Morgunblaðið - 03.02.2017, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
✝ Júlíus JónDaníelsson
fæddist í Syðra-
Garðshorni í Svarf-
aðardal 6. janúar
1925. Hann lést á
dvalarheimilinu
Seljahlíð 20. janúar
2017.
Júlíus var sonur
hjónanna Daníels
Júlíussonar frá
Syðra-Garðshorni,
f. 5. nóvember
1891, d. 14. desember 1978, og
Önnu Jóhannsdóttur, f. 27. apríl
1893, d. 14. mars 1988, frá
Brekkukoti í Svarfaðardal.
Systkini Júlíusar voru Steinunn,
f. 8. janúar 1919, látin, Jóhanna
María, f. 6. desember 1921, látin,
Jóhann Kristinn, f. 18. nóv-
ember 1927, látinn, og Björn
Garðars, f. 26. ágúst 1932. Árið
1950 eignaðist Júlíus dótturina
Guðbjörgu, f. 13. september
1950, d. 11. janúar 2003. Móðir
hennar er Una Runólfsdóttir, f.
7. september 1928. Guðbjörg
giftist Einari Bogasyni árið
1975. Þau fluttu til Svíþjóðar ár-
ið 1977 og eignuðust þrjú börn.
Þau eru: Alex, f. 29. maí 1980,
eiturefnafræðingur í Stokk-
8. nóvember 1957. Þau skildu.
Börn þeirra eru: Ari Júlíus, f.
15. september 1990, d. 24. sept-
ember 2013, og María, f. 15.
mars 1992. Unnusti Maríu er Ív-
ar Vincent Smárason, f. 6. sept-
ember 1992. Anna Guðrún er
gift Viðari Hreinssyni, f. 3. nóv-
ember 1956. Börn þeirra eru
Egill, f. 23. september 1984,
Auður, f. 8. maí 1987, Bjarki
Hreinn, f. 4. apríl 1993, og
Gunnhildur, f. 6. desember 1994.
Sambýliskona Egils er Rikke
Poulsen, f. 11. nóvember 1987.
Eiginmaður Auðar er Hrafn
Fritzson, f. 24. september 1984,
og börn Þorri, f. 25. janúar 2010,
og Jara, f. 22. ágúst 2013. Unn-
usta Bjarka er Dögg Gísladóttir,
f. 17. ágúst 1993. Unnusti Gunn-
hildar er Bjarni Rafn Gunn-
arsson, f. 31. ágúst 1985. Ing-
ólfur var kvæntur Monicu Haug,
f. 19. júní 1970. Dætur þeirra
eru Hrafnhildur Sif, f. 3. sept-
ember 2001, og Sara Lilja, f. 3.
júní 2003. Júlíus stundaði bú-
fræðinám í Uppsölum í Svíþjóð
1946-1951 og starfaði við Bún-
aðarfélag Íslands frá 1954. Sum-
arið 1959 fluttu Júlíus og Þur-
íður í Svarfaðardal og bjuggu
lengst af í Syðra-Garðshorni til
1976. Þá fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Júlíus fékk starf
við Búnaðarblaðið Frey og
starfaði þar til starfsloka.
Útför Júlíusar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 3. febrúar
2017, og hefst klukkan 13.
hólmi, Bogi, f. 4.
nóvember 1981,
rafvirki í Skurup,
og Ólavía Lára, f. 2.
júlí 1991, nemi í
Tommelilla. Alex
er kvæntur Denise
Thun og barn
þeirra er Felicia.
Bogi er kvæntur
Elisabeth Einars-
son. Barn þeirra er
Freja. Unnusti
Láru er Robin Fjun
Sjöstrand. Þann 5. júlí 1958
gekk Júlíus að eiga Þuríði Árna-
dóttur íþróttakennara, f. 23. júlí
1933, d. 11. mars 2016. For-
eldrar Þuríðar voru hjónin
Ólafía Guðrún Helgadóttir frá
Patreksfirði, f. 10. september
1900, d. 6. apríl 1954, og Árni
Árnason frá Hurðarbaki í Flóa,
f. 23. apríl 1893, d. 30. ágúst
1977. Börn Þuríðar og Júlíusar
eru: Árni Daníel, f. 31. júlí 1959,
Anna Guðrún, f. 20. júní 1961,
og Ingólfur, f. 4. maí 1970, d. 22.
apríl 2013. Árni Daníel er
kvæntur Birnu Gunnarsdóttur,
f. 12. mars 1965, sonur þeirra er
Pétur Xiaofeng, f. 24. apríl
2007. Fyrri eiginkona Árna
Daníels er Sigríður Pálsdóttir, f.
