Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Sogavegi 3
Höfðabakka 1
Sími 555 2800
NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA
SKELFLETTUR
HUMAR
STÓR
HUMAR
OPIÐ
LAUGARDAG
KL. 10-15
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Nemendur í Verzlunarskóla Íslands frumsýndu
leikritið Footloose í gær en það er byggt á sam-
nefndri kvikmynd. Sýningin fór fram á árshátíð-
ardegi nemendafélagsins en eftir það fer leik-
ritið í almenna sýningu. Leikrit á vegum skólans
hafa verið gríðarlega vinsæl gegnum tíðina.
Nemendur Verzlunarskóla Íslands setja upp Footloose, leiksýningu byggða á samnefndri kvikmynd
Morgunblaðið/Eggert
Frumsýndu
Footloose
Níu þingmenn úr röðum Sjálfstæð-
isflokks, Bjartrar framtíðar, Við-
reisnar og Pírata lögðu í gær fram
frumvarp á Alþingi um að afnumin
verði einokun ríkisins á sölu áfengis
og að heimilt verði að auglýsa áfengi
með ákveðnum takmörkunum en
með því vilja flutningsmenn þess
jafna stöðu innlendra áfengis-
framleiðenda á við erlenda á auglýs-
ingamarkaði.
Teitur Björn Einarsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins, sem
gerir einnig ráð fyrir að leyft verði
að selja áfengi frá níu að morgni til
miðnættis.
„Samhliða því að gera þá tíma-
bæru kerfisbreytingu að afnema ein-
okun ríkisins á sölu áfengis var
nauðsynlegt að
viðurkenna þá
staðreynd að í
samfélaginu okk-
ar eru áfengis-
auglýsingar,“
segir Teitur.
Hann bætir við
að í raun séu aug-
lýsingar frá er-
lendum aðilum í
erlendum miðlum
hér allt í kring og eina takmörkunin
sé hjá innlendum aðilum í innlendum
miðlum. „Þetta er mismunun á sam-
keppnismarkaði og töldum við því
rétt að það væri nauðsynlegt að
skýra lagaumhverfi áfengisauglýs-
inga og takast á við þann raunveru-
leika sem við blasir.“ Sett verða skil-
yrði fyrir auglýsendur, að þeir verði
að vara við skaðlegum áhrifum
áfengis og að auglýsingum skuli alls
ekki beint að börnum.
Óbreytt lýðheilsustefna
„Það verður engin breyting á lýð-
heilsustefnu stjórnvalda hvað varðar
áfengi. Þvert á móti erum við að
leggja til stóraukin framlög í lýð-
heilsusjóð,“ segir Teitur en frum-
varpið gerir ráð fyrir að í stað þess
1% af áfengisgjaldi sem renni í lýð-
heilsusjóð verði þau 5%. „Við teljum
að besta leiðin til að vinna gegn
skaðlegri og óhóflegri neyslu áfengis
sé að stuðla að forvörnum og hafa al-
vöru og virk meðferðarúrræði fyrir
þá sem þurfa á aðstoð að halda.“
mhj@mbl.is
Jafna stöðu innlendra að-
ila á auglýsingamarkaði
Teitur Björn
Einarsson
Breytingar á áfengislöggjöf lagðar fram á Alþingi í gær
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
(RNSA) er enn með til rannsóknar
flugslys suður af Hafnarfirði í nóv-
ember 2015. Þar brotlenti kennslu-
flugvél af gerðinni Tecnam P2002JF
með þeim afleiðingum að tveir menn
létust, flugkennari og nemandi hans
sem var að öðlast kennsluréttindi á
þessa tegund flugvéla.
Bráðabirgðaskýrsla um slysið
liggur ekki fyrir en staða rannsókn-
arinnar er upplýst á vef nefndarinn-
ar, rnsa.is.
Þar segir að eftir snertilendingar
á Reykjavíkurflugvelli hafi Tecnam-
vél verið flogið yfir æfingasvæði suð-
ur af Hafnarfirði þar sem m.a. ofris-
æfingar voru fyrirhugaðar. „Við
rannsóknina hefur komið í ljós að lík-
legt er að flugvélin hafi spunnið til
jarðar,“ segir á vef RNSA.
