Morgunblaðið - 03.02.2017, Síða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Opinn fundur í Borgartúni 19
7. febrúar kl. 8.30–10.00
Hver er staða jafnréttis- og kynjamála í
auglýsingageiranum? Hvaða máli skiptir
kynjajafnvægi við mótun markaðsskilaboða?
Á sameiginlegum fundi Sambands íslenskra
auglýsingastofa (SÍA) og ÍMARK verður leitað
svara við þessum og fleiri spurningum.
Fram koma
Þorsteinn Víglundsson
félags- og jafnréttismálaráðherra
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir
formaður SÍA
Birna Einarsdóttir
bankastjóri Íslandsbanka
Dóra Ísleifsdóttir
prófessor í grafískri hönnun við LHÍ
Kristinn G. Bjarnason
framkvæmdastjóri sölu- & markaðssviðs Toyota
Ragnar Gunnarsson
framkvæmdastjóri Brandenburg
Selma Rut Þorsteinsdóttir
listrænn stjórnandi (CD) á Pipar TBWA
Fundarstjóri er Elísabet Sveinsdóttirmarkaðskona
Húsið opnað kl. 8 – morgunverður í boði Arion
banka. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Skráning á www.imark.is
Eftir stjórnarmynd-
un og umræður um
stefnumál ríkistjórnar-
innar situr eftir ósvör-
uð spurning: Hvernig
eiga öryrkjar og hluti
eldri borgara að lifa af
um 190 til 230 þúsund
krónum á mánuði?
Vilji þessir aðilar
reyna að bjarga sér og
afla umframtekna með
vinnu, þá halda þeir í reynd eftir að-
eins um 35% af þeim tekjum, sem
þeir þannig afla sér og eru umfram
25 þúsund kr. á mánuði.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkis-
stjórnar segir að vísu að stefnt sé að
hækkun þessa frítekjumarks, sem
síðasta ríkistjórn lækkaði úr 109 þús-
und kr. á mánuði í þessi 25 þúsund
kr. En jafnframt er í stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar sendur
ákveðinn tónn til öryrkja til hlýðni
gagnvart nýju starfsgetumati, sem
lækkar tryggingu þeirra til lífs-
framfærslu, sem þó er langt undir
framfærslukostnaði, án atvinnuleys-
isbóta, ef þeir geta ekki fundið vinnu
við sitt hæfi. Með breytingunni yrði
núverandi frítekjumark hjá þeim
einnig lækkað!
Hækkanir með nýjum lögum
almannatrygginga
Komið hefur fram að heildar-
greiðsla TR til eldri borgara og ör-
yrkja 1. janúar 2017 nam nálægt
7.800 milljónum króna, en 6.500 millj-
ónum 1. janúar 2016. Verulegur hluti
af þeirri hækkun er vegna ákvæðis í
69. gr. eldri laga sem
kveður á um að ákvörð-
un skuli „taka mið af
launaþróun, þó þannig
að þær hækki aldrei
minna en verðlag sam-
kvæmt vísitölu neyslu-
verðs“. Sú hækkun var
7,5 %, þannig að framlag
ríkisins vegna breytinga
fyrri ríkisstjórnar á lög-
um almannatrygginga
var ekki um tveir millj-
arðar, eins og sagt var,
heldur um 800 milljónir.
Öryrkjar og eldri borgarar í fá-
tæktargildru ríkisins fá sína lág-
markshækkun miðað við aðra,
greidda ári eftir á, samkvæmt lögum,
í prósentu talið miðað við það sem
þeir áður fengu. Í ársbyrjun 2016, var
hækkun fyrir árið 2015, 9,7 %, þegar
aðrir fengu greitt afturvirkt hækkun
launa fyrir árið 2015 allt frá 15% til
35%. Nú í ársbyrjun 2017 nam hækk-
unin 7,5% fyrir árið 2016. Í krónum
talið um 16 þúsund kr. á mánuði fyrir
utan skatt. Viðbótarhækkun eftir nýj-
um lögum almannatrygginga nemur
álíka hækkun til þeirra verst settu, 10
til 20 þús. kr á mánuði. Það er öll
hækkunin!
Samanburður við hækkun
til alþingismanna
Engin tillaga frá alþingismönnum
hefur komið fram um að fella niður
hækkun Kjararáðs daginn eftir kosn-
ingar um 44% hækkun þeim til handa,
meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir
að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní
2016 og í árslok 2015, 9,3% hækkun
afturvirka. Í lögum um kjararáð segir
í 2. mgr. 8. gr. laga: „Kjararáð skal
ætíð taka tillit til almennrar þróunar
kjaramála á vinnumarkaði.“ Hækk-
unin ein á mánuði sem Kjararáð út-
hlutaði alþingismönnum, og er ekki í
samræmi vð ofangreint lagaákvæði,
nemur hærri upphæð en grunnlaun-
um lögreglumanna og kennara, og
nemur tvöföldum mánaðarlaunum
láglaunafólks og meira en tvöföldum
lífeyri öryrkja og eldri borgara. Þessi
hækkun var fyrir utan fríðindin öll og
aukagreiðslurnar.
Þetta nýja réttlæti ríkisstjórnar og
alþingismanna er hreinn ósómi.
Hvað er til ráða?
Flokkur fólksins lagði til að skatt-
leysismörk yrðu hækkuð upp í kr.
300 þúsund krónur á mánuði, til að
bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og lág-
launafólki kjararýrnun síðustu ára.
Jafnframt væru skattar tveggja
skattþrepa hækkuð, samsvarandi
þeim ávinningi. sem hækkun
skattleysismarka gæfi þeim tekju-
hærri. Hvers vegna hafa skattleys-
ismörkin ekki verið hækkuð, fremur
en lækkun skatta hjá þeim efna-
meiri?
Hvernig eiga þeir lægst settu
að ná fram rétti til að lifa?
Eftir Halldór
Gunnarsson » Öryrkjar og eldri
borgarar í fátækt-
argildru ríkisins fá sína
lágmarkshækkun miðað
við aðra, greidda ári eft-
ir á, samkvæmt lögum, í
prósentu reiknað.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er varaformaður
Flokks fólksins.
Þann 5.12. 2016 var í
Kastljósi fjallað um
fjársýslu dómara við
Hæstarétt. Fram kom
að Markús Sigur-
björnsson dómari var
fyrir „hrunið“ haustið
2008 að sýsla með eigin
fjármuni upp á tugi
milljóna. Fjármála-
umsvif dómarans sam-
ræmast ekki starfs-
skyldum hans. Við þá sýslan var
hann þ. 29.9. 2008 og dagana þar í
kring.
Á þeim dögum átti hann að dæma í
hæstaréttarmálinu nr. 610/2007.
Málflutningur var 24.9. 2008 og var
dómur kveðinn upp 2.10. 2008. Mark-
ús er eini dómari málsins sem enn
starfar við réttinn. Dómararnir lásu
ekki málsgögnin. Sannanlega ekki
aðra heimildina, sem þeir byggðu
dóminn á. Markús var of upptekinn
við eigin fjársýslu til að sinna starfi
sínu.
Úrlausnarefnið var eignarréttur
landskipta á jarðartorfunni Ytri-
Sólheimar. Deilan snérist um eign-
arhlutfall í óskiptri sameign torf-
unnar. Dómkrafa sóknaraðila, eig-
enda Ytri-Sólheima 3, var að staðfest
yrði með dómi að eign þeirra í sam-
eign væri 25%. Krafan studdist eink-
um við: Kaupbréf Erlings Brynjólfs-
sonar á 25 H að fornu mati úr
torfunni, dagsett 30.1. 1905. Þá voru
14 heimildir um að torfan er 100 H að
fornu mati. Í þriðja lagi var krafa um
að stjórnarskrárvarinn eignarréttur
gangi framar landskiptalögum.
Til varnar í héraði og Hæstarétti
voru Einar Þorsteinsson og Eyrún
Sæmundsdóttir í Sólheimahjáleigu,
ásamt dóttur og tengdasyni. Kröfð-
ust þau að torfunni yrði skipt sam-
kvæmt landskiptalögum. Mikið bar á
milli hjá aðilum málsins: Hjáleigan
er að fornu mati 7,33% af torfunni, en
15,5% samkvæmt landskiptalögum.
Verjendur hlutu stuðning aðila sem
er skráður eigandi að 4% parti í torf-
unni. Í gögnum málsins liggur fyrir
að á tuttugustu öld hefur stjórnsýsl-
an smíðað hverja kórvilluna eftir
aðra um eignahluti torfunnar og á
það ekki síst við um fyrrgreindan 4%
part Eystri-Sólheimasystkina. Þær
flækjur eru slíkar að ekki er kostur
að greiða þær hér. Tvímæli eru um
hvort þau systkin eru eigendur að
partinum eða Elín Einarsdóttir.
Sækjendur töpuðu málinu í héraði.