Þegar ég kynntist Júlíusi
tengdaföður mínum fyrir 34 ár-
um var eins og við hefðum alltaf
þekkst. Kannski var það sameig-
inlegur uppruni og staða. Sveita-
menn á mölinni, menn tveggja
heima, hann með vott af fortíð-
arþrá og trega yfir að hafa yf-
irgefið sveitina, ég með vaxandi
fræðilegan áhuga á bændasam-
félagi fyrri tíma. Við gátum
endalaust spjallað og skipst á
sögum af litríku mannlífi. Hann
kunni þó miklu fleiri sögur úr
Svarfaðardal en ég úr minni
sveit og að auki hafsjó af vísum.
Ekki leið á löngu áður en við
höfðum komið á samskiptahátt-
um með sérkennilegum ávörpum
og smástríðni, „það verða fimm-
tíu krónur“ sagði hann ef hann
gerði manni greiða, „þú sendir
bara reikning“ svaraði ég. Við
vorum sammála um margt en
rótgrónasta samkomulagið var
að vera ósammála í pólitík. Hann
var framsóknarmaður í merg og
bein þó að hann hefði kosið
Kvennalistann á sínum tíma. Við
stríddum hvor öðrum á pólitík til
hinstu stundar og höfðum báðir
gaman af.
Júlíus las mikið af því sem ég
skrifaði um dagana og var óspar
á hrós, hvort sem það voru harð-
snúnar bókmenntaritgerðir á
dönsku eða ævisögur á íslensku.
Það var ómetanlegt fyrir sjálf-
stætt starfandi fræðimann að
eiga hann að með hvatningu og
stuðning þegar syrti í álinn.
Sjálfur var hann fræðimaður
að eðlisfari, fluggreindur, gagn-
menntaður og sílesandi, vel rit-
fær og hélt fróðleik til haga.
Hann var iðinn myndasmiður og
tók myndir við öll hugsanleg
tækifæri. „Þetta er heimild,“
sagði hann þegar hann smellti af
mynd, hirðumaður um allar
heimildir. Hann lét oft stækka
gamlar myndir, merkti þær og
gaf öðrum.
Júlíus var söngelskur gleði-
maður en svo góðviljaður að
hann fann aldrei að því að ég
gæti ekkert sungið. Hið svarf-
dælska söltunarfélag var merk-
ur félagsskapur um söng og
söngvatn sem Júlíus átti með
bræðrum og vinum, Jóhanni og
Birni, Halldóri mági sínum,
Hjalta í Ytra-Garðshorni og
fleirum. Þeir drukku og sungu af
hjartans lyst, jafnvel nýortar
vísur og kvæði.
Mesta gleði hafði Júlíus þó af
afkomendum sínum. Þau Þuríð-
ur nutu þess að fá barnabörnin í
heimsókn, spjalla við þau og
syngja með þeim. Oft hafði hann
á orði hve vitlaus hann hefði ver-
ið á yngri árum, því þá ætlaði
hann að pipra.
Á mannamótum var hann
hrókur alls fagnaðar, hafði gít-
arinn með í fjölskylduveislur og
leiddi söng. Hann var vinamarg-
ur og lét sér annt um hagi fólks,
bætti og fegraði lífið í kringum
sig. Á dvalarheimilinu Seljahlíð,
þar sem hann var síðustu æviár-
in og naut frábærrar umönnun-
ar, var hann vinsæll vegna
gamansemi sinnar og góðvildar.
Hann gerði sér far um að læra
hrafl úr tungumálum starfsfólks
og kunni nokkrar setningar á
pólsku og fleiri tungumálum.
Júlíus var svo lánsamur að
halda góðu minni, sagnagleði og
sálarþreki allt til loka, þótt ýmis
áföll dyndu yfir síðustu árin og
líkaminn hrörnaði svo hann átti
erfitt um gang. Öllu slíku mót-
læti tók hann með djúpri ró og
æðruleysi. Að leiðarlokum, þeg-
ar Júlíus er fallinn frá, þokar
treginn um síðir fyrir björtum
minningum og þakklæti fyrir
vináttu og góða samfylgd heið-
ursmanns.
Viðar Hreinsson.
Minn kæri vinur og svili, Júl-
íus Jón Daníelsson, er kominn til
himna, með honum er fallinn frá
margslunginn maður með ríka
kímnigáfu og oft stríðnin upp-
máluð. Júlíus var með góða
bassarödd og söng í kórum, bæði
í Svarfaðardal og hér fyrir sunn-
an. Oft tókum við lagið saman og
það varð honum tilefni til að
segja nú er gaman, krakkar. Júl-
íus var víðlesinn og skarpur í
hugsun. Hann var búfræðingur
að mennt og vann sem ritstjóri
hjá búnaðarritinu Frey.
Júlíus og Þuríður kona hans
bjuggu í Syðra-Garðshorni í
Svarfaðardal. Þar var oft glatt á
hjalla þegar Júlíus og bræður
hans héldu sviðaveislur með
miklum söng og gamanmálum.
Þuríður var hörkudugleg
kona og kenndi við Húsabakka-
skóla með búskapnum. Þau
fluttu til Reykjavíkur 1976 og
kenndi Þuríður við Breiðholts-
skóla til starfsloka. Þuríður lést
11. mars 2016, þar með eru þessi
heiðurshjón bæði fallin frá.
Votta ég börnum og öllum ætt-
ingjum og vinum samúð og vona
að minningin um þessi heiðurs-
hjón verði þeim huggun harmi
gegn.
Theódór Óskarsson.
Núna ert þú víst farinn,
frændi. Tapaðir að lokum slagn-
um við Elli kerlingu sem þú hef-
ur samt haft flestum mönnum
betur í baráttunni við. Í mínum
augum varst þú sérstakari mað-
ur en flestir aðrir sem ég hef
kynnst og þín er því ómögulegt
að minnast eins og en flestra
annarra.
Við vorum sveitungar, frænd-
ur og unnum á sama vinnustað í
áratugi þannig að margt urðum
við að lifa saman.
Fyrstu minningarnar eru þeg-
ar það fréttist norður í Svarf-
aðardal að von væri á nýjum
ábúanda í Syðra-Garðshorn eitt
vorið. Þetta var brottfluttur son-
ur fullorðnu hjónanna sem þar
bjuggu sem var að koma til bú-
skapar með fjölskyldu sinni.
Þetta varst þú. Sveitungar þínir
brugðust við með fögnuði og
kusu þig eiginlega strax sem
oddvita sveitarinnar. Ég hafði þá
sem barn litla þekkingu á sveit-
arstjórnarmálum en í minning-
unni virðist mér að þú hafir verið
dáður í þessu starfi af nánast
hverjum manni fyrir þína ljúf-
mannlegu og glaðlegu fram-
komu. Oft minnist ég þín keyr-
andi á jeppanum syngjandi sæll
og glaður, þó að engin yrðu per-
sónuleg kynni á þessum tíma
enda hlutfallslegur aldursmunur
það mikill. Frá þeim tíma held
ég samt að báðir hafi vitað af til-
vist hins og jafnvel aðeins fylgst
með hvað henti hvorn annan.
Búskaparvera þín varð ekki löng
að þessu sinni. Ég lagðist brátt
þegar ég stækkaði í landaflakk
en á þeim góðu árum fluttir þú
norður í dalinn góða aftur og
fórst að uppfræða ungdóminn á
Dalvík en áður hafði ég fengið
góða viðkynningu af bræðrum
þínum báðum í því starfi. Aldrei
kynntist ég þér sem kennara en
ætla að þar hafir þú jafnvel verið
bræðrabetrungur og áreiðanlega
hefur hin einstaka glaðværð þín
fallið í kramið hjá ungviðinu.
Eftir einhver starfsár mín hjá
BÍ birtist þú síðan sem starfs-
maður á búnaðarblaðinu Frey,
sem þá naut virðingar meðal
bænda. Þú komst ekki þar til
starfa sem ókunnur maður þar
sem þú hafðir einhver ár áður en
til búskapar kom í Syðra-Garðs-
horni starfað sem aðstoðarmað-
ur við blaðið hjá gömlum sveit-
unga okkar Gísla Kristjánssyni.