Þar segir einnig að nefndin hafi
bent flugrekandanum, Flugskóla Ís-
lands, á að framkvæma ekki æfingar
sem gætu leitt til spuna, á þessari
tegund flugvéla þar til frekari nið-
urstöður liggja fyrir.
Sambærileg flugslys í
Póllandi og Ungverjalandi
Fram kemur að í mars og apríl á
síðasta ári hafi orðið slys á samskon-
ar Tecnam-vélum í Póllandi og Ung-
verjalandi, þar sem ummerki bendi
til þess að vélarnar hafi einnig
spunnið til jarðar. Fulltrúar frá Ís-
landi, Póllandi og Ungverjalandi,
ásamt fulltrúum frá framleiðanda
flugvélarinnar og rannsóknarnefnd
flugslysa á Ítalíu, sem er fram-
leiðsluríki Tecnam, athuga m.a.
hvort atvikin þrjú séu hliðstæð.
bjb@mbl.is
Tvö atvik erlendis svipuð
flugslysinu við Hafnarfjörð
Flugslysanefnd beindi tilmælum til Flugskóla Íslands
Ítölsk Flugvél sömu gerðar og brot-
lenti í hrauni sunnan Hafnarfjarðar.
Forseti Alþingis segir að forsætis-
nefnd Alþingis sé búin að svara
bréfi formanna stjórnmálaflokk-
anna með ákvörðun um lækkun á
starfstengdum greiðslum til þing-
manna. Unnur Brá Konráðsdóttir
segir að það sé ekki á valdi forsæt-
isnefndar að breyta lögum til að
koma til móts við kröfur um frekari
lækkun launa þingmanna.
Forystumenn ASÍ og BSRB hafa
gagnrýnt ákvörðun forsætis-
nefndar harðlega. Miðstjórn ASÍ
mótmælir því sem hún kallar hálf-
kák forsætisnefndar og krefst þess
að Alþingi afturkalli hækkanir
kjararáðs. Unnur Brá segir að for-
sætisnefnd eigi ekki í beinum sam-
skiptum við samtökin og gerir ráð
fyrir því að þau séu að ræða við rík-
isstjórnina. Hún bendir á að forsæt-
isnefnd hafi samþykkt að óska eftir
tilnefningum þingflokkanna í nefnd
til að endurskoða þingfararkaup og
þingfararkostnað.
Ekki á valdi forsæt-
isnefndar að breyta
lögum um launin
Alþingi Ákvarðanir um laun þingmanna
valda deilum, eins og oft áður.
Grænlenska loðnuskipið Polar Am-
aroq hefur fundið og veitt loðnu
norðnorðaustur af Langanesi. Rann-
sóknarmenn frá Hafrannsóknastofn-
un eru um borð. Rannsóknaskipið
Árni Friðriksson heldur af stað í
fyrramálið. Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri hjá Hafró, segir að reynt
verði að mæla magn og útbreiðslu
loðnunnar, eftir því sem skipakostur
og veður leyfa.
Eitt norskt loðnuskip kom inn í ís-
lensku fiskveiðilögsöguna í gær og
tvö önnur voru á leiðinni.
Lítið fannst í loðnuleiðangri fyrr í
vetur. Að honum loknum lagði Haf-
rannsóknastofnun til að heildarkvót-
inn yrði 57 þúsund tonn. Vegna
samninga um stjórnun loðnuveið-
anna og tvíhliða samninga við önnur
ríki kemur aðeins lítill hluti upphafs-
kvótans í hlut íslenskra veiðiskipa.
Leiði frekari rannsóknir til þess að
meiri kvóta verði úthlutað rennur
stærri hluti hans til Íslendinga.
helgi@mbl.is
Mæla loðnustofn-
inn á nýjan leik
Polar Amaroq í ágætri veiði
Morgunblaðið/Golli
Veiðar Íslensku loðnuskipin fara
ekki til loðnuveiða í bili.