Morgunblaðið - 03.02.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 03.02.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Hann sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að maðurinn mundi koma til baka ef þess gerðist þörf. „Við fór- um þess á leit við manninn að hann kæmi til baka ef á þyrfti að halda og hann ætlar að gera það ef farið verð- ur fram á það,“ sagði Grímur. „Þau úrræði sem við höfum eru að biðja um að menn séu yfirheyrðir í öðrum löndum með réttarbeiðnum og síðan getum við náttúrlega farið fram á framsal frá Grænlandi. Það er mögulegt ef á þarf að halda. En hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé viljugur til þess að koma til baka og svara spurningum,“ segir Grímur. burð sinn hjá lögreglu en var í kjöl- farið látinn laus. Hann heldur þó réttarstöðu sakbornings í málinu. „Hann er í raun frjáls ferða sinna, við teljum að hans hlutur sé nægilega upplýstur. Hann heldur þessari rétt- arstöðu því hann kann að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Verður hugsanlega kallaður aftur til yfirheyrslu Þá útilokar Grímur ekki að hann verði kallaður aftur til yfirheyrslu, „Það getur miklu meira en vel verið að við þurfum að tala við hann meira,“ segir Grímur. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Maður sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttur var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur á grund- velli rannsóknarhagsmuna. Jón HB Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði, staðfesti við mbl.is að maðurinn mundi sitja áfram í ein- angrun. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í málinu né hvernig rannsókn gengi. Hinum manninum sem setið hefur í gæslu- varðhaldi var sleppt í gær og hélt hann heim til Grænlands í gær- kvöldi. Kærir úrskurðinn Greint var frá því á vef Ríkisút- varpsins að lögmaður mannsins sem var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald ætlaði að kæra úr- skurðinn til Hæstaréttar. Maðurinn sem um ræðir er sá sem sást yfirgefa hafnarsvæðið í Hafnarfirði klukkan sjö um morguninn sem Birna hvarf og snúa aftur fjórum tímum seinna. Taldi ákæruvaldið nauðsynlegt að hann myndi sitja áfram í gæsluvarð- haldi á grundvelli rannsóknarhags- muna. Frjáls ferða sinna Mennirnir tveir hafa setið í gæslu- varðhaldi síðustu tvær vikur vegna málsins en ekki var krafist áfram- haldandi gæsluvarðshalds yfir öðr- um þeirra. Hann var leiddur fyrir dómara í gær til að staðfesta fram- Morgunblaðið/Golli Gæsluvarðhald Maðurinn sem sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi færður inn í lögreglubíl í gær. Annar skipverjinn farinn til Grænlands  Einn grunaður áfram í tveggja vikna gæsluvarðhaldi Frjáls Annar mannanna tveggja sem setið hafa í gæsluvarðhaldi var látinn laus í gær eftir að hann staðfesti framburð sinn hjá lögreglu fyrir dómi. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Rafbækur eru nú til útláns á Borgarbókasafninu og brátt flest- um bókasöfnum í landinu. Í byrjun vikunnar hóf Borgarbókasafnið út- lán raf- og hljóðbóka í samvinnu við Landskerfi bókasafna. Eingöngu er hægt að fá bækur á ensku lánaðar enn sem komið er en vonast er til að íslenskir titlar bætist fljótlega við, er það undir útgefendum komið að sögn Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfa bókasafna. „Rafbókasafnið byggir á Over- drive-rafbókaveitunni og útgef- endur þurfa að gera samninga sjálfir við það fyrirtæki til þess að bækurnar komi inn á innkaupavef Overdrive og þá verður hægt að fara að kaupa þær inn á bókasöfn- um hér á landi,“ segir Sveinbjörg. Hún veit til þess að þessi mál séu í skoðun hjá bókaútgefendum. „Út- gefendur eru áhugasamir og við höfum líka fundað með fulltrúum Rithöfundasambands Íslands sem eru áhugasamir um þetta líka, en hlutirnir taka sinn tíma.