Fréttablaðið - 09.11.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 09.11.2017, Síða 8
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Bleiku hanskarnir á tilboði! Þessir vinsælu, einnota nítril-hanskar eru húðaðir með AlloGel og hafa reynst þeim frábærlega sem eru með ofnæmi og viðkvæmar hendur. Mjög góðir í léttar hreingerningar og meðhöndlun matvæla, lyfja og fjölda kemískra efna, auk þess að vernda gegn ýmsum veirum og bakteríum. Aðeins 990 kr. kassinn, stærðir XS–XXL. Verð áður: 1.772 kr.AÐEINS 990 KR. KASSINN Samfélag Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkja- bandalags Íslands, tilkynnt Sigur- björgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkja- blokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöll- un Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna. Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigend- Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. Hún þarf að óbreyttu að yfirgefa íbúð sína á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ, í Hátúni 10 um mánaða- mótin vegna hundahaldsins. Læknirinn segir Hroll hafa veitt Sigurbjörgu gleði og lífsfyllingu hin síðari ár. Sigurbjörg Hlöðversdóttir er með læknisvottorð fyrir því hversu mikilvægur hundurinn Hrollur er henni. Fréttablaðið/VilHelm Hundurinn Hrollur. um og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harð- lega.  Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svör- um við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokk- inni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað. mikael@frettabladid.is Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Úr vottorði frá heimilislækni StjórnSýSla Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi segir óskiljanlegt að umræða um kjörgengi Kristínar Soffíu Jóns- dóttur fari fram á forsætisnefndar- fundum borgarstjórnar en ekki á borgarstjórnarfundum. Fréttablað- ið hefur greint frá því undanfarið að vafi leiki á kjörgengi borgar- fulltrúans og óskað hafi verið eftir lögfræðiálitum frá tveimur aðilum vegna þess. Sveinbjörg Birna spurðist fyrir um málið á borgarstjórnarfundi í fyrradag. „18. október 2017 birt- ist frétt í Fréttablaðinu þar sem sagt var frá vafa um kjörgengi borgarfulltrúans Kristínar Soff- íu Jónsdóttur, en deginum áður 17. október hafði hún setið fund borgarstjórnar. Ekkert var rætt um vafa á kjörgengi hennar í sal borgarstjórnar. Ekki er að sjá í fundargerðum forsætisnefndar að neinar umræður hafi farið þar fram um kjörgengi hennar og fyrst er að sjá það í fundargerð 23. október 2017,“ segir Sveinbjörg. Sveinbjörg segir að verkefni for- sætisnefndar séu tiltekin í sam- þykkt hennar. „Ekki er hægt að sjá hvernig álitamál um kjörgengi sé komið inn á borð forsætis- nefndar enda hvergi að sjá að því máli hafi verið vísað til hennar. Því er óskað eftir skriflegu svari frá borgarlögmanni um valdsvið for- sætisnefndar til að fjalla um vafa um kjörgengi, sérstaklega þegar haft er í huga að ekki er að sjá að borgarstjórn eða borgarráð, eða aðrir til þess bærir aðilar innan borgarkerfisins hafi vísað málinu til nefndarinnar. Þá er jafnframt óskað eftir að borgarlögmaður taki saman í svari sínu umfjöllun um hvaða stofnun er réttbær til að taka ákvörðun þegar vafi leikur á um almennt hæfi borgarfulltrúa,“ segir Sveinbjörg. – jhh Skilur ekki af hverju álitamál um kjörgengi endar hjá forsætisnefnd Bretland Priti Patel, breskur þing- maður, sagði af sér sem  ráðherra þróunarmála hjá breska utan- ríkisráðuneytinu í gær. Ástæðan er leynifundir sem hún átti með Benjamín Netanjahú, forsætisráð- herra Ísraels, og öðrum ísraelskum embættismönnum þegar hún var í fríi þar í landi í ágúst. Patel baðst afsökunar þegar upp komst um málið á mánudag. Þá var hún í opinberri heimsókn í Keníu en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skipaði henni að koma heim í gær. – þea Afsögn vegna leynifunda Priti Patel, þingmaður Íhaldsflokks- ins. NordicPHotoS/aFP Bandaríkin Ríkisstjórn Donalds Trump forseta Bandaríkjanna birti í gær nýjar reglugerðir sem setja takmörk á viðskipti Bandaríkja- manna við Kúbverja. Flest fyrir- tæki í eigu kúbverska ríkisins voru sett á svartan lista, meðal annars hótel og verslanir. Þá munu flestir Bandaríkjamenn ekki geta ferðast til eyjunnar á eigin vegum. Hinar nýju reglugerðir eru hluti af aðgerðum Bandaríkjastjórnar til að draga til baka hluta þeirra breytinga sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gerði til þess að auka samskipti ríkjanna tveggja á sínum tíma. Bandaríkjamenn neita því hins vegar að þessi skref sem nú eru stig- in tengist nýlegum hljóðárásum sem gerðar voru á bandaríska erindreka í kúbversku höfuðborginni Havana og voru þess valdandi að erindrek- arnir voru kallaðir heim. – þea Enginn til Kúbu Frá Kúbu. Nordicphotos/aFP 9 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 f i m m t U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 E -8 6 E 4 1 E 2 E -8 5 A 8 1 E 2 E -8 4 6 C 1 E 2 E -8 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.