Fréttablaðið - 27.11.2017, Side 14

Fréttablaðið - 27.11.2017, Side 14
Söluaðilar: Ellingsen • Útilíf • Sportver • K Sport • Verslunin Nína • Sportbær • Axel Ó • DanSport Heildsöludreifing: DanSport ehf • Sundaborg 1 • Sími 5530700 *Leiðbeinandi verð. Verð getur verið mismunandi milli söluaðila. Whistler Parka úlpa kr. 12.990,-* Létt og hlý úlpa í vetur. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! 2 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r14 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð Það er vont þegar embættis-menn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlend- inga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka (skyldi maður ætla) fór orðið iðnnám út eins og sést hér að neðan. Brottfelld lög frá 1. jan. 2017: 2. mgr. 12. gr. e. laga nr. 96/2002 orðaðist svo: Fullt nám telst vera 100% sam- fellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sam- bærilegar kröfur til undirbúnings- menntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Núgildandi lög frá 1. jan. 2017: 15. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/2016 orðast svo: Nám: Samfellt nám á háskóla- stigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmennt- unar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Þegar greinargerð með frumvarp- inu var lögð fram var hvergi minnst á að orðið „iðnnám“ ætti að fara út úr lögunum þannig að umsagnarað- ilar áttuðu sig ekki á því og gerðu þar af leiðandi engar athugasemdir við þennan lið 3. greinar í sínum umsögnum. Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar emb- ættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmanna- dvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Það læð- ist að manni sá grunur að þar á bæ hafi menn vitað að iðnnám ætti að fara út úr nýju lögunum. Málið var kært til úrskurðar- nefndar sem komst að sömu niður- stöðu og Útlendingastofnun. Það vekur furðu hvað þessir aðilar eru fljótir að taka ákvarðanir í þessu máli eins og manni finnst þeir ann- ars vera seinir í sínum ákvarðana- tökum. Það að láta einstakling hafa yfir sér að vera sendur úr landi í lög- reglufylgd ef viðkomandi er ekki farinn af landi brott innan 15 daga eftir að úrskurður úrskurðarnefnd- ar liggur fyrir er mjög svo ómann- eskjulegt. En lög eru lög. Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni leggja fram nýtt frum- varp á þingi um leið og nýtt þing kemur saman. Samkvæmt þeim viðbrögðum sem þetta mál hefur fengið hjá þingmönnum þá er ólík- legt annað en að þetta frumvarp fái gott brautargengi. Spurningin er hvort það verði nógu tímanlega svo þessum nema verði ekki vísað úr landi. Vonandi verður það svo og viðkomandi fái að ljúka sínu námi hér á landi og þjóni ferðamönnum sem hingað koma eins og aðrir félagsmenn MATVÍS. Útlendingar og iðnnám Eitt af því sem lögreglan heldur vel utan um er hvort fjölgun eða fækkun sé á brotum í ákveðnum brotaflokkum. Einn brotaflokkur sker sig úr að því leyti að við getum ekki reitt okkur á tölur í honum, því þó að fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota gegn konum sé meiri en áður, þá er mér til efs að ofbeldið hafi verið minna áður. Það var einfaldlega í felum. Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeldisins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. Á síðustu þremur árum hefur tilkynningum vegna heimil- isofbeldis fjölgað úr 20 kærum á mánuði að jafnaði í rúmlega 55 kærur að jafnaði. Heimilisofbeldi flokkast sem kynbundið ofbeldi þar sem um 80% þolenda ofbeld- isins eru konur. Breytt vinnulag og skráning lögreglu er ein ástæða fyrir fjölgun tilkynninga en einnig aukin umræða um heimilisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess. Frá því að ég tók við embætti lögreglustjóra árið 2014 hefur rannsókn þessara brota verið sett í forgang. Ný mál eru rannsökuð um leið og útkallið berst, gert er áhættumat og öllum tiltækum úrræðum beitt