Fréttablaðið - 15.11.2017, Side 6
Slysahætta á Holtinu
Íbúar á Holtinu í Hafnarfirði eru hreint ekki sáttir við frágang vegna vinnu við gerð hljóðmanar við Byggða-
braut. Þar hafa áltunnur verið steyptar í jörðina og standa steypustyrktarjárn upp úr þeim með tilheyrandi
slysahættu. Verkið er á vegum Vegagerðarinnar en þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um málið í gær
kannaðist upplýsingafulltrúi ekki við áhyggjur íbúa á Holtinu. Fréttablaðið/anton brink
Föstudaginn 17. nóvember kl. 13:00-17:00
í Norræna húsinu
ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg blása til ráðstefnu
föstudaginn 17. nóvember næstkomandi um óleyfisbúsetu í atvinnu
húsnæði. Ráðstefnan er mikilvægur áfangi í umfangsmikilli úttekt RA
á þessu vaxandi samfélagslega vandamáli og verða niðurstöður
nýrra rannsókna kynntar. Dagskrána má sjá í heild sinni á
heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar, www.akademia.is.
Efnisflokkar ráðstefnunnar eru þessir:
• Verkafólk og húsnæði á tímum alþjóðavæðingar
• Búseta í ólöglegu húsnæði á Íslandi – hvað segir tölfræðin?
• Tengsl vinnumarkaðar og óleyfisbúsetu
Aðalfyrirlesari er Gillian Young frá Newhaven Research í
Skotlandi. Gillian er öflugur fræðimaður á sviði húsnæðismála
og búsetu í óleyfilegu húsnæði, þá sérstaklega þegar kemur að
búsetuskilyrðum erlends verkafólks. Aðrir fyrirlesarar koma frá
Háskóla Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Hagstofu Íslands,
Vinnumálastofnun, Starfsgreinasambandi Íslands, ASÍ og
Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, setur ráðstefnuna.
Fundarstjóri: Linda Blöndal, dagskrárgerðarkona
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar í boði.
Á jaðrinum?
Ráðstefna ReykjavíkurAkademíunnar og
Reykjavíkurborgar um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði
Framkvæmda- og eignasvið
01 Smærri
viðgerðir
Hraðþjónusta HEKLU.
Hringdu í 590 50 30 eða renndu við.
Hekla.is
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16
BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS
Landbúnaður Rúmlega 1.550 tonn
af osti og 400 tonn af smjöri eru
nú skráð í birgðahald MS. Ostabir-
gðirnar hafa aukist um 300 tonn á
síðustu tólf mánuðum en á sama
tíma hefur fyrirtækið afsett 500
tonn til útflutnings á mjög lágu
verði. Formaður stjórnar Auðhumlu
segir framleitt heldur of mikið
miðað við sölutölur.
Pálmi Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri framleiðslusviðs MS,
segir í síðasta fréttabréfi til bænda
að birgðir af osti séu í hærri kant-
inum og stöðugt sé verið að flytja
út prótein í formi undanrennudufts.
Segir hann framleiðslu á próteini
ríflega 17 milljónum lítra meiri en
innanlandssala.
„Það er heldur mikið framleitt
miðað við sölu. Sennilega erum við
að selja 145 milljónir lítra en fram-
leiðslan verður í kringum 151 millj-
ón lítra af mjólk,“ segir Egill Sigurðs-
son, formaður stjórnar Auðhumlu
sem á Mjólkursamsöluna. „Það er
heldur meira gap milli sölu og fram-
leiðslu í próteininu og því þurfum
við að afsetja það. Við erum að
reyna að koma próteininu í verð-
mestu vöruna eins og skyr og selja
það út þannig. En undanrennu-
duftið er á lágu verði og því fáum við
lágt verð fyrir próteinið í því formi.“
Á sama tíma og ostabirgðir
eru að aukast hafa fitubirgðirnar
verið stöðugar á þessu ári. Hins
vegar hefur MS selt um 500 tonn af
smjöri og annað eins af osti til að
lækka birgðastöðu sína. Verðið á
smjörinu er um 350 krónur á hvert
kíló en verðið á ostinum er aðeins
211 krónur hvert kíló. Egill segir
ekki hægt að bera það verð saman
við verðið í íslenskum verslunum.
„Kannski er ólíku saman að jafna.
Þegar ostur er kominn í neytenda-
umbúðir hefur verið lagður á hann
virðisauki og álagning verslunar.“
„Munur á útflutningsverði osts
og því verði sem sést í verslunum
hér á landi þarf ekki að koma á
óvart,“ segir Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Félags atvinnu-
rekenda. „Í skjóli mjög hárra tolla á
ost hér á landi geta innlendir fram-
leiðendur haldið uppi verði sem er
miklu hærra en heimsmarkaðsverð.
Erlendir kaupendur myndu aldrei
kaupa íslenskan ost á því verði sem
Íslendingum stendur til boða.
Ef ostbirgðir eru að safnast upp
getur MS auðvitað nýtt tækifærið
og lækkað verð á ostum til að auka
eftirspurnina hér á landi.“ – sa
Ostabirgðir í landinu
of miklar að mati MS
Ostabirgðir Mjólkursamsölunnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mán-
uðum þrátt fyrir afsetningu á hrakvirði erlendis. Formaður stjórnar Auðhumlu
segir heldur of mikið framleitt af próteini hér á landi miðað við sölutölur.
Munur á útflutn-
ingsverði osts og því
verði sem sést í verslunum
hér á landi þarf ekki að
koma á óvart.
Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda
1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m I ð v I K u d a G u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð
1
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
7
-5
4
D
C
1
E
3
7
-5
3
A
0
1
E
3
7
-5
2
6
4
1
E
3
7
-5
1
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K