Fréttablaðið - 15.11.2017, Síða 25

Fréttablaðið - 15.11.2017, Síða 25
Íslenskur jólabjór hefur fengist hér á landi frá árinu 1990 og stöðugt eykst framboð og bragðtegundum fjölgar. Íslenskur jólabjór hefur lengi verið vinsæll en segja má að saga íslensks jólabjórs sé samofin sögu Víking brugghúss. Árið 1990 var tekin ákvörðun um að Víking kæmi með jólabjór á markað í fyrsta skipti. Það var einungis ári eftir að bjórinn var leyfður aftur á Íslandi og Íslendingar ekki vanir að drekka annað en ljósan lager. Víking jólabjórinn þótti á þessum tíma nokkuð framandi en hann er með skemmtilegt bragð af kara- mellu og súkkulaði. Bjórinn var þó ekki lengi að vinna sig inn í huga og hjörtu landsmanna og er langmest seldi íslenski jólabjórinn. Víking brugghús hefur frá upp- hafi haft það að leiðarljósi að vera leiðandi í bjórframleiðslu á Íslandi. „Við erum sífellt að gera tilraunir með ný hráefni og brugga alls kyns craft-bjóra. Við viljum að næsti Víking bjór sem þú drekkur sé jafn- góður, ef ekki betri, en sá sem þú drakkst síðast og þess vegna erum við alltaf að leika okkur með ný hrá- efni, gera tilraunir og prófa okkur áfram,“ segir Hilmar Geirsson, vöru- merkjastjóri Víking brugghúss. Víking brugghús byrjaði nýlega að brugga í Ægisgarði en þar er lítið brugghúsið sem kannski ekki margir vita af. „Þetta brugghús er mun minna en brugghúsið okkar á Akureyri og þess vegna er aðeins auðveldara fyrir bruggarana að leika sér með hráefnið. Við brugg- uðum einmitt sérstakan bjór fyrir Airwaves í brugghúsinu í Ægis- garði sem fékk nafnið 1999 með skírskotun í fyrsta árið sem hátíðin var haldin. Þarna þróuðum við líka nýja jólabjórinn okkar „Bara kíló pipar“ sem er piparkökuporter með jólalegum keim af kanil og engifer. Við erum að koma með nýja línu af bjór á markað en það eru bjórar sem koma úr „tilraunaeldhúsinu“ okkar. Það eru yfirleitt bjórar sem koma í litlu upplagi og fá litla dreifingu, stundum fara þeir ekki einu sinni í Vínbúðina.“ Víking brugghús bruggar líka Thule jólabjórinn sem kom á markað árið 2013. „Thule jólabjór- inn kom inn með hvelli og er líklega skemmtilegasti jólabjórinn. Hann hefur verið næstmest seldi íslenski jólabjórinn á eftir Víking en hann er einstaklega jólalegur millidökkur lager en í bragðinu af honum má finna karamellu, súkkulaði og vel af lakkrís,“ segir Hilmar Víking brugghús verður með sex tegundir af jólabjór í ár, en auk hinna fyrrnefndu verða það Víking Yule Bock og, í samstarfi við Einstök brugghús, Einstök Doppelbock og Einstök Winter Ale. „Fólki finnst mjög skemmti- legt að smakka jólabjórana og við bíðum alltaf spennt eftir við- brögðum við þeim. Við breyttum til dæmis Víking Yule Bock aðeins í ár, settum meira af anís í hann og minnkuðum vanillubragðið svo að fólk finnur aðeins meira lakkrís- bragð af honum í ár.“ Nýtt og ferskt bragð í íslenskum jólabjór Það er mikill spenningur þegar jólabjórinn kemur á markað. Hér eru Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri Víking brugghúss, og Ólafur S.K. Þorvaldz, bruggari í Ægisgarði, í jólaskapi. Jólabjórinn er til í margvíslegum bragðtegundum fyrir þessi jól. Margir bíða ef- laust spenntir eftir að jólabjór- inn komi í Vín- búðir í dag. Um 40 tegundir verða í boði og því úr nógu að velja. Í fyrra seldust tæp- lega 800 þúsund lítrar af jólabjór en salan eykst á hverju ári enda alltaf nýjar bragð- tegundir í boði. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 1 5 . n óV e M b e r 2 0 1 7 1 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 7 -3 2 4 C 1 E 3 7 -3 1 1 0 1 E 3 7 -2 F D 4 1 E 3 7 -2 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.