Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Bragðgott, ho llt og næringa rríkt Eins og allir vita og hafa fundið tilfinn- anlega fyrir á eigin skinni, hefur íslenzka krónan fallið níu sinn- um frá 1950. Þetta er slík hörmungarsaga að það er með ólíkindum að ráðamenn landsins skuli ekki fyrir löngu hafa gengið í að koma okkur úr helj- argreipum krónunnar. Fyrst kemur uppsveiflan, eft- irvæntingin, bjartsýnin og gleðin, síðan kemur holskefla gengisfelling- arinnar, sem margt eða flest eyði- leggur, ekki aðeins heimili og fyr- irtæki, heldur sálarlíf og geðsmuni manna. Við erum í uppsveiflunni núna, en kúrfan hnígur aftur niður á við: Meginatvinnuvegir landsins eru komnir með rekstur sinn í járn. Út- gerðin, sem hafði 10-15% hagn- aðarmargínu, er komin á núll og ræð- ur ekki við sanngjarna lausn í sjómannadeilunni. Vítahringurinn er að fara af stað, enn einu sinni. Óstöðugleiki og okurvextir Mér er óskiljanlegt að Íslendingar skuli ekki fyrir löngu hafa tekið upp evruna – einhliða og án ESB aðildar, eða fullkomlega, með fullri ESB að- ild, með öllum réttindum og fullum aðgangi að stjórnarþátttöku í ESB – til að tryggja stöðugleika efnahags- lífsins hér og stórlækka vexti, sem myndi stórbæta afkomu og velferð allrar þjóðarinnar. Óstöðugleikinn og okurvextirnir sem króna veldur liggja þó fyrir. Ég sýndi m.a. fram á þá gífurlegu okurvexti sem krónan hefur í för með sér hér í blaðinu 19. janúar sl. Ísland eina smáþjóð Evrópu án evru Eins og ég rakti í fyrrnefndri blaðagrein, hafa allar smáþjóðir Evr- ópu, nema Ísland, tekið upp evruna. Þessar smáþjóðir upplifðu það sama og við, að lítið hagkerfi og veikburða gjaldmið- ill leiddi til ófyr- irsjáanlegra sveiflna upp og niður, erfiðs að- gangs að fjármagni og yfirkeyrðra vaxta. Gerðu stjórnvöld þess- ara landa sér grein fyr- ir að svona pínugjald- miðill drægi alvarlega úr möguleikum á stöð- ugleika og uppbygg- ingu velferðar og hag- sældar? Er ekki „stöðugleiki“ helzta stefnumál nýrr- ar ríkisstjórnar? 14 smáríki Evrópu hafa tekið upp evruna Eftirfarandi 14 evrópsk smáríki hafa tekið upp evruna: 8, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Ír- land, Slóvenía, Kýpur og Malta með fullri þátttöku í ESB, og 6, Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, An- dorra, Mónakó og Vatíkanið, án að- ildar að ESB, að mestu út af því að þau hafa enn ekki fengið inngöngu í ESB þrátt fyrir sterkan vilja og eft- irgangsmuni. Eigum við ekki að ganga út frá því að stjórnendur þess- ara 14 ríkja hafi svipaða vitsmuni, faglega þekkingu og reynslu og við og beri svipaðar tilfinningar í sam- bandi við fullveldi sinna þjóða eins og við? Eða, eru þetta allt algjörir vit- leysingar, páfinn meðtalinn? Ályktanir Landsfundar sjálfstæðismanna 2009 Ég reyni vitaskuld að setja mig inn í bakgrunn þeirrar efnahags- og stjórnarstefnu sem hér hefur ríkt og ríkir til að geta skilið betur eðli mála og unnið úr þeim skv. því. Eitt þeirra gagna sem ég komst yfir er skýrsla frá Landsfundi sjálfstæðismanna 2009. Ef mér bregst ekki sýn og/eða skilningur var veruleg stemning fyr- ir einhliða evru eða fullri ESB-aðild á fundinum. Almenn afstaða virtist ESB og evrunni mjög í vil. Útgerð- armenn og sjómenn virtust mjög já- kvæðir, jafnvel fulltrúar bænda. Mikið af því efni sem lagt var fyrir fundinn var augljóslega unnið af helztu sérfræðingum og klárustu mönnum landsins. Af hverju datt botninn úr þessu öllu, gegn öllum þjóðarhagsmunum? Hvernig væri að fara í gegnum dalinn? Það er greinilega mikið forgangs- mál hjá ríkisstjórninni að lækka vaxtabyrði ríkissjóðs, sem mun vera 70 milljarðar á ári, með því að greiða niður skuldir. Þetta er auðvitað góð og ábyrg stefna. En, hvernig væri að fara í gegnum dalinn, í stað þess að þrælast yfir fjallið, og lækka þessa vaxtabyrði um 70-80%, úr 70 milljörðum niður í 20 milljarða, með því að taka upp evr- una og setja þá 50 milljarða sem eftir standa í góða innlenda fjárfestingu og velferðarverkefni: Menntun, vega- og samgöngukerfi, heilbrigð- isþjónustu, styrki til nýsköpunar, uppbyggingu á betri ferða- mannaþjónustu o.s.frv. Væri ekki ráð að hlífa ríkisstjórninni og þjóðinni við erfiðri, óþarfa fjallgöngu!? Ekkert vit í þjóðaratkvæði Það er ekkert vit í þjóðaratkvæði um nýjar ESB-samningaumleitanir. Í fyrsta lagi búum við við þingræði hér, sem byggist á að kjósendur velji reglulega sína fulltrúa, sem eru ábyrgir gagnvart þeim og eiga að fara með stjórnsýsluna og völdin. Í öðru lagi, væri kosning um það, hvort að eigi að fara í nýjar samn- ingaumleitanir við ESB, kosning um eitthvað, sem menn vissu ekki, hvað væri eða yrði. Slíkt virðist hrein fá- sinna. Auðvitað geta stjórnvöld sjálf ákveðið að fara í slíkar samn- ingaumleitanir. Í því flest engin áhætta og engin skuldbinding. Þegar beztu mögulegu endanlegu samn- ingsdrög lægju fyrir, mætti og bæri, eftir rækilega kynningu, leggja þau undir þjóðina. Í millitíðinni mætti ganga í það að taka upp evruna ein- hliða til að forða þjóðinni frá frekari þrautargöngu með krónunni. Eigum við að láta blessaða krónuna fara með okkur? Eftir Ole Anton Bieltvedt »Meginatvinnuvegir landsins eru komnir með rekstur sinn í járn. Útgerðin er komin á núll og ræður ekki við sanngjarna lausn í sjó- mannadeilunni. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Full ástæða er til að óska ráðherra skipu- lagsmála, Björtu Ólafs- dóttur, velgengni í starfi. Bæði er það að fá- ir málaflokkar hafa vaf- ist jafn mikið fyrir okkur Íslendingum undan- farna áratugi og skipu- lagsmál og eins hefur mikilvægi þessa mála- flokks aukist mikið. Í nútíma þjóðfélagi er gott skipulag orðið alger nauðsyn og sérstaklega ef við viljum ná ein- hverjum raunhæfum árangri bæði í framkvæmdum og umhverfismálum og nýta vel takmarkað fjármagn og tíma. Það er líka fyrir löngu þekkt að vondar skipulagsákvarðanir geta haft mjög afdrifaríkar afleiðingar, ekki síst fyrir litla þjóð eins og okkur. Hér nægir að nefna umræðuna um Reykjavíkurflugvöll og staðarval Landspítala háskólasjúkrahúss. Fjölmargir aðilar koma nú að skipulagsákvörðunum á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti. Frá setn- ingu fyrstu skipulagslaganna árið 1921 til 1997 var allt skipulag Íslands þó á hendi ríkisins, en síðan er í orði kveðnu allt skipulagsvald á hendi sveitarfélaga. Samt fer það ekki á milli mála að Rammaáætlun og margs konar friðlýsingar eru líka skipulag, enda taka þær ákvarðanir til land- notkunar og landnýtingar. Samkvæmt lögum á ráðherra skipulagsmála að leggja fram „lands- skipulagsstefnu“ sem sveitarfélögum ber að fara eftir, innan tveggja ára frá alþingiskosningum. Síðasta lands- skipulagsstefna er þó varla ársgömul. Hér er um að ræða stefnu ríkisvalds- ins viðvíkjandi skipulagi Íslands til 12 ára og á að mynda ramma fyrir allt annað skipulag hér á landi. Sú stefna sem þarna er mörkuð ætti því að vera bæði skynsamleg, framkvæmanleg, metnaðarfull, skýr og meira en al- mennar vangaveltur um mál sem „stuðli að og styðji“ landsins gagn og nauðsynjar. Við ættum líka kannski að velta fyr- ir okkur ýmsum grundvallaratriðum í skipulagi Íslands, t.d. hvort við viljum í framtíðinni vera láglaunaþjóð sem aðallega þjónustar ferðamenn, býr í blokkum og fer í léttlest í og úr vinnu, eða leggja megináherslu á menntun og sérhæfingu og skipulag sem laðar hingað helstu sérfræðinga á sem flest- um sviðum og býr þeim gott um- hverfi. Hvers konar umhverfi og íbúð- ir vill þetta fólk? Hvaða hlutverk ætlum við okkur líka á norðurslóðum eða í heiminum almennt? Um þetta var síðasta „lands- skipulagsstefna“ ákaf- lega fáorð. Við þurfum líka að ákveða hvaða auðlindir við viljum nýta, hvernig og að hvaða marki. Fátt er auðveldara en að hamra á því og festa í lög að allt verði friðað bæði auðlindir, náttúra og jafnvel öll mannvirki sem hafa náð 100 ára aldri. Hitt er miklu erf- iðara að finna skynsamlega leið til þess að þróa landið, nýta takmarkaðar auðlindir af varfærni og þannig að við getum boðið komandi kynslóðum þá menntun og lífskjör sem hugur þeirra stendur til. Þarna skilur á milli feigs og ófeigs og þarna getur gott skipulag verið mikilvirkt tæki. Æ fleiri eru að verða þeirrar skoð- unar að tími almennra, þokukenndra „framtíðarsýna“ og „leiðarstefja“ stjórnmálamanna sé liðinn og í staðinn þurfum við að nýta tiltæka þekkingu markvisst til þess að fást við aðkall- andi vandamál, skilgreina þau og finna þeim raunhæfar og hagkvæmar lausnir. Dæmi um ný vinnubrögð er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 5 ára. Við lifum í síbreytilegum heimi, alveg sama hvað við friðum og vernd- um. Þeir sem efast um það ættu að lesa bókina Veröld sem var, eftir Stef- an Zweig, til að ná áttum. Um miðja næstu öld – eða eftir rúman manns- aldur – getum við t.d. búist við að jökl- ar á Íslandi verði horfnir og þá verði ekkert bráðið afrennsli af þeim lengur nýtanlegt í raforkuframleiðslu. Þetta mun að öllum líkindum hafa bæði áhrif á mögulega raforkuframleiðslu og lífríkið í hafinu umhverfis landið. Við þessu þarf að bregðast. En gott skipulag nær ekki bara til landnotkunar og landnýtingar. Við þurfum líka að vanda okkur við að samþætta og skipuleggja samgöngur, vegi, allar lagnir og þjónustukerfi ef vel á að vera og ef við viljum ekki bara skipa einhverjar nefndir hags- munaaðila til að ákveða þetta – eða halda teiknisamkeppnir arkitekta til að fá einhverja niðurstöðu. Til að reyna að hafa þessi mál í lagi höfum við komið upp ýmsum ágætum stofnunum sem fjalla um skipulag að umtalsverðu leyti. Þar má nefna t.d. Skipulagsstofnun og Umhverf- isstofnun sem heyra undir ráðuneyti skipulagsmála og Samgöngustofu sem starfar á vegum innanríkisráðuneyt- isins. Hjá þessum stofnunum vinna hátt á þriðja hundrað manns til þess m.a. að stuðla að skilvirku skipulagi Íslands, til viðbótar við alla þá sem vinna við skipulag hjá sveitarfélögum landsins. Hvernig væri nú að allt þetta fólk, sem er á launum hjá okkur hin- um, segði frá því t.d. hvaða faglega skoðun það hefur á léttlestum og sjálf- keyrandi bílum svo eitthvað sé nefnt. Í sjálfu sér er markmið ráðherra skipulagsmála „að vera skrefi á undan uppákomunum“ ágætt, svo langt sem það nær, en ef við „eigum að vera landið sem aðrir horfa til og læra af“ eins og orð ráðherra féllu í nýlegum sjónvarpsumræðum þá held ég að ekki veiti af að taka talsvert til í þess- um málaflokki, þó ekki væri til annars en að reyna að samræma vinnu hlut- aðeigandi aðila í nýju, framsæknu landsskipulagi. Ráðuneyti skipulagsmála Eftir Gest Ólafsson »Æ fleiri eru að verða þeirrar skoðunar að tími almennra, þoku- kenndra „framtíðar- sýna“ og „leiðarstefja“- stjórnmálamanna sé liðinn. Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulags- fræðingur FAÍ, FSFFí og frv. for- maður Skipulagsfræðingafélags Ís- lands. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.