“ Borgarbókasafnið er fyrst bóka- safna hér á landi til að bjóða upp á útlán á rafbókum en Sveinbjörg segir að önnur stærri söfn bætist brátt við. Spurð hvers vegna rafbækur hafi ekki verið í boði fyrr svarar Svein- björg að þau hafi verið að bíða og sjá hvernig tæknin myndi þróast og læra af mistökum sem hafa verið gerð á Norðurlöndunum við útlán rafbóka. „Þar hefur verið farið í allavega tilraunir í kringum fram- kvæmdina sem hefur oft hlotist mjög mikill kostnaðar af hjá bóka- söfnunum eða þau hafa verið í ágreiningi við útgefendur. Við vild- um ekki falla í sama pytt og ákváðum því að bíða og sjá hvernig hlutirnir þróuðust.“ Til þess að geta fengið rafbók lánaða hjá Borgarbókasafninu er nóg að hafa gilt bókasafnsskírteini. Hægt verður að nálgast efnið í flestum tækjum, svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjall- símum. Auk þess er efnið aðgengi- legt í gegnum sérstakt OverDrive- app. Hægt er að lesa bækurnar á öllum lesbrettum fyrir utan Kindle, því það er samþætt Amazon. Útlán rafbókanna fer vel af stað samkvæmt upplýsingum frá Borgarbókasafninu og er nokkuð um að fólk sem hefur ekki notað safnið í einhvern tíma snúi aftur. Rafbækur á ensku eingöngu til útláns  Borgarbókasafnið með rafbækur  Unnið í að fá rafbækur á íslensku Bókasafn Nú er hægt að fá lánaðar rafbækur í gegnum tölvu. Borgarráð sam- þykkti á fundi sínum gær að verja 4 milljónum króna til kaupa á öryggismynda- vélum fyrir mið- borgina og fleiri staði. Borgin, lög- reglan og Neyð- arlínan hafa haft samstarf um rekstur öryggis- myndavéla í miðborginni. Á fundi sem lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu átti með fulltrúum borg- arinnar var ákveðið að stefna að fjölgun myndavéla, bættri lýsingu og auknum sýnileika lögreglu. Verja 4 milljónum króna til að bæta við öryggismyndavélum Öryggi Vélarnar verða uppfærðar. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það má segja að þetta hafi lengi leg- ið í loftinu, en núna eru þeir búnir að segja upp samningnum við okkur,“ segir Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Bílahótelsins, í sam- tali við Morgunblaðið, en fyrirtæki hans hefur um árabil þjónustað bíl- eigendur úr röðum flugfarþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Bílahótelið var stofnað árið 1993 og bauð viðskiptavinum sínum upp á innigeymslu og aðra almenna þjón- ustu tengda ökutækinu, s.s. þrif og smurþjónustu. Margeir segir Isavia nú hins vegar hafa tekið ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. Allir geta tekið þátt í útboðinu „Við gerðum ítrekaðar tilraunir til að funda með fulltrúum Isavia vegna þessa máls til að fá einhverjar við- ræður,“ segir Margeir og bendir á að Isavia hafi hins vegar áhuga á að bjóða þjónustuna út. „Þeir tilkynntu bara riftun á þessum samningi.“ Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir Bílahótelið hafa gert samning við Isavia árið 2006 sem svo rann út 2012. „Sá samningur var framlengdur tvisvar sinnum, en rann út 2014. Það er því í raun eng- inn samningur í gangi. Þessi aðili kom inn í gegnum valferli og það hef- ur lengi legið fyrir að slíkt yrði hald- ið aftur þegar samningur rann út.“ Aðspurður segir Guðni ekki búið að ákveða hvenær næsta valferli fer fram. „En í því munu allir geta tekið þátt,“ segir hann. Misstu samning við Isavia  Sú þjónusta sem Bílahótelið hefur veitt við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli verður boðin út  Samningur þeirra frá 2006 var tvisvar sinnum framlengdur Þjónusta » Bílahótelið og Isavia gerðu með sér þjónustusamning árið 2006 við flugstöðina á Kefla- víkurflugvelli. » Þjónustusamningurinn rann út árið 2012 og var fram- lengdur í tvígang til eins árs í senn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.