til að tryggja öryggi þolenda og aðstandenda. Þá eru sveitarfélögin nú komin í náið samstarf við lögreglu og veita þolendum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Félagsráðgjafi kemur á vettvang og einnig barnaverndar- starfsmaður, séu börn á heimilinu. Gerendum er einnig boðin aðstoð og þannig er reynt að rjúfa víta- hring ofbeldis. Annað dæmi um kynbundið ofbeldi er kynferðisbrot, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fórnar- lamba slíkra brota eru konur. Afleiðingar kynferðisbrota eru víð- tækar og alvarlegar og sem betur fer heyrist rödd þolenda nú hærra en áður fyrr. Skömminni er æ oftar skilað til síns heima. Ýmislegt jákvætt hefur leitt af þessu. Sérstök aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota hefur verið sett saman af dómsmálaráðu- neytinu. Er hún nú til umsagnar en verður vonandi innleidd á næstu vikum. Lögregluembætti á landinu öllu hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrota, til að mynda með aukinni þjálfun rannsóknarlög- reglumanna. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu styrkt mála- flokkinn, til dæmis með ráðningu fleiri lögreglumanna til að rann- saka þessi brot. Aftur er um að ræða ofbeldi sem er í felum og við erum þess vegna stolt af því að tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu hafi fjölgað um rúmlega 40% á milli ára. Við erum ánægð með að fá þessi brot oftar inn til okkar vegna þess að það er algjörlega óviðunandi að þrefalt fleiri leiti til Neyðarmót- töku vegna kynferðisbrota heldur en til lögreglu. Þverfagleg nálgun fyrir þolendur Í báðum þessum mikilvægu brota- flokkum, kynferðisbrotum og heimilisofbeldi, hefur verið leitast við að nálgast málið út frá þörfum þolenda. Þannig varð Bjarkarhlíð til dæmis til sem móttökumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tilgang- ur hennar er að bjóða upp á þver- faglega nálgun fyrir þolendur og umhverfi sem er vinsamlegra þol- endum. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt á þeim örfáu mánuðum sem hún hefur verið starfrækt, en þangað leitar fólk sem hefði ekki leitað í önnur úrræði. Nýleg rannsókn sýnir að mikill munur sé á öryggistilfinningu karla og kvenna í miðborginni eftir myrkur og um helgar. Varnarleysi er sá áhrifaþáttur sem virðist hafa mest áhrif á óöryggi, sérstaklega hjá konum. Þessi skýring er ekki ný af nálinni en þar sem öryggis- tilfinning hefur ekki verið skoðuð með þessum hætti áður hér á landi þá sjáum við hversu stór þáttur varnarleysið er í hinum mikla kynjamun á öryggisupplifun fólks í miðborginni. Í rannsókninni sögðust konur í mun meira mæli en karlar hafa hegðað sér með- vitað á ákveðinn hátt til að tryggja öryggi sitt. Það er sem betur fer búið að taka tappann úr stíflunni á síð- ustu árum og umræðan um heim- ilisofbeldi og kynferðisofbeldi er nú rækilega á dagskrá. Bæði karlar og konur hafa fengið nóg. Hvers vegna líðst kynbundið ofbeldi enn á Íslandi þrátt fyrir góða stöðu landsins í jafnréttismálum? Reynsla okkar hjá lögreglunni er sú að með því að nálgast aðra í málaflokknum og vinna saman þvert á kerfi og með því að hlusta á væntingar og reynslu þolenda sé hægt að breyta mjög miklu. Það þarf að halda áfram að opna umræðuna, auka fræðslu og sporna gegn neikvæðri kynjamenningu og klámvæðingu. Við trúum að með þessum aðferðum þá sé hægt að ná verulegum árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa betra og heilbrigðara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Orð eru vissu- lega til alls fyrst, en við þurfum líka að láta verkin tala. Ofbeldi í felum Níels Sigurður Olgeirsson formaður MATVÍS Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu Voru þetta mistök hjá höf- undum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeld- isins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -F B 8 4 1 E 5 3 -F A 4 8 1 E 5 3 -F 9 0 C 1 E 5 3 -F 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.