Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 44
Í dag 18.00 OHL Classic Golfstöðin 19.05 Keflavík - Tindastóll Sport 3 19.35 Króatía - Grikkland Sport 19.35 Norður-Írland - Sviss Sport 2 04.00 Blue Bay LPGA Golfstöðin Dominos-deild karla: 19.15 Þór Ak. - Njarðvík 19.15 Haukar - Höttur 19.15 Keflavík - Tindastóll 19.15 Þór Þ. - ÍR Olís-deild kvenna: 18.30 ÍBV - Fjölnir Coca Cola-bikarinn í handbolta: 18.30 ÍBV 2 - Afturelding 19.30 ÍR - Stjarnan 20.00 Víkingur - Fjölnir Olís-deild kvenna í handbolta Valur - Haukar 23-23 Markahæstar: Valur: Díana Dögg Magnús- dóttir 6, Kristín Arndís Ólafsdóttir 4/4, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3 - Haukar: Guðrún Erla Bjarnadóttir 12/2, Maria Pereira 7. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 19 skot. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9. Staðan Efst Valur 14 Haukar 11 Fram 10 ÍBV 9 Neðst Stjarnan 9 Selfoss 5 Grótta 2 Fjölnir 2 Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi FótbOlti Þriggja leikja sigurgöngu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lauk í gær í fyrsta leik liðsins eftir að HM-sætið var í höfn. Það var breytt landslið sem mætti Tékkum í gær og tapaði 2-1 en aðeins fjórir af ellefu byrjunarliðsmönnum frá því í sigr- inum sögulega á Kósóvó í síðasta mánuði voru með. „Þetta var svona leikur eins og við bjuggumst við. Við erum að gefa mörgum mönnum spilatíma og eðlilega er liðið ekki fínslípað. Mér fannst það þó lagast eftir því sem leið á leikinn,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild 365 eftir leikinn. „Við höfum bara haft eina alvöru æfingu fyrir þennan leik til að slípa liðið eitthvað saman. Eðlilega var því aðeins um samskiptaörðug- leika á milli manna og annað. Það er eðlilegt þegar menn hafa ekki leikið saman,“ sagði Heimir. Fengum betri færi en Tékkarnir Íslenska liðið var undir úti á velli stóran hluta leiksins en tókst engu að síður að skapa sér nokkur góð færi. „Við vorum ánægðir með það og óheppnir að vera ekki með tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við fengum betri færi í þessum leik heldur en Tékkarnir. Þeir voru betri að klára sín færi,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur oft tapað vin- áttulandsleikjum sínum á síðustu árum og landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur þrátt fyrir tap. „Við vorum búnir að segja það fyrir þennan leik að þetta væri ekki endilega spurning um úrslitin held- ur bara frammistöðu. Menn fengu þarna tækifæri sem hafa fengið fá tækifæri hjá okkur. Þeir fengu að sýna sig og það var aðalmálið. Við erum að reyna að stækka hópinn,“ sagði Heimir. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark Íslands í leiknum og var besti maður liðsins. Segja má að hann hafi verið sá eini af nýju mönnunum sem tékkaði sig almennilega inn í hópinn nú þegar marga dreymir um að komast með á HM í Rússlandi næsta sumar. „Við ætlum ekki að fara að taka einhverja leikmenn út í fjölmiðlum. Þetta var erfiður leikur að mörgu leyti af því að það var lítill undir- búningur, langt ferðalag og tíma- mismunur. Við vissum að þessi leikur gæti orðið svolítið sundur- tættur,“ sagði Heimir. Ætla að tala saman um næsta ár Íslenska liðið spilar ekki seinni leik sinn í ferðinni fyrr en eftir sex daga en í millitíðinni mætast lið Tékklands og Katar. „Nú fáum við marga góða daga til þess að njóta þess að vera hérna. Við ætlum að tala um næsta ár hjá okkur. Hvað við lærðum af Frakklandi og dvölinni á Evrópumótinu og svo hvað við viljum gera betur í mótinu og í aðdragandanum. Við höfum góðan tíma og ætlum að nýta hann vel,“ segir Heimir. Nýir menn munu fá tækifærið í þessari ferð á meðan það er rólegt hjá lykilmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Einari og Ragnari Sigurðssyni. „Það var alltaf tilgangurinn með verkefninu og við látum ekkert úrslitin trufla það. Við munum sjá leikmann eins og Jón Guðna (Fjólu- son) sem spilaði á sunnudaginn og var mjög þreyttur og gat ekki spilað í dag (í gær). Við sjáum hann von- andi spila í 90 mínútur í næsta leik. Það var tilgangurinn með verk- efninu að sjá menn í heilum leik og sjá hvernig þeir koma út úr því. Það breytist ekkert þótt við höfum ekki unnið í dag,“ segir Heimir. Heimir var með margar af stærstu stjörnum liðsins við hlið sér á varamannabekknum í gær. „Það er bara fínt að sitja á vara- mannabekknum, hlýtt og gott,“ sagði Heimir léttur. ooj@frettabladid.is Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékk- um á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfar- inn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aðeins tapað 5 af 25 keppnis- leikjum sínum frá árinu 2014 og hefur með því komist inn á bæði EM 2016 og HM 2018. Það er aftur á móti allt aðra sögu að segja af vin- áttulandsleikjum íslenska liðsins á sama tíma. Tapið fyrir Tékkum í gær var tólfta tapið í vináttulandsleik á síðustu fjórum árum. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa alltaf verið óhræddir við að prófa nýja hluti í þessum leikjum liðsins sem skipta ekki máli og undirbúið íslenska liðið um leið enn betur undir þá leiki sem skiptu máli. Tapið í Dóha í gær er því væntan- lega enn eitt dæmið um það og því ekki mikil ástæða til að hafa áhyggj- ur þó að sigurganga haustsins hafi endað á móti liði sem verður ólíkt Íslandi ekki á meðal þátttökuliða á HM í Rússlandi næsta sumar. Kjartan Henry Finnbogason fagnar marki sínu í gær. FRéTTABLAðið/GETTy töp Íslands í keppnis- landsleikjum 2014-17 töp Íslands í vináttu- landsleikjum 2014-17 Heimir Hall- grímsson, landsliðsþjálfari Íslands. 23 leikir í heildina25 leikir í heildina 12 5 ÓlAFÍA Í 38. SæTi EFTiR FyRSTA dAGiNN á HAiNAN-EyJu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði í nótt annan hringinn sinn á Blu Bay lPGA-mótinu sem fram fer á Hainan-eyju í Kína. Ólafía Þórunn var í 38. sæti af 81 kylfingi eftir fyrsta daginn þrátt fyrir að fá skramba á fyrstu holu. Ólafía náði fjórum fuglum á næstu tíu holum og kom á endanum inn í hús á pari vallarins. Það má finna upp- lýsingar um spilamennsku hennar í nótt inn á Vísi og þá er mótið sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Vináttulandsleikur í fótbolta Ísland - Tékkland 1-2 Mörkin: 0-1 Soucek (19.), 0-2 Jan Sykora (65.), 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (77.) lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Hjörtur Hermannsson, Kári Árnason (46., Rúrik Gíslason), Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon (46., Rúnar Már Sigur- jónsson) - Jóhann Berg Guðmundsson (46., Theodór Elmar Bjarnason), Ólafur Ingi Skúlason (83., Diego Jóhannesson), Birkir Bjarnason (60., Arnór Ingvi Traustason), Ari Freyr Skúlason - Kjartan Henry Finnboga- son, (86., Kristján Flóki Finnbogason), Viðar Örn Kjartansson. SARA BJöRK MEð TVö MöRK Í MEiSTARAdEildiNNi Í GæR Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Wolfsburg vann 4-0 útisigur á Fiorentina í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fót- bolta í gærkvöldi. Sara kom þýska liðinu í 1-0 á 49. mínútu og í 3-0 á 60. mínútu. danski landsliðsfyrirliðinn Pernille Harder átti stoðsending- arnar í báðum mörkum Söru Bjarkar. Sara Björk Gunn- arsdóttir hefur þar með skorað þrjú mörk í fyrstu þremur Meistaradeild- arleikjunum sínum á þessu tímabili. 9 . n ó V e M b e r 2 0 1 7 F i M M t U D A G U r32 S p O r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 9 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 E -A 4 8 4 1 E 2 E -A 3 4 8 1 E 2 E -A 2 0 C 1 E 2 E -A 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.