Fréttablaðið - 15.11.2017, Page 10

Fréttablaðið - 15.11.2017, Page 10
Sjáðu betur í vetur Þú færð rúðuþurrkurnar og allar hinar vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís. Vinur við veginn 10% afsláttur af bílavörum til lykil- og korthafa @ is la nd sb an ki ís la nd sb an ki .is 4 4 0 4 0 0 0 #farasparabara Það er mikilvægt að eiga fyrir góðu hlutun­um­í­lífinu­og­þeim­óvæntu.­­ Skráðu­þig­í­reglubundinn­sparnað.­ íslandsbanki.is/farasparabara Stóran sjeik eða stórleik? trúfélög Agnes M. Sigurðardóttir biskup leggur til við kirkjuþing sem nú starfar, að svonefnt Hlíðahverfi á gamla vallarsvæði Bandaríkjahers verði látið tilheyra Keflavíkursókn. „Um er að ræða svæði sem til- heyrði gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og var þannig í reynd utan kirkjusókna þjóð- kirkjunnar. Fyrirhugað er að á svæðinu rísi nýtt íbúðarhverfi, svo- nefnt Hlíðahverfi. Er ráðgert að um 1.100 manns verði búsett þar þegar hverfið verður fullbyggt. Eins og nánar kemur fram í erindinu er eðlilegt hvað varðar skólahverfi, póstnúmer, staðhætti og önnur inn- viðatengsl að svæðið tilheyri Kefla- víkursókn,“ segir í tillögunni. Lögð er áhersla á að þessi inn- limun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. „Sú dagsetning miðast við að öll ráðstöfun sóknargjalda og rétt- indi sóknarmanna miðast við 1. desember ár hvert. Er því eðlilegt að gildistakan miðist við þennan dag,“ segir í tillögu biskups. Ríkið greiðir um 11.000 krónur  í sóknargjöld árlega fyrir hvern meðlim trúfélags sem þar er skráður 1. desember.  – gar Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Mörg mál liggja fyrir fulltrúum á kirkjuþingi 2017. Fréttablaðið/anton brink Um er að ræða svæði sem tilheyrði gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og var þannig í reynd utan kirkju- sókna þjóðkirkjunnar. Úr tillögu biskups trúfélög „Ég velti því fyrir mér hvort trúnaður hafi verið brotinn,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup er hún svaraði á kirkjuþingi fyrir- spurnum séra Geirs Waage í Reyk- holti. Geir spurði bæði um umdeilda skipan biskups á presti við Dómkirkj- una sem síðan var afturkölluð og um málefni sóknarprests í Grensáskirkju sem þrjár konur upphaflega og nú fimm saka um kynferðislega áreitni. Er Geir reifaði fyrirspurn sína vitn- aði hann í tölvupóst Agnesar biskups til prestsins í Grensáskirkju. „Vil ég nú semja við þig að þú farir í launa- laust leyfi þegar í stað svo ekki þurfi að koma til ákvörðunar um hvort þessi heimild sé nýtt,“ las Geir úr bréfi biskups sem vitnaði til greinar í starfsreglna presta varðandi refsi- vert atferli. „Í huga biskupsins leikur enginn vafi á sekt sóknarprestsins,“ álykt- aði Geir sem gagnrýndi framgöngu biskups í málinu og tómlæti gagn- vart prestinum sem orðið hafi við kröfum um að halda sig frá ýmsum trúnaðarstörfum. „Sóknarpresturinn hefur um árabil verið í tölu virtustu presta landsins og gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir þjóðkirkjuna og prestastéttina, meðal annars verið formaður Prestafélags Íslands.“ Þá vitnaði Geir einnig í annað bréf sem sent var fyrir hönd biskups og varðaði samskipti hennar við úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar um mál kvennanna sem telja á sér brotið. „Ég tel að hér hafi verið brotin þingsköp með því að leggja þetta ekki fram skriflega eins og kveðið er á um í reglum kirkjuþings,“ sagði biskup í svari til Geirs. „Síðan velti ég því fyrir mér, að ég tel að fyrir- spyrjandi hafi borið starfsfólk, koll- ega sína, sökum í ræðustól kirkju- þingsins, þar sem þeir eiga þess ekki kost að svara fyrir sig vegna þess að þeir sitja ekki þetta þing. Og í þriðja lagi velti ég því fyrir mér hvort að trúnaður hafi verið brotinn þegar lesið var upp úr tölvupóstum sem á milli manna fóru – án leyfis þess sem skrifaði og þess sem tók við.“ Biskupinn skipaði í sumar séra Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík. Síðar kom í ljós að galli var á kjörinu í sérstakri kjörnefnd í Dómkirkju- sókn. Biskup afturkallaði þá skipan Evu Bjarkar í samráði við hana sjálfa og gerði hana að héraðspresti í Reykjavík. Í fyrirspurnartímanum rakti séra Geir galla á starfi kjörnefndarinnar. „Ég spyr biskup Íslands um það hvaða nauðir ráku embættið til þess að skipa prest í Dómkirkjuna í Reykjavík hálfum öðrum sólarhring eftir að úrslit lágu fyrir um niður- stöðu kjörnefndar prestakallsins,“ sagði Geir sem kvað prófasti sem hélt utan um málið hljóta að hafa verið gallarnir ljósir og spurði hvort hann hefði ekki upplýst biskup um það. Agnes svaraði því neitandi. Að sögn Geirs komst prófastur að þeirri niðurstöðu eftir fyrstu atkvæðagreiðslu kjörnefndar að vafi væri á því að fimm atkvæði af  níu atkvæðum í kjörinu væru gildur meirihluti og því látið endur- taka kjörið. Sagði hann málið eins- dæmi. „Og þó hefur margt borið við í kosningum.“ Aðspurð um það hvort hún hefði  einhverja sérstaka skoðun á embættisfærslu sinni í mál- inu kvað  Agnes ekki svo vera. „Í umræddu tilfelli voru engir mein- bugir á framkvæmdinni samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir,“ svaraði biskup. „Síðar kom í ljós að sú nefnd sem starfaði sem kjörnefnd í málinu hafði ekki fengið löglega kosningu.“ gar@frettabladid.is Sakaði Geir um brot á trúnaði Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta. agnesi M. Sigurðardóttur biskupi var ekki skemmt undir upplestri séra Geirs Waage á tölvupósti hennar á kirkjuþingi. Fréttablaðið/anton brink 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m I Ð v I K U D A g U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A Ð I Ð 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 7 -3 C 2 C 1 E 3 7 -3 A F 0 1 E 3 7 -3 9 B 4 1 E 3 7 -3 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.