Taldi dómurinn ekki heimilt að
dæma á grundvelli eignarrétt-
arákvæða Stjórnarskrár. Dómnum
bæri að lúta ákvæðum laga nr. 46/
1941. Hæstarétti var nokkur vandi á
höndum: Annars vegar lagði sókn-
araðili fram víðtækar heimildir um
eignarhlut sinn og krafðist þess að
hann væri varinn. Hins vegar bar
dómnum að horfa einnig til land-
skiptalaga. Telja má að tilvísun sækj-
enda í Stjórnarskrá hafi knúið rétt-
inn til að hafa meira við. Málið var
dómtekið með fimm dómurum.
Rótina að deilu málsaðila má rekja
til laga nr. 46/1941, sem eru einstök
að endemum, hvort heldur vísað er
til íslensks eða evrópsks réttar. Lög-
in leyfa þrjú sönnunargögn! Flestum
er í brjóst lögð sú réttlætiskennd að
öll tiltæk sönnunargögn beri að
skoða í dómsmáli. Það er, svo dæmi
séu tekin, leyfilegt að meta sönn-
unargildi hnífs í morðmáli og kaup-
bréf hafa um aldir, hér-
lendis sem erlendis,
verið gild til sönnunar í
eignarrétti. Raunar eru
þinglýst eignaskjöl, oft-
ast kaupbréf, þau sönn-
unargögn sem best
tryggja eignarhald. Sá
kross er lagður á herðar
dómara að meta hvað
teljist gild sönnun ef
skjöl eru véfengd.
Núverandi land-
skiptalög tilgreina að í
eignarrétti landskipta skuli fara eftir
skráðu hlutfalli í þremur prentuðum
jarðabókum. Ekki er bannað að
skoða fleira. Dómarar hafa hins veg-
ar fegnir stokkið í það skjól að ekki
megi skipta landi eftir öðrum heim-
ildum þrátt fyrir að jarðabækur eru
gerðar fyrir skattheimtu og kaup-
bréf fyrir eignarrétt. Það er einfald-
ara að skoða fá sönnunargögn, en
mörg!
Hæstiréttur hafnaði dómkröfu
sóknaraðila með tvíþættri tilvísun í
Jarðatal Johnsens 1847. Þar er torf-
an skráð bæði 107,5 H og 120 1/6 H
og þá óvíst hvort 25 H séu 25% af
torfunni.
Johnsen vitnar rangt í frumheim-
ild frá árinu 1805. Frumheimildin til-
greinir að torfan öll er 100 H og
heimildina lagði ég fyrir réttinn. –
Dómstóllinn byggði á heimild sem
vitnar rangt í frumheimild. Þá skráir
Johnsen dýrleikann 120 1/6 H eftir
Jarðabók Skúla fógeta 1760. Ég tel
það bera vott um þekkingarskort á
fornum jarðabókum að tortryggja
ekki skráninguna. Dómurum ber að
afla sér þekkingar á þeim gögnum,
sem þeir byggja dóma sína á. Um
dóminn skrifaði ég á árinu 2009
greinar í þetta blað með heitinu
Glámskyggn heimildarýni Hæsta-
réttar.
Í tuttugu ár hef ég leitað að for-
sendum Skúla. Fyrir þremur árum
fann ég ítarlega skráningu Lýðs
sýslumanns frá Dyrhólaþingi 10.11.
1759 með undirskriftum þingvotta.
Þar er torfan skráð 100 H. Í haust
var frumheimild Skúla; skýrslur
sýslumanna frá árunum 1753-54,
lögð í hendur mér. Skýrsla Þorsteins
Bjarnasonar um Dyrhólahrepp
hrekur skráninguna í jarðabók
Skúla. Báðar stoðir dómsins eru
hrundar.
Markús er ber að því að meta meir
að sýsla með fjármuni sína dagana
fyrir bankahrunið haustið 2008, en
að gegna skyldu sinni. Hann las ekki
dómsskjalið, sem hann byggði dóm
sinn á. Skjalið sem ég lagði í hendur
honum.
Hann dæmdi mig til að greiða all-
an málskostnað og í kjölfarið tapaði
ég eignum á hrakvirði.
Hvort mun virðing Hæstaréttar
skaðast af veru Markúsar Sigur-
björnssonar við dómstólinn?
Glámskyggn
hæstaréttardómari
Eftir Tómas
Ísleifsson
Tómas Ísleifsson
» Skrif um dóm í eign-
arréttarmáli byggð-
um á heimild frá 1847
þvert á 14 heimildir.
Heimildin er villuheim-
ild. Frumheimildin var í
höndum dómara máls-
ins.
Höfundur er líffræðingur.
Atvinnublað
alla laugardaga
mbl.is