Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Gott fótabað Göngulúinn vegfarandi þvær fæturna vel og vandlega í vatni á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur. Eggert Fátt er eins gott í mannlegum sam- skiptum og mannlegu eðli og gott siðferði. Þetta vita skólamenn og brýna mjög fyrir nemendum sínum gott siðferði. Oft á tíðum hafa þessir skólamenn svör á reiðum höndum við öllum sköpuðum hlut- um en sem kunnugt er, er það aðeins óheiðarlegt fólk og bjánar sem hafa svör á reiðum höndum við öllum spurningum. Það er mjög til siðs að leita svara og álits við öllum sköpuðum hlutum í fjölmiðlum. Og þegar ekki er eftirspurn eftir áliti tjá menn sig að eigin frumkvæði. Þá kemur oftar en ekki fyrir að álitsgjafar setja sig í siðferðilegar stellingar. Þannig mátti lesa það í einu áliti að „Ís- lenska ríkisstjórnin er siðferðilega ólögmæt og nýtur ekki trausts“. Þessi setning er lögð stjórn- málafræðiprófessor í munn en sá hefur jafnframt lagt fyrir sig stjórnmál og veit ekki alltaf hvor- um megin hann er hverju sinni. Þingræðisregla Nú er það svo að það er kunnara en frá þarf að segja að „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“. Í því felst að ríkisstjórn sem situr hverju sinni situr í skjóli þingmeiri- hluta. Sá þingmeirihluti er mynd- aður eftir úrslitum kosninga, sem eru haldnar eigi sjaldnar en á fjög- urra ára fresti. Í kosningum hljóta þingmenn umboð til þingsetu í allt að fjög- ur ár. Þingmenn þurfa ekki siðferðisvottorð frá stjórnmála- fræðiprófessorum til umboðs um þingsetu. Meirihluti er það engu að síður og breytir það engu um hvort þeir flokkar hafa að baki sér meirihluta greiddra atkvæða eða ekki. Þetta er nið- urstaða í samræmi við kosningalöggjöf. Við skulum vona að þingmenn hafi ver- ið með siðferðilega réttu ráði þegar þeir settu kosningalöggjöf, sem og aðra löggjöf. Þetta er sá veruleiki sem stjórn- málafræðiprófessorar verða að sætta sig við. Það er verulegt siðferðilegt álita- mál þegar álitsgjafar láta hatur sitt og fyrirlitningu á tilteknum stjórn- málamönnum ráða orðum sínum og gerðum. Forsetaræði Þannig var að stjórnmálafræði- prófessor lét þau orð falla á liðnu vori þegar síðasta ríkisstjórn stóð andspænis stjórnarkrísu að nú ætti forseti Íslands að veita ríkisstjórn- inni lausn og skipa utanþings- stjórn. Ekki fylgdi það álitinu úr hvaða stjórnlagafræðum það álit kom. Sú ríkisstjórn hafði traustan þingmeirihluta að baki sér. Ein- ungis var álitamál hvort einn ráð- herra ríkisstjórnarinnar nyti trausts samflokksmanna sinna og þingmanna í samstarfsflokki. Ráðgjöf af þessu tagi er til þess fallin að grafa undan þingræði í landinu. Sem fyrr segir situr ríkis- stjórn í skjóli Alþingis en ekki í skjóli forseta. Það er munurinn á forsetaræði og þingræði. Skapandi stjórnskipan Minnt er á þetta hér því sumir telja að aðlögun eigi að fara fram með skapandi túlkunum á lögum og reglum. Um þetta atriði setti franski félagsfræðingurinn Emil Durkheim fram kenningu sína um siðrof. Durkheim fjallaði um sjálfs- víg þegar hann setti fram sína kenningu um siðrof, Anomie. Þannig er siðrof hugtak sem vís- ar til upplausnar samfélags þar sem samheldni og hefðbundið skipulag, sérstaklega það sem tengist viðmiðum og gildum, hefur veikst og við tekur lögleysa. Siðrof vísar til þjóðfélagsástands er myndast þegar breytingar eru örar. Þjóðfélagsástandið sem kem- ur í kjölfarið er svo framandi að umgengnishættir og gildi sem al- menningur hefur alist upp við glata samhenginu við hinn félagslega veruleika. Breytt stjórnskipan getur aðeins átt sér stað með breytingu á stjórn- skipunarlögum en ekki með túlkun „fræðimanna“ með hentistefnu í fræðaljóma. Þannig verður eðli for- setaembættis ekki breytt með þeim einstaklingi sem gegnir embættinu hverju sinni. Eru stjórnmálafræðingar stjórnmálamenn? Þegar stjórnmálafræðingar eru farnir að veita ráðgjöf á grundvelli skapandi lögskýringa er mál að spurt sé; „Eru stjórnmálafræð- ingar stjórnmálamenn?“ Auðvitað verða stjórnmálafræðingar ekki sjálfkrafa stjórnmálamenn. Einn stjórnmálafræðiprófessor emeritus vitnaði gjarnan í rannsóknir sínar á stjórnskipan lýðveldisins Íslands og setti fram túlkanir sínar á rann- sóknunum. Mestan part litu það út fyrir að vera hugarórar, því þeir sem vildu kynna sér rannsóknir prófessorsins á stjórnskipaninni fundu rannsókninni engan stað. Prófessorinn hefur aldrei birt staf- krók af þessum rannsóknum sínum á prenti. Stjórnmálafræðingar verða ekki merkir stjórnmálamenn af því einu að sveipa sig dýrðar- ljóma fræða, ef þeir láta ekki annað eftir sig í ræðu og riti en skæting, svívirðingar og útúrsnúninga. En eins og sagt var um meðal- gáfaðan mann; hann var samt nógu gáfaður til að