Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.11.2017, Qupperneq 8
Nánari upplýsingar gefur Úlfar í síma 896-3876 Frábær staðsetning á mótum Laugavegs, Bankastrætis og Skólavörðustígs. Stórir gluggar að götu og góð lofthæð. Sögufrægt hús teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt. Húsnæðið er með veitingaleyfi. Ýmsir nýtingamöguleikar og skipulag eftir eigin höfði, samtals 378 m2 Eitt glæsilegasta veitingahúsnæði miðborgarinnar TIL LEIGU LAUGAVEGUR 3 Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Á fjórhjóladrifnum KODIAQ með val um sjö sæti og glerþak, getur þú sameinað þetta tvennt og notið þess að ferðast með ánægju. Endurnýjaðu tengslin við það mikilvægasta í lífinu á nýjum ŠKODA KODIAQ. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN VIÐ ÞAÐ MIKILVÆGA Í LÍFINU NÝR ŠKODA KODIAQ MEÐ MÖGULEIKA Á 7 SÆTUM. ŠKODA KODIAQ frá: 5.590.000 kr. SIMBABVE Hermenn á skriðdrekum og brynvörðum bílum óku um götur Harare, höfuðborgar Simbabve, í gær. Fátt bendir enn til þess að um byltingu hafi verið að ræða heldur hafi herinn aðeins verið að sýna mátt sinn og megin. Yfirmaður hersins, Constantino Chiwenga, varaði Robert Mugabe, forseta landsins og einræðisherra, við því á mánudag að halda áfram frekari hreinsunum í Zanu-flokkn- um. Héldu þær áfram myndi herinn grípa til aðgerða. Hótunin kom í kjölfar þess að Mugabe rak varafor- seta landsins, Emmerson Mnang- agwa, úr embætti í liðinni viku. Mnangagwa hafði dagana á undan deilt ítrekað við Grace Mugabe, 52 ára gamla eiginkonu hins 93 ára for- seta, en heimildir herma að Robert fýsi mjög að hún taki við embætti forseta þegar hann hættir. Aðgerð hersins olli talsverðri ringulreið í landinu og töldu margir að tilraun til byltingar væri hafin. Aðrir gerðu því skóna að um æfingu væri að ræða. Nú virðist hins vegar ljóst að herinn hafi verið að ögra for- setanum. Margir óttast viðbrögð forsetans. Það að grípa til aðgerða gæti sent herinn af stað en aðgerðaleysi gæti verið túlkað sem veikleikamerki. Bæði stjórn og stjórnarandstaða hafa kallað eftir því að borgaralegri reglu verði ekki raskað. Margir óttast þó að ástandið nálgist suðupunkt. Mugabe hefur stýrt Simbabve í 37 ár eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980. Aðeins Paul Biya, forseti Kamerún, og Teodoro Obiang Nguema Mbas- ogo, forseti Miðbaugs-Gíneu, hafa setið lengur á valdastóli en Mugabe. – jóe Herinn ruddist inn á stræti höfuðborgarinnar Constantino Chiwenge hélt blaðamannafund í fyrradag og sagði Mugabe að frekari tiltekt yrði svarað með aðgerðum hersins. NORDIC PHOTOS/AFP 1 5 . n ó V E M B E r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t A B L A Ð I Ð 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 7 -4 F E C 1 E 3 7 -4 E B 0 1 E 3 7 -4 D 7 4 1 E 3 7 -4 C 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.