Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 HERRASKÓR Skechers Flex Advantage, léttir herra leðurskór með Memory Foam innleggi. Stærðir 41,5-47,5 40% afsláttur 7.797 Verð áður 12.995 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Eigumnokkur ný hjólhýsi til afhendingar í vor. Flott fjölskylduhús. Kojur og tvíbreytt rúm, ALDE hitakerfi, 12volta kerfi, TFT stjórnskjár og sjónvarpsarmur Hobby 560 UKF Excellent Verð frá aðeins: 4.545.000.- Hobby 560 UKF Prestige Verð frá aðeins: 4.625.000.- Hobby 620 CKF Prestige Verð frá aðeins: 4.795.000.- Útvegum einnig aðrar gerðir af Hobby hjólhýsum. Leitið tilboða! Sendu fyrirspurn á bilo@bilo.is Ný Hobby hjólhýsi á frábæru verði - tryggið ykkur lægsta verð Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ríkisstjórn Bretlands lagði í gær fram áætlun sína að útgöngu Bret- lands úr Evrópusambandinu, öðru nafni Brexit, eftir að neðri deild breska þingsins samþykkti með mikl- um meirihluta að hleypa málinu áfram til nefndarstarfs og seinni um- ræðu. Gert er ráð fyrir að sú umræða fari fram í næstu viku. David Davis, ráðherra Brexit- mála, sagði að ríkisstjórnin stefndi að því að mynda „nýtt, jákvætt og upp- byggilegt samband“ við Evrópusam- bandið eftir útgönguna, sem myndi þjóna hagsmunum beggja. Á meðal þess sem ríkisstjórnin leggur til í áætlun sinni er að ný lög verði sett um innflytjenda- og tolla- mál, auk þess sem ítrekað er að Bret- ar muni yfirgefa innri markað Evr- ópusambandsins. Í staðinn verði sóst eftir því að gera nýjan fríverslunar- samning við sambandið. Þá vill ríkisstjórnin að samið verði við Evrópusambandið sem fyrst um tvíhliða réttindi þeirra ríkisborgara sambandsins sem búa nú þegar í Bretlandi, sem og Breta sem búa í löndum Evrópusambandsins. „Ég ætla ekki að kasta mönnum út úr landinu,“ sagði Davis. „Þetta er sjálfsvíg!“ Fyrri umræða neðri deildarinnar um útgönguna stóð yfir í tvo daga og lauk loks á miðvikudagskvöld þegar gengið var til atkvæða. 498 þingmenn samþykktu frumvarpið en 114 voru andvígir því. Það voru einkum skoskir þjóð- ernissinnar og uppreisnarmenn í Verkamannaflokknum sem greiddu atkvæði gegn málinu, en Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, hafði fyrirskipað þingmönnum sínum, með allra hörðustu skilmálum, að þeir ættu að greiða atkvæði með því, þar sem þjóðarvilji ætti að fá að ráða. 47 þingmenn Verkamanna- flokksins urðu ekki við þeirri bón, og tveir ráðherrar í skuggaráðuneyti Corbyns sögðu af sér svo þeir gætu kosið gegn málinu. Þá greiddu þrjár af svonefndum „svipum“ Verka- mannaflokksins, það er þeir þing- menn sem eiga að tryggja að almenn- ir þingmenn fylgi vilja flokksforystunnar í málum, einnig at- kvæði gegn því. Sagði talsmaður Cor- byns að framtíð þeirra og hugsanleg viðurlög yrðu ákveðin síðar. Umræðan í þinginu þótti tilfinn- ingarík á köflum, og heyrðist einn þingmaður stjórnarandstöðunnar hrópa upp yfir sig „Þetta er sjálfs- víg!“ þegar úrslit atkvæðagreiðslunn- ar voru gerð heyrinkunnug. Gert er ráð fyrir að neðri deildin samþykki frumvarpið í næstu viku eftir aðra umræðu og fer málið þá fyrir lávarðadeildina. Gert er ráð fyr- ir að hún taki málið fyrir 20. febrúar næstkomandi, en málið þarf einnig að vera samþykkt í gegnum tvær um- ræður áður en það verður að lögum. Theresa May forsætisráðherra hefur sagt að hún vilji að Brexit hafi hlotið samþykki þingsins fyrir 7. mars næstkomandi, en hún hyggst virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir lok þess mánaðar. Íhaldsflokkurinn er hins vegar ekki með meirihluta í lávarðadeild- inni og er talið óvíst á þessari stundu hvort lávarðarnir vilji tefja fram- göngu málsins. Fyrstu skrefin að Brexit stigin  Neðri deild breska þingsins samþykkti Brexit-mál ríkisstjórnarinnar með yfirgnæfandi meirihluta eftir fyrri umræðu  Seinni umræðan verður í næstu viku  Skoskir þjóðernissinnar afgerandi á móti AFP Brexit Neðri deild breska þingsins samþykkti með umtalsverðum meiri- hluta að senda Brexit-mál ríkisstjórnarinnar áfram til annarrar umræðu. Hagstofa Færeyja áætlar að Fær- eyingar verði orðnir 50.000 talsins í lok febrúar eða byrjun mars næst- komandi. Samkvæmt nýjustu mann- fjöldatölum eru Færeyingar nú 49.820 talsins, en þær eru miðaðar við stöðuna eins og hún var 1. desember síðastliðinn. Samkvæmt tölum hagstofunnar voru Færeyingar einungis um 5.000 talsins í upphafi 19. aldarinnar, þeg- ar mannfjöldinn tók að rísa. Í upp- hafi tíunda áratugarins voru um 47.000 manns búsettir í Færeyjum en niðursveifla í efnahagslífinu kom í veg fyrir að þeir næðu 50.000 manns. Þá tók um tíu ár áður en mannfjöld- inn náði fyrri hæðum. Svipaða sögu var að segja fyrir um áratug, þegar mannfjöldinn náði hæst um 48.600 manns, áður en efnahagshrunið 2008 leiddi til þess að fólk fluttist á brott að nýju. Í viðtali við heimasíðuna arbeids- livinorden.org segir Henrik Old, samgöngu- og atvinnuvegaráðherra Færeyja, að allt stefni í rétta átt. Mestu hafi skipt að fá Færeyinga sem læri erlendis til þess að snúa aftur heim eftir útskrift. Þá hafi gangagerð gjörbreytt vinnumarkaði eyjanna. sgs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Færeyjar Færeyingar verða brátt orðnir 50.000 talsins. Færeyingar verða brátt fimmtíu þúsund  Aldrei fleiri búsettir í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.