Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.11.2017, Qupperneq 18
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Kanadíska orkufyrirtækið Inn ergex Renewable Energy, sem keypti nýverið Alterra, sem á 53,9 prósenta hlut í HS Orku, hyggst endurskoða eignarhald HS Orku á 30 prósenta hlut fyrirtækisins í Bláa lóninu, að því er fram kemur í fjárfestakynn- ingu stjórnenda Innergex. Telja stjórnendurnir að starfsemi Bláa lónsins falli ekki að kjarnastarfsemi íslenska orkufyrirtækisins. Eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu setti HS Orka hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maímánuð og var það sjóður í stýr- ingu Blackstone, eins stærsta fjár- festingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, um 11 milljarða króna. Fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarð- varma, ákváðu hins vegar að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu til- boðinu. Var haft eftir Davíð Rúdólfs- syni, stjórnarformanni Jarðvarma, að tilboð Blackstone hefði ekki endurspeglað virði Bláa lónsins. Fram kemur í nýlegri afkomu- kynningu Alterra að nokkur til- boð að virði yfir 90 milljónir evra, sem jafngildir um 10,9 milljörðum króna, hafi borist í hlut HS Orku í Bláa lóninu í sumar. – kij Nýir eigendur vilja skoða sölu á hlut í Bláa lóninu EBIDTA-hagnaður Bláa lónsins hefur þrefaldast á fimm árum. FréTTABlAðIð/GVA Grímur Sæmund- sen, forstjóri Bláa lónsins. Nýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Lagast að þínum þörfum Erik Damgaard Stofnandi Uniconta Innlán heimila í bankakerfinu hafa aukist um liðlega 100 milljarða króna á rúmlega einu ári. Á sama tíma hefur eign heimila í hluta- bréfasjóðum dregist saman um liðlega tíu milljarða og ekki verið minni í þrjú ár. Þá er bein hluta- fjáreign heimila í skráðum hluta- bréfum í sögulegri lægð. Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS, segir ljóst að mörg heimili hafi haldið að sér höndum þegar komi að hlutabréfakaupum og einbeitt sér fremur að því að greiða niður skuldir, enda hafi skuldsetn- ing heimilanna lækkað undanfarin misseri. Innlán heimilanna í banka- kerfinu námu um 790 milljörðum króna í lok septembermánaðar. Hafa þau vaxið um 7,8 prósent það sem af er ári og um 9,6 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. Til samanburðar voru innlánin um 667 milljarðar króna í byrjun árs 2016. Seðlabankinn fjallaði um þenn- an mikla vöxt í innlánum heimil- anna í fjármálastöðugleikaskýrslu sinni fyrr í haust. Benti bankinn á að þrátt fyrir aukna einkaneyslu hafi sparnaður heimilanna haldið áfram að aukast þar sem ráðstöf- unartekjur vaxa enn hraðar. „Þetta er mikill vöxtur á stuttum tíma,“ segir Sigurður Örn. „Það er því ekki nema eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hluti þessara innlána heimilanna gæti leitað inn á hluta- bréfamarkaðinn á næstu misserum. Í því sambandi má benda á að bein hlutafjáreign heimila í skráðum hlutabréfum er í sögulegri lægð samkvæmt gögnum frá Kauphöll- inni. Það myndi hafa jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn ef einstakl- ingar myndu fjárfesta í frekari mæli í slíkum bréfum,“ nefnir hann. Bein hlutabréfaeign heimila í skráðum félögum nam um 41 millj- arði króna eða um fjórum prósent- um af heildarmarkaðsvirði félaga í Kauphöllinni í septembermánuði, samkvæmt gögnum sem Kauphöll- in tók saman fyrir Markaðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár, en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. „Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili hærra hlutfall af sparnaði sínum í hlutabréfum en gengur og gerist hér á landi,“ segir Sigurður Örn. „Þróunin hér hefur verið nokkuð einkennileg. Ásókn heim- ila í hlutabréf hefur verið lítil og á sama tíma hafa innlán þeirra í bankakerfinu vaxið verulega, sem helst í hendur við launahækkanir og hærri ráðstöfunartekjur heim- ilanna.“ Innlán fyrirtækja í bankakerf- inu hafa jafnframt vaxið á undan- förnum mánuðum. Í lok septem- ber námu þau um 375 milljörðum króna en til samanburðar voru þau um 348 milljarðar í lok síðasta árs. Hafa þau þannig aukist um tæplega átta prósent. Sigurður Örn bendir á að inn- lán fyrirtækja hafi haldist nokkuð stöðug undanfarin átta ár. Hins vegar séu auknar líkur á því að þau vilji færa fjármagn úr innlánum yfir í arðbærari fjárfestingar á verð- bréfamarkaði. Í nýrri greiningu IFS er bent á að vænt ávöxtun á hlutabréfamark- aði sé nokkuð góð fyrir næsta ár. Miðað við virðismöt sérfræðinga IFS má áætla að vænt ávöxtun – út frá markaðsvirði skráðu félag- anna – sé á bilinu 18 til 30 prósent á næsta ári. Það sem styður við hækkanir á hlutabréfum eru meðal annars spár um góðan hagvöxt, lítið atvinnuleysi og aukna einka- neyslu og fjárfestingu, að mati IFS. Hins vegar gætu óvissuþættir á borð við áherslur nýrrar ríkis- stjórnar í efnahags- og skattamál- um ásamt sókn fjárfesta í erlendar fjárfestingar dregið úr þeim vænt- ingum. kristinningi@frettabladid.is Innlánin aukist um 100 milljarða á rúmu ári Innlán íslenskra heimila í bankakerfinu hafa aukist um 9,6 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hefur eign heimila í hlutabréfasjóðum dregist saman. Greinandi hjá IFS segir heimili hafa einbeitt sér að því að greiða niður skuldir. 800 700 600 500 400 300 200 100 0 20 04 -0 3 20 04 -1 0 20 05 -0 5 20 05 -1 2 20 06 -0 7 20 07 -0 2 20 07 -0 9 20 08 -0 4 20 08 -1 1 20 09 -0 6 20 10 -0 1 20 10 -0 8 20 11 -0 3 20 11 -1 0 20 12 -0 5 20 12 -1 2 20 13 -0 7 20 14 -0 2 20 14 -0 9 20 15 -0 4 20 15 -1 1 20 16 -0 6 20 17 -0 1 20 17 -0 8 M án uð ur n Innlán heimila n Innlán atvinnufyrirtækja Í milljörðum króna Innlán heimila og fyrirtækja í bankakerfinu Ásókn heimila í hlutabréf hefur verið lítil og á sama tíma hafa innlán þeirra í banka- kerfinu vaxið verulega, sem helst í hendur við launa- hækkanir og hærri ráðstöf- unartekjur heimilanna. Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS 9,6% er vöxtur í innlánum heimilanna undanfarna tólf mánuði. Stilla útgerð, í eigu bræðranna Guð- mundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 6,7 milljarða króna í fyrra. Er það mikil aukning frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam 239 milljónum króna. Mikill hagnaður Stillu útgerðar í fyrra kemur að mestu leyti til af því að bræðurnir færðu öll bréf sín í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um (VSV) yfir á sjávarútvegsfyrir- tækið Brim, sem er einnig í eigu bræðranna, í mars árið 2016, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Í árslok 2015 áttu Guð- mundur og Hjálmar 25 pró- senta hlut í VSV í gegnum Stillu og átti Guðmundur þar að auki fjögur prósent í eigin nafni og Hjálmar 1,85 prósent í gegnum félag- ið  KG Fiskverkun. Brim eignaðist um þriðjungs- hlut í VSV þegar bræð- urnir færðu öll bréf sín í félaginu yfir á sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Greindi DV frá því í apríl 2016 að bréfin í VSV, sem bræðurnir færðu yfir á Brim, væru metin á 11,5 millj- arða króna. Félagið Seil, sem er meðal ann- ars í eigu Sigurgeirs Brynjars Krist- geirssonar, framkvæmdastjóra VSV, er eftir sem áður stærsti hluthafi VSV með um 41 prósents hlut. Eignir Stillu útgerðar námu 11,3 milljörðum króna í lok síðasta árs borið saman við 2,9 milljarða í lok árs 2015. Var e i g i n f j á r h l u t - fallið 71,4 pró- sent í árslok 2016, að því er fram kemur í á r s r e i k n i n g i félagsins. – kij Stilla útgerð hagnaðist um 6,7 milljarða Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður. Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem rek- inn er af GAMMA Capital Manage- ment, hagnaðist um 775 milljónir króna í fyrra. Jókst hagnaðurinn verulega frá fyrra ári þegar hann nam um 57 milljónum króna. Félagið, sem er alhliða fjárfestir á íbúðamarkaði, þ.e. þróar, byggir, leigir og selur íbúðir á höfuðborgar- svæðinu, átti fjárfestingareignir upp á 6,2 milljarða króna í lok síðasta árs. Minnkuðu þær umtalsvert frá fyrra ári, en þær voru 8,6 milljarðar í lok árs 2015. Var kostnaðarverð seldra eigna 2,6 milljarðar króna í fyrra, að því er fram kemur í árs- reikningi félagsins. Þá nam matsbreyting fjár- festingar eigna félagsins liðlega 1,4 milljörðum króna á árinu. Heildar- eignir Upphafs námu ríflega 10,1 milljarði króna í lok síðasta árs en þær jukust óverulega á árinu. Stjórn Upphafs leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins í fyrra að svo stöddu. – kij Upphaf fasteignafélag hagnast um 775 milljónir Upphaf hefur byggt fjölmargar íbúðir í reykjavík. FréTTABlAðIð/VIlhElM 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m I Ð v I K u D a g u r2 markaðurinn 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 7 -5 E B C 1 E 3 7 -5 D 8 0 1 E 3 7 -5 C 4 4 1 E 3 7 -5 B 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.