Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Karlmaður var á þriðjudaginn
dæmdur í átta ára fangelsi í Hér-
aðsdómi Reykjaness fyrir tilraun til
manndráps, nauðgun, frelsissvipt-
ingu og sérstaklega hættulega lík-
amsárás gegn fyrrverandi sambýlis-
konu sinni í júlí í fyrra.
Kolbrún Benediktsdóttir, vara-
héraðssaksóknari hjá héraðssak-
sóknara Reykjaness, staðfesti þetta
við mbl.is í gær. Hún sagði að dóm-
urinn hefði verið í samræmi við það
sem ákæruvaldið fór fram á, en lág-
marksrefsing fyrir tilraun til mann-
dráps er fimm ára fangelsi. Sakfellt
hafi verið fyrir fleiri brot sem þyngi
refsinguna.
Dómurinn hefur ekki verið birtur
á vefsíðu héraðsdóms, en Hæstirétt-
ur staðfesti í ágúst síðastliðnum
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mann-
inum vegna málsins. Þar kom m.a.
fram að hann hefði í tvígang árið
2014 ráðist á konuna og valdið henni
líkamsáverkum. Í greinargerð með
gæsluvarðhaldskröfunni segir að
lögreglan hafi komið á heimili kon-
unnar eftir að hún óskaði eftir að-
stoð. Konan lýsti atburðum á þann
veg að maðurinn hefði komið á
heimili hennar ásamt félaga sínum
og að hann hefði beðið hana um að
sofa hjá þeim báðum. Hún vísaði
þeim á brott en skömmu síðar kom
maðurinn aftur og baðst gistingar
sem hann fékk. Hann nauðgaði kon-
unni síðan ítrekað, barði hana, bar
hníf að hálsi hennar og hótaði henni
lífláti. Konan taldi að ofbeldið hefði
staðið yfir í um tvær klukkustundir.
Í greinargerðinni segir einnig að
samkvæmt skýrslu um réttarlækn-
isfræðilega skoðun hafi áverkar á
konunni samræmst frásögn hennar
af atburðum. Hún bar ýmis merki
um ofbeldi um allan líkamann, t.d.
var hún með sprungna hljóðhimnu,
skurð sem þurfti að sauma, áverka á
hálsi eftir kyrkingartak og áverka á
kynfærum. Blóðslettur fundust víða
um íbúð konunnar.
Maðurinn neitaði sök og sagðist
hafa haft samfarir við konuna að
hennar vilja og að þær hefðu verið
harkalegar samkvæmt hennar ósk.
Hann sagðist ekki vita hvernig
áverkar konunnar væru tilkomnir
og sagðist telja hana hafa veitt sér
þá sjálf eða meitt sig við ýmis tæki-
færi.
Í átta ára fangelsi
Karlmaður var dæmdur fyrir tilraun til manndráps og
margvíslegt ofbeldi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni
Morgunblaðið/Ómar
Héraðsdómur Maðurinn fékk átta
ára dóm fyrir margvíslegt ofbeldi.
Stærsta ljósleiðaraverkefnið sem
Fjarskiptasjóður mun styrkja í ár er
í Rangárþingi eystra. Þar á að
tengja 251 lögheimili og vinnustaði
og fær sveitarfélagið tæplega 63
milljóna króna styrk til þess.
Fjarskiptasjóður ver 450 millj-
ónum til ljósleiðaravæðingar í dreif-
býli á þessu ári. Sótt var um styrki
til margvíslegra verkefna í 34 sveit-
arfélögum. Valið er á milli þeirra
þannig að þau sem geta gert sem
mest fyrir sem minnstan pening fá
forgang. Niðurstaðan varð sú að 23
sveitarfélög eiga kost á styrk til að
tengja um 1.800 lögheimili og vinnu-
staði með ljósleiðara.
Verkefnin dreifast um allt land.
Næst hæsti styrkurinn fer til Skag-
firðinga, rúmar 53 milljónir, til að
tengja 151 heimili. Þriðji hæsti
styrkurinn fer til nokkurra verkefna
í Snæfellsbæ, 46 milljónir. Dugar
það til 134 tenginga. Hrunamanna-
hreppur, Hornafjörður, Reykhóla-
hreppur, Þingeyjarsveit, Vopna-
fjörður og Breiðdalshreppur,
Kjósarhreppur og Grundarfjörður
eru einnig sveitarfélög sem tengja
marga sveitabæi í ár. helgi@mbl.is
Flestir tengjast í
Rangárþingi eystra
1.800 ljósleiðaratengingar í dreifbýli
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ VILJUM GETA TREYST.
ÞAÐ TRAUST ROFNAR
AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ
VERSTA GERIST.
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR
TRAUSTIÐ ROFNAR?
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Nýjar vörur
Skyrta kr. 9.800.-
Str. S-XXL
Litir: Off white, navy
Verðhrun
á útsöluvörum
Vetraryfirhafnir - Sparidress - Peysur - Blússur - Bolir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
ÚTSÖLU-sprengja
50-70%
afsláttur
www.laxdal.is
50–70%
afsláttur
Síðasta útsöluvika
Bonito ehf. • Friendtex • Praxis
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is
Útsala
Opið
föstudag 14.00–18.00
laugardag 12.00–16.00
sunnudag 16.00–18.00 lokadagur
2 fyrir 1
Verslunin flytur
af Friendtexvörum
Allt á að seljast
Úrval af
fatnaði á
hlægilegu
verði
A9
KR. 299.000,-
Beolit15
KR. 69.000,-
H2
KR. 26.000,-
H6
KR. 43.000,-
A1
KR. 34.000,-
Einstök vinátta frá fyrstu hlustun
lágmúla 8 · sími 530 2800
Verið velkomin í glæsilega verslun
Bang & Olufsen í Lágmúla 8 og heyrið
hljóminn. Það breytir öllu.
Bluetooth/WiFi hátalari. Frumleg hönnun.
Einstakur kröftugur hljómur, alls 480W magnarar.
Bluetooth ferðahátalari. Öflugur bluetooth hátalari.
Flugfreyjur sem starfa hjá Flug-
félagi Íslands samþykktu nýgerð-
an kjarasamning við félagið með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Rúmlega 30 flugfreyjur innan
Flugfreyjufélags Íslands starfa
hjá Flugfélagi Íslands.
Samningar náðust hjá Ríkis-
sáttasemjara að kvöldi 26. janúar,
skömmu áður en boðað þriggja
daga verkfall félagsins hófst hjá
Flugfélagi Íslands. Ótímabundið
verkfall hafði síðan verið boðað
frá og með 6. febrúar. Vinnu-
stöðvunum hefur nú verið afstýrt.
Starfsmenn Flugfélags Íslands
sem eru í Flugfreyjufélagi Ís-
lands höfðu verið án kjarasamn-
ings frá því á gamlársdag 2015.
Félagsmenn felldu í tvígang á
þeim tíma samninga sem samn-
inganefnd félagsins hafði náð við
Flugfélag Íslands og Samtök at-
vinnulífsins.
Flugfreyjur samþykktu nýjan samning
Lamb Street Food
Í ViðskiptaMogganum í gær var
rangt farið með nafn fyrirtækisins
Lamb Street Food. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
Húsafell
Missagt var í Morgunblaðinu í gær
að fjallið sem var í baksýn á Grinda-
víkurmynd á forsíðu væri Þorbjörn.
Fjallið er Húsafell. Leiðréttist þetta
hér með og er beðist velvirðingar.
LEIÐRÉTT
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS