Morgunblaðið - 03.02.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 03.02.2017, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  29. tölublað  105. árgangur  HÚS ÚR HÚSI MEÐ VEISLU Í FARANGRINUM TRÖLL TIL FENEYJA LEROY SIGRAÐI Í STUTTMYNDAKEPPNI SÓLVEIGAR ÛGH OG BÕÖGÂR TAKA Á SIG MYND 38 SUNDFERÐIN MIKLA 41ELDHÚS SILLU 12 Morgunblaðið/Ómar Á þjóðveginum Rannsókn sýnir að Íslend- ingar kjósa að vinna nálægt heimabyggð.  Að veita þeim skattaafslátt sem þurfa að keyra yfir 20 km til vinnu er meðal þeirra hugmynda sem hafa komið upp til að reyna að styðja við dreifðari byggðir og stækka vinnusóknarsvæði, en slíkt er gert annars staðar á Norð- urlöndum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar á vinnusóknarsvæðum í nokkrum landshlutum sýna að Ís- lendingar kjósa að vinna nálægt heimabyggð og er því velt upp hvort framtíðarstefnan eigi að vera sú að reyna að stækka atvinnu- svæði og fá fólk til að ferðast meira eða hvort framtíðarstefnan eigi frekar að vera sú að reyna að styrkja fleiri byggðarsvæði. »10 Skattaafsláttur af akstri til að styrkja dreifðari byggðir? Engin bjartsýni » Ríkissáttasemjari hefur boð- að samninganefndir til fundar í Karphúsinu kl. 13 í dag. » Formaður sjómanna segir að sáttasemjari sé einungis að uppfylla lagaskyldu sína um boðun sáttafundar. Agnes Bragadóttir Helgi Bjarnason Ákveðinnar gremju og óþreyju gætir í röðum útgerðarmanna í garð Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra og Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, vegna andvaraleysis ráðherranna gagnvart verkfalli sjómanna. Í samtölum við útgerðarmenn í gær kom þessi gagnrýni fram, þótt útgerðarmenn væru með orðum sín- um ekki að vísa frá sér og sjómönn- um þeirri ábyrgð sem þeir bera á að leysa deiluna en vísuðu til þess að stjórnvöld réðu yfir ákveðnum tækj- um til þess að höggva á hnúta. Sömuleiðis hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé farið að gæta óþreyju gagnvart aðgerðaleysi ofan- greindra ráðherra. Lilja Alfreðsdótt- ir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í aðsendri grein í Morgun- blaðinu í dag, að ríkisstjórnin geti ekki látið reka á reiðanum þegar helsta atvinnugrein landsmanna er í lamasessi. Valmundur Valmunds- son, formaður Sjómannasambands Íslands, á von á stuttum sáttafundi í dag. Ekkert nýtt hafi komið frá við- semjendum sem gefi tilefni til þess að samningar gætu tekist. Gremja í garð ráðherra  Útgerðarmenn telja að sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra gætu sýnt meiri lit á að höggva á hnúta í kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna MPirringur smærri … »6 og 21 Morgunblaðið/Golli Vísindi Rætt um jáeindaskanna og nanólyfjatækni á Landspítalanum. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Lyfjameðferð verður skilvirkari og aukaverkanir minni, segir Már Más- son, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, um tilkomu svo- kallaðrar nanólyfjatækni. Nanóefni innihalda örsmáar agnir og geta ferðast um líkamann inn og út um æðaveggi og frumur. Fjallað var um þessa tækni á ráðstefnu í Landspítala í tilefni af alþjóðlegum Nano World Cancer degi. Már fjallaði þar um þróun á nanólyfjum. „Í dag eru komin á markað tiltölu- lega einföld nanólyf en þau bæta engu að síður árangur meðferða töluvert. Flóknari efnin er verið að rannsaka og við eigum eftir að sjá þau á næstu árum og áratugum.“ Már segir vísindamenn sjá fyrir sér lyf sem hægt er að stjórna og síð- an örva þegar það er komið inn í krabbameinsæxli. „Við erum alltaf að komast nær þessari framtíðarsýn, hún verður fyrr en síðar að veruleika. Þróuð efni sem koma okkur á þetta stig eru í rannsókn í dag.“ »20 Á þröskuldi nýrra tíma  Nanólyfjatækni eykur skilvirkni krabbameinslækninga Vetrarhátíð var sett í gærkvöldi með afhjúpun ljóslistaverksins Sköpun lands eftir Ingvar Björn á Hallgrímskirkju. Hátíðin stendur í fjóra daga og taka öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þátt í henni. Meginstoðirnar eru Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og Ljósalist. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldgos á Hallgrímskirkju  Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði í gær einn mann í áframhaldandi gæsluvarðhald næstu tvær vik- ur, í máli Birnu Brjánsdóttur. Tveir menn hafa setið í gæslu- varðhaldi síðustu tvær vikur og var öðrum þeirra sleppt í gær. Hann hefur þó ennþá réttarstöðu sakbornings. „Hann heldur þessari réttarstöðu því hann kann að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu,“ segir Grímur Gríms- son yfirlögregluþjónn. Maðurinn hélt heim til Grænlands í gær- kvöldi. „Við fórum þess á leit við manninn að hann kæmi til baka ef á þyrfti að halda og hann ætlar að gera það ef farið verður fram á það,“ segir Grímur. »4 Úr einangrun og heim til Grænlands Grímur Grímsson Eigendur tveggja fyrirtækja sem eru leiðandi í afþreyingarhluta ferðaþjónustunnar, Arctic Advent- ures og Extreme Iceland, hafa náð samkomulagi um sameiningu fyr- irtækjanna. Félögin sameinast undir merkjum Arctic Adventures og eignast núverandi eigendur Ex- treme Iceland hlut í hinu sameinaða fyrirtæki. Gengið var frá samningum í gær. Þeir eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á báðum félögum. Samanlögð velta fyrirtækjanna er um fimm millj- arðar kr. á ári og hjá þeim starfa um 250 starfsmenn. „Félögin hafa vaxið mikið síðustu ár og hefur rekstur þeirra gengið vel. Ljóst er að sameinað fyrirtæki verður öflugt á sínu sviði og mun geta boðið ferðamönnum upp á fjöl- breytta afþreyingarmöguleika,“ seg- ir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures. helgi@mbl.is Leiðandi fyrirtæki í af- þreyingu renna saman  Beðið álits Samkeppniseftirlitsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.