Fréttablaðið - 15.11.2017, Page 2
Veður
Fremur hæg suðlæg átt í dag með
rigningu eða slyddu suðaustanlands,
þurrt að kalla fyrir norðan, en annars
dálítil él. Frostlaust syðra, en annars
nálægt frostmarki. sjá síðu 20
Græja sendingar Amazon
Um 1.500 manns vinna í nýrri birgðastöð vefverslunarrisans Amazon í Dortmund. Það fellur í hlut starfsmanna að búa um sendingar fyrirtækisins
áður en þær fara til kaupenda. Þessi tiltekna starfsstöð er ein af fjölmörgum sem fyrirtækið rekur víða um heim. Amazon hefur notið gríðarlegrar
velgengni undanfarin misseri og er talið að markaðsvirði fyrirtækisins gæti farið yfir milljón milljónir dollara á þessu ári. Fréttablaðið/EPa
#farasparabara
Það er mikilvægt að eiga fyrir góðu
hlutunumílífinuogþeimóvæntu.
Skráðuþigíreglubundinnsparnað.
íslandsbanki.is/farasparabara
Spa eða
Spánn?
Velferð Í september og október á
þessu ári komu 50 trampólíntengd
slys inn á bráðamóttöku Landspítal-
ans samanborið við aðeins átta slys
á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús
Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækn-
inga á Landspítalanum, segir mörg
alvarleg slys koma úr sérhönnuðum
leikjagarði fyrir börn og fullorðna
sem hóf starfsemi sína í lok sumars.
„Við höfum tekið eftir mikilli
aukningu á trampólínslysum miðað
við það sem áður hefur verið. Við
sjáum marga þeirra sem koma til
okkar koma úr þessum trampólín-
garði sem kallast Partý húsið. Þetta
haust erum við að sjá allt að tíföldun
á einstökum vikum en þetta hafa
verið afar árstíðabundin slys,“ segir
Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað
í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst.
Við erum að sjá þetta halda núna
áfram inn í veturinn og mörg slys
koma frá einum stað.“
Jón Magnús segir einnig að slysin
séu alvarlegri þar sem líkur eru á að
börn jafni sig aldrei að fullu eftir
þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar
eru sammála um að endurtekin
alvarleg trampólínslys hafa aukist
mjög mikið í haust. Þá erum við að
tala um alvarleg beinbrot og höfuð-
áverka. Börn sem hafa lent í þeim
slysum hafa sum þurft á aðgerð að
halda þar sem ekki er útséð með að
börnin nái sér að fullu.“
Fréttablaðið reyndi að leita skýr-
inga hjá fyrirtækinu. Framkvæmda-
stjórinn sagði að eigandinn svaraði
spurningum sem þessum. Þegar
fréttmaður óskaði þess að fá sam-
band við eigandann eða fá síma-
númer hans var símtalinu slitið.
Herdís Storgaard hjá Slysavarna-
húsi segist hafa fengið nokkrar
athugasemdir frá foreldrum eftir
viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþrey-
ing fyrir börn og fullorðna sprettur
hratt upp um þessar mundir og því
þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur
að þessum málaflokki. Ég hins vegar
fullyrði að stjórnvöld hafa engan
áhuga á slysavörnum á Íslandi í
dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég
hef fengið þó nokkrar ábendingar
um þetta fyrirtæki frá foreldrum.
Vandamálið er hins vegar stjórn-
valda. Kröfur þeirra eru takmark-
aðar og áhuginn virðist vera lítill.“
sveinn@frettabladid.is
Alvarleg trampólínslys
mun algengari en áður
Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa
á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá
Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna eins fyrirtækis.
Margir koma á landspítala eftir trampólíntengd slys. Fréttablaðið/Eyþór
Börn sem hafa lent í
þeim slysum hafa
sum þurft á aðgerð að halda
þar sem ekki er útséð með að
börnin nái sér
að fullu.
Jón Magnús Krist-
jánsson, yfirlæknir
bráðalækninga á
Landspítala
Stjórnvöld hafa
engan áhuga á
slysavörnum á Íslandi í dag,
það er miður.
Herdís Storgaard,
verkefnastjóri hjá
Slysavarnahúsi
KAsAKsTAN Sex tékkneskir ferða-
menn voru sektaðir á dögunum fyrir
að klæðast engu öðru en „mankini“
á almannafæri í Kasakstan. Athæfi
mannanna þótti fara út fyrir þar-
lend velsæmismörk.
Mankini er sundskýla sem teyg-
ist yfir geirvörtur og axlir þess sem
henni klæðist. Slíkar skýlur náðu
vinsældum eftir að kvikmyndin
Borat, þar sem breski grínistinn
Sasha Baron Cohen leikur kasakska
dagskrárgerðarmanninn Borat,
kom út. Í myndinni klæddist aðal-
söguhetjan slíkri skýlu. Myndin var
bönnuð í Kasakstan.
Auk þess að spóka sig í mankini-
skýlum voru mennirnir sex með
svartar krulluhárkollur svo að þeir
minntu mjög á Borat. Þeir fengu
hver um sig sekt upp á 22.500 tenge,
andvirði um 5.600 íslenskra króna,
fyrir athæfið. – jóe
Sektaðir fyrir
Borat-skýlur
lÖGreGluMál Viðbragðsaðilar voru
ræstir út á níunda tímanum í gær-
kvöld eftir að Neyðarlínunni barst
tilkynning um að maður hefði farið
í sjóinn við Sæbraut. Um símaat var
að ræða. Málið er litið alvarlegum
augum en tvær konur á fertugsaldri
voru handteknar vegna þessa.
„Þetta er bara gabb. Einhver að
gera at í lögreglu og gera at í við-
bragðsaðilum. Búið er að handtaka
viðkomandi og hann er á leiðinni
í skýrslutöku,“ segir Rafn Hilmar
Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Leitarmenn á bátum, sjúkraflutn-
ingamenn og lögreglumenn voru
kallaðir út til leitarinnar en leitin
var afturkölluð þegar í ljós kom
hvernig var í pottinn búið. – hh
Handteknar í kjölfar símaats í 112
leitarbátar voru kallaðir út vegna símtalsins. Fréttablaðið/ErNir
1 5 . N ó V e M b e r 2 0 1 7 M I ð V I K u D A G u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T A b l A ð I ð
1
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
7
-2
D
5
C
1
E
3
7
-2
C
2
0
1
E
3
7
-2
A
E
4
1
E
3
7
-2
9
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K