Fréttablaðið - 15.11.2017, Side 16

Fréttablaðið - 15.11.2017, Side 16
Í dag 19.20 FH - ÍBV Sport Coca Cola-bikar kvenna: 19.30 Afturelding - Haukar 20.00 ÍR - Víkingur Vináttulandsleikur Katar - Ísland 1-1 0-1 Viðar Örn Kjartansson (26.), 1-1 Mo- hammed Muntari (90.+1). HM-umspil Írland - Danmörk 1-5 1-0 Shane Duffy (6.), 1-1 Cyrus Christie, sjm (29.), 1-2 Christian Eriksen (32.), 1-3 C. Eriksen (63.), 1-4 C. Eriksen (74.), 1-5 N. Bendtner, víti (90.). Danmörk fór á HM, 5-1, samanlagt. Nýjast Blátt fylgir alltaf rauðu Brot leikmanna sem fá rautt spjald í leikjum á Íslandsmótinu í handbolta eiga alltaf að fara fyrir aganefnd HSÍ en þetta staðfesti guðjón l. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ. Það þýðir að bláa spjaldið svo- kallaða á alltaf að fylgja útilokun leikmanna frá leikjum. Bláa spjaldið var kynnt til sögunnar í fyrra og er gefið leikmanni sem fær rauða spjaldið, ef dómar- inn telur brotið svo alvarlegt að það eigi að fara fyrir aganefnd. „Það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörð- un inni á vellinum. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd,“ segir guðjón sem segir að það eigi að vera ákvörðun nefndarinnar, ekki dómaranna, hvort brot sé það alvarlegt að það verðskuldi rautt spjald eða ekki. Hm-Bikarinn til ÍSlandS Íslendingar fá í fyrsta sinn að komast í návígi við Hm-styttuna, bikarinn sem heims- meistararnir í knattspyrnu fá á fjögurra ára fresti. Styttan kemur hingað til lands þann 25. mars en það var tilkynnt í gær. „koma Hm-bikarsins til landsins í mars markar upphafið að enn einu fót- boltasumrinu á Íslandi. Það verður líka frábært tækifæri fyrir íslensku þjóðina að kíkja aðeins á bikarinn sem strákarnir ætla að koma með heim aftur í júlí,“ var haft eftir magnúsi Viðari Heimissyni, vöru- merkjastjóra Coca-Cola á Íslandi. arnór HandleggSBrotinn arnór Hermannsson brotnaði á hægri hendi og verður frá keppni í domino’s-deild karla í fjórar til sex vikur. arnór meiddist í bikarleik með unglingaflokki kr í vikunni þegar liðið hafði betur gegn kefl- víkingum. „Ég fann strax að ég annaðhvort datt úr liði eða eitthvað,“ sagði arnór í samtali við fréttablaðið. „fyrsta sem ég gerði var að fara á bekkinn og hvíla, en svo fór ég aftur inn á. Ætlaði að reyna, en eftir tvær sendingar bað ég strax um skiptingu, það var ekki séns.“ arnór, sem fæddur er árið 1998, hefur verið með fyrstu mönnum inn af bekknum hjá kr í domino’s-deildinni það sem af er tímabils og er mikill missir fyrir félagið. 1 5 . n ó V e M b e r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U r16 S p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð sport FótboLtI á meðan mörg af stærstu landsliðum evrópu börðust hat- rammlega um laust sæti á Hm í rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í doha. léku sér á sjó- köttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæru- leysi í uppbótartíma gaf heima- mönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálf- leik. Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullu svekktir með þessa frammi- stöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heim- ir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekkt- astir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Óhress með marga leikmenn Ísland kastaði frá sér sigri gegn Katar í uppbótartíma í gær og fer því heim án sigurs. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði að færri en fleiri leikmenn hefðu nýtt sín tækifæri almennilega í þessari ferð. Viðar Örn Kjartansson er hér að skora sitt annað landsliðsmark á ferlinum í gær. Það mark var ansi laglegt. FRéttABlAðið/AFp Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í rússlandi. Heimir Hallgrímsson Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“ Færri nýttu tækifærið margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tæki- færi í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum fram- förum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í rússlandi.“ prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik  og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálf- arinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá mið- verði. fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. frammi- staðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“ Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu loka- keppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verk- efni fram undan. tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikj- unum hafi ekki verið stórkostleg.“ henry@frettabladid.is 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 7 -4 A F C 1 E 3 7 -4 9 C 0 1 E 3 7 -4 8 8 4 1 E 3 7 -4 7 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.