E 2 E -6 F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.