Fréttablaðið - 27.11.2017, Page 52

Fréttablaðið - 27.11.2017, Page 52
lya.is 20% afsláttur af öllum vörum í netverslun okkar. Frí heimsending til miðnættis. Gildir aðeins 27. nóvember í netverslun. 20% afsláttur af öllum vörum á netverslun.lya.is STAFRÆNN MÁNUDAGUR Ég gef árlega út dagatal og ég er að sýna myndirnar sem eru í þessu dagatali í ár. Ég var nú með allt aðra pælingu að dagatali en það var útgefandi minn sem stakk upp á að ég myndi fá einhverja aðra til að „kovera“ teikningar eftir mig,“ segir Hugleikur Dagsson en hann opnaði á laugardaginn í Gallerý Porti á Laugaveginum sýninguna Ábreiður en þar fær hann tólf aðra listamenn til að túlka, eða „kovera“ myndir eftir hann. Sýningin stend­ ur yfir í viku og mun Hugleikur vera á svæðinu næstkomandi fimmtu­ dag þar sem hann teiknar sérpant­ aðar myndir fyrir gesti og gangandi, en það er bara þann dag sem það verður í boði. Er útgefandinn kominn með leiða á þér? „Já, hann er búinn að fá rosalegan leiða á öllum þessum peningum sem ég raka inn fyrir hann. En allavegana, þá stakk hann upp á þessu og ég samþykkti það – svo ég þarf þá ekki að gera neitt í rauninni. Ég hafði samband við tólf listamenn, þá listamenn sem ég var forvitinn að sjá hvernig myndu túlka þessar teikningar, og gaf þeim bara lausan tauminn – þau máttu öll velja sína mynd og niðurstaðan var þetta sem er hægt að kíkja á á þessari sýningu. Það verður líka hægt að kaupa dagatalið þarna.“ Hvaða fólk fékkstu þarna með þér? „Þarna eru góðir vinir eins og Þrándur Þórarinsson og Lóa Hlín. Svo er líka fólk sem hefur veitt mér innblástur eins og Sig­ rún Eldjárn, Halldór Baldursson og Þorri Hringsson – en hann er minn gamli myndasögukennari. Síðan eru þarna líka teiknarar sem ég hef unnið með áður: Rán Flygen­ ring, sem hefur teiknað fyrir heila myndasögu og líka Pétur Antons­ son og Árni Jón Gunnarsson – þau hafa öll unnið með mér í mynda­ söguprójektinu Endir sem ég gef út árlega.“ Frá krúttulegum spýtuköllum í realískan hrylling Hugleikur Dagsson gefur nú út sitt árlega dagatal fyrir næsta ár en sú breyting er á að hann lét aðra listamenn um að gera ábreiður af mynd- um hans. Verkin tólf verða öll til sýnis í Gallerý Porti út vikuna. Hugleikur fékk vin sinn Þránd Þórarinsson til að henda í eitt stykki málverk. Fréttablaðið/anton brink Ein mynda Hugleiks sést hér í aðeins öðruvísi búningi. Fréttablaðið/anton brink 2 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r32 l í f i ð ∙ f r É T T A b l A ð i ð Lífið 2 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 4 -0 F 4 4 1 E 5 4 -0 E 0 8 1 E 5 4 -0 C C C 1 E 5 4 -0 B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.