Fréttablaðið - 15.11.2017, Page 24
Birgisson er fjölskyldufyrirtæki með metnað og hefð fyrir glæsilegu vöruúrvali á góðu
verði,“ segir Þórarinn Gunnar
Birgisson, framkvæmdastjóri Birgis-
son ehf.
Þórarinn kom aftur inn í rekstur
Birgisson í byrjun árs, þá nýfluttur
heim með fjölskyldu sinni eftir að
hafa búið í Danmörku um árabil.
„Við sérhæfum okkur í sölu
gólfefna og hurða, og eins býður
fyrirtækið upp á sérhæfðari vörur
eins og borðplötur, kerfisloft og
utanhússklæðningar. Allt þetta
má skoða í glæsilegum sýningar-
sal okkar í Ármúla 8, sem var
endurnýjaður fyrir skemmstu, með
nýjum vörum og áherslum. Þá tók
fyrirtækið einnig í notkun nýtt og
betra lagerhúsnæði að Holtavegi 8
um síðustu mánaðamót,“ upplýsir
Þórarinn.
Sterk liðsheild og þjónusta
Verslunin Birgisson hefur verið
starfrækt í Ármúla 8 frá árinu 1989
og þar starfa átján starfsmenn.
„Nokkrir starfsmanna okkar hafa
starfað hjá fyrirtækinu í yfir tuttugu
ár og búa því yfir mikilli reynslu og
þekkingu. Starfsfólkið er og verður
alltaf mikilvægasta auðlind okkar
og því kappkostum við að því líði
vel, að það sé gott andrúmsloft á
vinnustaðnum og að það sé gaman
að mæta í vinnuna,“ segir Þórarinn.
Stór hluti af sterkri liðsheild
Birgisson er áratuga langt samstarf
við erlenda birgja.
„Þetta tvennt gerir það að verkum
að við getum skilað því sem við
státum okkur hvað mest af; úrvals
vörum á góðu verði, háu þjónustu-
stigi og þekkingu til okkar við-
skiptavina,“ segir Þórarinn.
Harðparketið vinsælast
Birgisson býður upp á eitt mesta
úrval landsins í harðparketi, frá
einum stærsta framleiðanda í
Evrópu, Swiss Krono, sem hefur
reynst vel og er á mjög góðu verði.
„Við bjóðum upp planka í gæða-
flokki AC4 (8mm), upp í AC5++
(14mm), og eru lengstu borðin allt
að 2,78 m á lengd. Gráleitir tónar
hafa verið hvað vinsælastir, í takt
við hefðbundnari hvíttaða tóna,“
segir Þórarinn.
Tískan fer í hringi
Í hefðbundnu parketi segir Þórarinn
að gildi það sama og í harðparketi.
„Nema hvað við finnum nú fyrir
aukinni eftirspurn eftir klassískari
efnum. Það má nefna Herringbone-
mynstrið og Chevron-mynstrið,
sem er að verða vinsælt aftur. Við
finnum líka fyrir aukinni eftir-
spurn í þriggja stafa parket, sem við
bjóðum upp á frá sænska fram-
leiðandanum Kährs; lakkað með
últra-möttu lakki, burstaðri áferð og
í fjórum nýjum litum.“
Flísarnar verða
stærri og stærri
Í flísum keppa framleiðendur sín
á milli um hver getur framleitt
stærstu flísarnar.
„Við bjóðum meðal annars upp á
flísar frá ítalska framleiðandanum
Florim, í stærðum allt að 160x320
mm. Í litavali gildir það sama og í
parketinu, það eru gráleitir tónar,
en það sem er nýtt og æ meira í móð
eru flísar í marmara- og terrazzo-
útliti,“ segir Þórarinn.
Nýir möguleikar
í borðplötum
Í takt við stærri flísar er nú einnig
hægt að nota flísarnar sem efnivið í
borðplötur sem sóma sér glæsilega í
eldhúsum og baðherbergjum.
„Þessar flísar eru fáanlegar í
þremur þykktum: 6 mm, 12 mm
og 20 mm. Þetta er vörulína sem
við munum einbeita okkur að á
næsta ári og er verðið langt undir
því sem þekkist í hefðbundnum
borðplötum úr náttúrusteini,“ segir
Þórarinn.
Birgisson er í Ármúla 8. Sími 516
0600. Sjá nánar á birgisson.is
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is,
s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage,
johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is,
s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Þórarinn Gunnar Birgisson er
framkvæmdastjóri Birgisson.
Mattlakkaðir eikarplankar eru alltaf sígildir.
Framhald af forsíðu ➛
Marmaramunstur í stórum flísum er hátískan í dag.
Mikil sala hefur verið í stórum grátóna harðparketplönkum.
Ekta skandinavískt heimili með hvíttónaðri eik.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
1
5
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
7
-3
2
4
C
1
E
3
7
-3
1
1
0
1
E
3
7
-2
F
D
4
1
E
3
7
-2
E
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K