fara aldrei út í heim- speki. Að vera sjálfum sér samkvæmur Það er mest um vert að vera sjálfum sér samkvæmur í orðum og gjörðum. Stjórnmálamönnum sem hafa lagt fyrir sig viðskipti er legið á hálsi fyrir að aðgreina ekki hags- muni sína frá stjórnmálavafstri. Sömu kröfur verður að gera til stjórnmálafræðinga sem segja álit sitt á aðskiljanlegum málefnum. Ef þeir ætla á annað borð að láta taka sig alvarlega. Það kann svo sem vel að vera að enginn taki stjórnmála- fræðinga alvarlega hvort eð er. Svo kann það einnig að vera að stjórn- málafræðingar afneiti staðreyndum ef stjórnmálamanninum í þeim kemur það illa. Þetta á einnig við um hagfræðinga sem gleyma því hvenær þeir eru hagfræðingar og hvenær þeir eru stjórnmálamenn. Er við öðru að búast af stjórn- málafræðingum þegar algengustu útskýringar þeirra eru þær að hægrimenn kjósi hægriflokka og vinstrimenn kjósi vinstriflokka? Hægri, vinstri og að losna úr dýflissu Flest af því sem stjórnmálafræð- ingar sögðu varðandi álitamál í stjórnmálum á síðasta ári og í kosningabaráttu haustsins var álíka innihaldsríkt og þessar út- skýringar á kosningahegðan hægri- og vinstrimanna. Það lengsta sem stjórnmálafræðingar komust í hreinum vísindum var hvenær summa nokkurra talna yrði að minnsta kosti 32, en það er fjöldi þingmanna sem þarf til að styðja ríkisstjórn með þingræðislegan meirihluta í lýðveldinu Íslandi. Frelsi frá stjórnmála- fræðingum Sá er þetta ritar telur að sér líði eins og fanga sem losnar úr dýfl- issu þegar hann hættir að heyra marklausar og gagnslausar útskýr- ingar stjórnmálafræðinga. Þá finnst honum sem hann öðlist frelsi frá brengluðum stjórn- málamönnum, sem þykjast vera stjórnmálafræðingar. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það er mest um vert að vera sjálfum sér samkvæmur í orðum og gjörðum. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Siðferðileg brenglun Sjómenn og fjöl- skyldur þeirra finna verulega fyrir verk- fallinu sem staðið hef- ur í yfir sjö vikur. Fiskverkafólk í landi er að lenda í alvar- legum vandræðum vegna tekjumissis. Að auki hefur verkfallið víðtæk áhrif á þau sveitarfélög sem eru háð sjávarútvegi. Í sumum til- fellum koma um 40% tekna sveit- arfélaganna beint eða óbeint frá sjávarútvegi. Af þessu má ljóst vera að talsverð óvissa ríkir hjá mörgum sveitarfélögum, þar sem þau halda að sér höndum varðandi fjárfestingar og samneyslu. Er- lendir markaðir eru að glatast þar sem afhendingaröryggi ferskra sjávarafurða er ekki lengur tryggt. Samkvæmt greiningu Sjávarklas- ans tapast á hverjum degi 640 milljónir króna í útflutningstekjum og daglegt heildartap er nærri milljarði króna, ef deilan leysist ekki von bráðar. Miklir þjóðhags- legir hagsmunir eru í húfi og tjón- ið mikið á meðan fiskiveiðiflotinn liggur óhreyfur við bryggju. Óundirbúin ríkisstjórn Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í vikunni kom fram að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur ekki látið meta hve mikið þjóðhagslegt tjón hlýst af deilunni. Það er heldur ekki búið að kanna hvort þörf sé á mótvæg- isaðgerðum fyrir þau sveitarfélög sem koma verst út. Raunar er engu líkara en að sjómannaverk- fallið komi ráðherra sjávarútvegs- mála ekkert við, því þótt málið hafi ekki verið krufið til mergjar hefur ráðherra útilokað allar sértækar aðgerðir sem gætu liðkað fyrir lausn deil- unnar. Slíkt kæruleysi er varasamt og getur valdið meiri þjóðhags- legum skaða af hinu langvinna verkfalli. Mikilvægt að leysa deiluna án lagasetningar Sjómenn hafa staðið vaktina fyrir íslenska þjóð í aldaraðir og því er mikilvægt að deilan leysist á farsælan og sanngjarnan hátt án lagasetningar. Allir hlutaðeigandi – útgerðarfyrirtæki, sjómenn og stjórnvöld – þurfa að skoða með opnum huga allar leiðir sem gætu liðkað fyrir lausn deilunnar. Mikil ábyrgð hvílir á þeim öllum og brýnt er að þessi meginstoð at- vinnulífsins skaðist ekki til lang- frama. Stjórnvöld mega ekki stinga höfðinu í sandinn heldur verða þau að meta hið þjóðhags- lega tjón strax. Sjómannadeilan ætti að vera helsta viðfangsefni stjórnvalda þessa dagana. Ríkis- stjórnin getur ekki látið reka á reiðanum þegar helsta atvinnu- grein landsins er í lamasessi og veldur þjóðbúinu ómældu tjóni. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra er skelegg í allri sinni framgöngu og lætur vonandi til sín taka í þessu erfiða deilumáli. Kæruleysi stjórnvalda Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur Lilja Alfreðsdóttir »Ríkisstjórnin getur ekki látið reka á reið- anum þegar helsta atvinnugrein landsins er í lamasessi og veldur þjóðbúinu ómældu tjóni. Höfundur er þingmaður og varafor- maður Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.