Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 24
Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosn- ingabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að líf- eyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstakl- ingum. Lífeyrir er sá sami hjá ein- staklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírs- laun, sem fáir eru á. Það er undarlegt. Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldr- uðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er að baráttumenn aldr- aðra, félög eldri borgara, Landssam- band eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldr- aðra en það er síðan verkefni verka- lýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borg- arar geta ekki borið ábyrgð á lág- markslaununum. Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokk- anna í málefnum aldraðra fyrir kosn- ingar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólks- ins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka per- sónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarks- launum og duga fyrir framfærslu- kostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmála- flokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir fram- færslukostnaði. Stjórnmálaflokkarn- ir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald. Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smá- skammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borg- ara, sem byggt hafa upp þetta þjóð- félag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Lítill áhugi á kjarabótum aldraðra! Skólastefnan „skóli án aðgrein-ingar“ hefur verið hin opinbera stefna á Íslandi um nokkurt skeið. Henni hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis margra sveitarfélaga og við mennt- un kennara. „Án aðgreiningar“ Í nafni stefnunnar „skóli án aðgrein- ingar“ hafa mörg úrvals sérúrræði verið aflögð og myndast hefur þögg- un um ágæti þeirra. Meira að segja eru orðin sérkennari og sérkennsla orðin tabú í ýmsum opinberum gögnum. Stefnan er að allir kenn- arar kunni til verka við að kenna öllum nemendum. Gott og vel. Margt þarfnast úrbóta í almennu kennaranámi. En er sérhæfing og sérþekking í málefnum barna með fjölbreyttar sérþarfir orðin óþörf og jafnvel af hinu illa? Ólíkar þarfir og kennsluaðferðir Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu barna með skerta náms- getu eru að mörgu leyti ólík því sem gerist í almennri kennslu. Vanda þarf til verka svo að nemandinn hafi viðfangsefni við hæfi sem veita fjölbreytt tækifæri til náms. Bók, blað og blýantur eru ekki endilega þau námsgögn sem best henta. Almennir kennarar hafa hingað til ekki fengið kennslu á þessu sviði og kjarasamningar veita ekki svigrúm til aukins undirbúnings sem með þarf. Til eru börn sem þurfa markvissa hjálp við að stilla skap sitt og fylgja reglum. Ef breyta á óæskilegri hegð- un þarf að setja skýr mörk og vera reiðubúinn að fylgja þeim eftir. Slík vinna þarf að fara fram í aðstæðum sem henta. … verða undir í goggunarröðinni Hið gamla orðatiltæki „líkur sækir líkan heim“ felur í sér mikinn sann- leik. Öll sækjumst við eftir samveru og vináttu við fólk sem við finnum til samkenndar með. Sumir nem- endur eru vinsælir, sumir eiga einn góðan vin og aðrir eru hafðir útund- an. Þrátt fyrir góðan vilja kennara eru margir þættir félagstengsla sem ekki er unnt að stýra. Þú getur gert tvö börn að sessunautum en þú gerir þau ekki að vinum. Félagslega óþroskaðir nemendur ná iðulega ekki að fóta sig í hópnum, heldur eru einungis umbornir. Þessi börn vaxa úr grasi án þess að eignast vini. Þau skilja ekki leikreglur jafnaldra sem eru á öðru þroskastigi. Í smærri hópum er oft auðveldara að aðstoða nemendur við að mynda tengsl, efla félagsþroska þeirra og sjálfsvirðingu. Takist vel til á nem- andinn auðveldara með að spjara sig í stærri hópi og að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er. Þess vegna er mikill missir að mörgum góðum sérdeildum sem lagðar hafa verið niður undanfarin ár. „Skóli fjölbreytileikans“ – að vera fremstur meðal jafningja Þeirri skoðun hefur verið fleygt fram að nemendur í sérskólum og í öðrum sérúrræðum læri bara að apa eftir kæki og slæma hegðun hver af öðrum. Þetta eru örgustu fordómar. Nemendur með skerta námshæfni finna oft til mikillar samkenndar hver með öðrum og með þeim tekst djúp og innileg vinátta. Margir nemendur sem hafa verið í sérúrræðum eiga sinn vinahóp til að deila með gleði og sorgum, bjóða í merkisafmæli og upplifa saman merka áfanga. Samfélag þroska- heftra er minnihlutahópur sem sætir fordómum og vanþekkingu. Þar er að finna fólk með reisn og sjálfsvirðingu sem er sátt við eigin stöðu. Þetta er fólk sem alist hefur upp við virðingu og var gert kleift að þroskast og eflast á eigin forsendum í stað þess að þurfa sífellt að mistak- ast á mælikvarða hinna ófötluðu. Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæfing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án aðgreining- ar“ og setja markið hærra. Höfundur var deildarstjóri í Öskju- hlíðarskóla og hefur unnið sem sér- kennari og deildarstjóri sérkennslu í almennum skólum, leikskóla og á framhaldsstigi. Skóli með og án aðgreiningar Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópu-búar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og – umfram allt – velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður-Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auð- vitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúar- hópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfs- bjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfir- ráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir – jafnvel leiðandi menn – í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkom- endur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í upp- skiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóð- erniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit-menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í for- ystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrú- legir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, full- komin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífs- nauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara af stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni hennar og sjálf- stæði, en, því miður hafa Evrópu- búar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hern- aðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardaga- mátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og hala klippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður-Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þar. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Austurlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungar- saga, og bætist nú við, að erfitt verður yfirhöfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennsku- pési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna. Evrópa er miðstöð menningar, framfara og velferðar heimsins; það fylgir því hætta Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður Kristín Arnardóttir deildarstjóri sérkennslu Við náum aldrei að sinna öllum nemendum eftir þeirra þörfum, nema bjóða upp á fjölbreytt úrræði þar sem fagmennska og sérhæf- ing er til staðar. Við þurfum að brjótast út úr ákveðinni þöggun sem fylgt hefur skólastefnunni „skóli án að- greiningar“ og setja markið hærra. Í velferðarþjóðfélaginu Ís- landi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóð- félag. Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Jo hn P ed en © 2 01 5 KVÖLDSTUND MEÐ PAT METHENY ANTIO SANCHEZ · LINDA MAY HAN OH · GWILYM SIMCOCK 17. NÓVEMBER í ELDBORG MIÐASALA TIX.IS, HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 E -7 D 0 4 1 E 2 E -7 B C 8 1 E 2 E -7 A 8 C 1 E 2 E -7 9 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.