Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sótti í gær Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseta heim, en um er að ræða fyrstu heimsókn kansl- arans til Tyrk- lands frá valda- ránstilrauninni mislukkuðu í júlí síðastliðnum. Að sögn fréttaveitu AFP er megintilgangur heimsóknarinnar að lægja þær öldur sem risið hafa að undanförnu og bæta samskipti og samvinnu ríkjanna tveggja. Hef- ur Erdogan m.a. gagnrýnt ráða- menn í Berlín fyrir að vilja ekki framselja í hendur Tyrkja ein- staklinga sem grunaðir eru um að- ild að valdaránstilrauninni. Merkel kanslari sat einnig fund með forsætisráðherra landsins. ANKARA Í TYRKLANDI Merkel og Erdogan lægja öldurnar Angela Merkel Forseti Úkraínu, Petro Poro- shenko, segist vilja halda þjóð- aratkvæði um hugsanlega inn- göngu Úkraínu í Atlantshafs- bandalagið (NATO). Frétta- veita AFP grein- ir frá því að um 54% þjóðarinnar vilji ganga í varnarbandalagið, samanborið við 16% fyrir fjórum árum. „Sem forseti verð ég að fylgja vilja þjóðarinnar og mun því skipu- leggja þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild að NATO,“ sagði Poroshenko við blaðamenn í Kænu- garði. Forsetinn nefndi hins vegar enga tímasetningu. KÆNUGARÐUR Í ÚKRAÍNU Vill þjóðaratkvæði um aðild að NATO Petro Poroshenko Hundur sem varð átta ára gömlum syni forseta Gambíu, Adama Bar- row, að bana í síðasta mánuði hefur verið aflífaður. Hvernig nákvæm- lega dauða drengsins bar að er enn óljóst og segja margir íbúar lands- ins það tengjast galdraathöfn, að sögn fréttaveitu AFP. Skömmu áður en Barrow tók við embætti forseta lést drengurinn og þykir það renna stoðum undir áður- nefnda kenningu innfæddra, en fyrri forseti hafði fram að þessu neitað að yfirgefa embættið. Í rannsókn sem gerð var á hræi hundsins kom m.a. í ljós að hann var ekki haldinn hundaæði. GAMBÍA Í AFRÍKU Hundur varð ungum syni forseta að bana Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við munum, frá og með deginum í dag, fylgjast sérstaklega með Íran,“ sagði Michael Flynn, ráðgjafi forseta Bandaríkjanna í þjóðaröryggis- málum, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington DC, en á sunnudag skutu stjórnvöld í Teher- an á loft meðaldrægri eldflaug í til- raunaskyni með góðum árangri. Þá greinir þýska blaðið Die Welt frá því að tilraunir standa einnig yfir í Íran með stýriflaugar af gerðinni Sumar, en slík vopn geta borið kjarnaodda sem og hefðbundna sprengihleðslu langar leiðir að skotmarki sínu. Erfiðar viðureignar Fram kemur í umfjöllun Die Welt að Sumar-stýriflaugar séu smíðaðar í Íran og ferðaðist ein slík flaug um 600 km vegalengd í fyrsta þekkta til- raunaskotinu. Sérfræðingar í vopna- þróun telja hins vegar að Sumar- flaugar geti dregið um það bil 2.000 kílómetra og hugsanlega allt að 3.000 km ef sprengihleðslan er létt. Þeir sérfræðingar sem þýska blaðið ræddi við benda jafnframt á að stýriflaugar séu um margt hættu- legri vopn en hefðbundnar meðal- og langdrægar eldflaugar, en þær ferðast í lægri flughæð, sjást sjaldn- ar á ratsjám og eiga auðveldara með að forðast eldflaugavarnir ríkja. Þá eru stýriflaugar ekki á lista Samein- uðu þjóðanna yfir þau vopn sem ríkj- um er bannað að þróa, þrátt fyrir að geta borið kjarnaodda langar leiðir. Michael Flynn gerði einnig skipa- siglingar Bandaríkjanna og banda- manna þeirra um Rauðahaf að sér- stöku umræðuefni á blaðamanna- fundinum, en stjórnvöld vestanhafs telja öryggi þar mjög ábótavant. „Ríkisstjórn Obama mistókst að bregðast við illum aðgerðum ráða- manna í Teheran, þ. á m. vopnaflutn- ingum, stuðningi þeirra við hryðju- verk og önnur brot á reglum alþjóðasamfélagsins,“ sagði hann. „Ríkisstjórn Trumps fordæmir þess- ar aðgerðir Íran sem draga úr ör- yggi, velmegun og stöðugleika um öll Mið-Austurlönd og víðar og stofna um leið lífum Bandaríkjamanna í hættu,“ bætti hann við. Geta gripið til ýmissa ráða Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hafa ekki kynnt áform sín opinberlega varðandi Íran og vopnatilraunir þess. „Ríkisstjórn- in getur gripið til ýmissa ráða, við munum gera viðeigandi ráðstafanir. Ég mun ekki veita frekari upplýs- ingar um þetta á þessari stundu,“ sagði embættismaður við CNN. Tilraunir Írana valda usla  Skutu á loft meðaldrægri eldflaug á sunnudag og stýriflaug fáeinum dögum síðar  Talið að Sumar-stýriflaugar geti dregið allt að 3.000 km með kjarnaodd AFP Hvíta húsið Michael Flynn, ráðgjafi forsetans í þjóðaröryggismálum (t.h.), ávarpar fjölmiðla, en við hlið hans stendur Sean Spicer fjölmiðlafulltrúi. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Banda- ríkjunum hafa ákveðið að hrinda í framkvæmd uppsetningu á öflugu eldflaugavarnarkerfi skammt frá landamærum Norður-Kóreu, en tíð- ar tilraunasprengingar og skot- flaugaprófanir norðanmanna eru sagðar ástæðan. Voru það Hwang Kyo-Ahn, for- sætisráðherra Suður-Kóreu, og James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem tilkynntu þetta í gær, en kerfið verður sett upp síð- ar á þessu ár. Mattis er nú staddur í opinberri heimsókn þar í landi og er þetta í fyrsta skipti sem ráðherra úr ríkisstjórn Donalds Trump Banda- ríkjaforseta fer í opinbera heimsókn til erlends ríkis. Um er að ræða svonefnt THAAD- eldflaugavarnarkerfi sem grandað getur kjarnaflaugum í mikilli hæð. Kínverjar hafa áður lýst yfir áhyggj- um sínum af fyrirhugaðri uppsetn- ingu kerfisins og hefur utan- ríkisráðherra Kína, Wang Yi, m.a. sagt hana koma til með að hafa bein áhrif á öryggi Kína og Rússlands. Til hliðar má sjá mynd AFP sem sýnir hóp stuðningsmanna ríkis- stjórnar Trump fagna komu Mattis til Suður-Kóreu. khj@mbl.is Fyrstu opinberu heimsókn ráðherra úr ríkisstjórn Donalds Trump fagnað í Suður-Kóreu Eldflauga- skjöldurinn ákveðinn AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.