Þarna starfaðir þú meðan starfs-
ævin entist sem blaðamaður og
ritstjóri. Hin fjölhæfa þekking
þín á öllum sviðum starfsins
nýttist þér einkar vel. Ekkert
vafamál er að meðal starfsfólks
naust þú mikilla vinsælda vegna
þíns einstaka ljúfa skaps og léttu
lundar og aldrei langt í að tónar
sönglaganna heyrðust. Þar sem
ég er rati í öllu sem að tónlist
lýtur lágu áhugasvið okkar ekki
saman þar. Okkar mesta sameig-
inlega áhugamál var hins vegar
áreiðanlega dalurinn fagri fyrir
norðan. Nokkrar ógleymanlegar
ferðirnar áttum við þangað sam-
an þegar báðir töldu sig þurfa að
sækja þangað aukinn lífskraft.
Minning þín, frændi góður,
verður ávallt slegin töfraljóma.
Þín einstaka lífsgleði og létta
lund mun hlýja okkur um ókom-
in ár sem nutu þeirra forréttinda
að kynnast því vel.
Öllum nánustu aðstandendum
votta ég innilega samúð mína við
fráfall Júlíusar Jóns Daníelsson-
ar.
Jón Viðar Jónmundsson.
Ég kveð hér með í dag elsku-
legan og góðan frænda, sem ég
kem til með að sakna mikið.
Hann Júlíus móðurbróðir minn
var ekki bara frændi með stóru
F-i, heldur líka góður vinur sem
ég hafði óendanlega mikið gam-
an af að hitta og umgangast. Við
vorum nefnilega svo líkir á
mörgum sviðum, höfðum sama
húmor og hlógum oft dátt að
bröndurum og fyndni hvor ann-
ars.
Ég kynntist Júlíusi snemma
er mamma fór að fara með mig
norður í Svarfaðardal í heimsókn
til ömmu og afa. Júlíus og fjöl-
skylda, sem þá bjó fyrir norðan,
urðu fljótlega snar þáttur í lífi
mínu, enda gestrisni og hlýlegt
viðmót þeirra einstakt og svo
átti hann börn sem voru á mínu
reki og ég lék mér alltaf við.
Börn Júlíusar og Þuríðar hafa
ætíð síðan verið mér náin og kær
og mikil vinátta ætíð verið með
okkur. Alltaf stóðu allar dyr mér
og minni fjölskyldu opnar og
alltaf var ég velkominn til þeirra.
Þessi bönd urðu því órjúfanleg
og tengsl okkar því náin og sterk
og styrktust bara með tímanum,
sérstaklega eftir að þau fluttu
hingað suður.
Til Júlíusar og fjölskyldu gat
ég alltaf kíkt í heimsókn, nánast
hvenær sem var. Júlíus var
þannig að hann var alltaf tilbú-
inn að taka á móti fólki og spjalla
um daginn og veginn. Hann var
ekki maður sem bar tilfinningar
sínar á torg þó svo að hann hefði
haft ærnar ástæður til nú í
seinni tíð. Hann missti elstu
dóttur sína skyndilega á besta
aldri, missti yngsta son sinn rétt
fertugan úr stuttum og erfiðum
veikindum, missti barnabarn
sviplega, og ofan á allt þetta, að
þurfa að vera viðskila við hana
Þuríði sína í mörg ár vegna bar-
áttu hennar við langvinnan og
erfiðan sjúkdóm. Í öllu þessu
hélt hann í glaðværðina og jafn-
aðargeðið og í æðruleysi sínu
bar hann harm sinn í hljóði. Júl-
íus kom líka úr þannig fjölskyldu
og umhverfi norður í Svarfaðar-
dal þar sem ætíð ríkti mikil já-
kvæðni, velvild og gæska, sem
og söngur og gleði, sem var það
vegarnesti sem mótaði Júlíus og
lífshlaup hans. Hann var maður
sem barst ekki á enda nægju-
semi honum í blóð borin. Í seinni
tíð var eini lúxusinn sem gladdi
hann að fá sér einn og einn bjór
og sagði ég honum þegar ég
heimsótti hann að ég væri kom-
inn með „meðulin“ hans og tók
hann þá jafnan mikinn fjörkipp
af gleði. Þetta voru dásamlegar
stundir sem við áttum saman nú
í seinni tíð og hann naut þessi
greinilega að fá mig í heimsókn
til „gamla frænda“ eins og hann
orðaði það. Hann spurði alltaf út
í fjölskyldu mína, hvernig þeim
vegnaði og bað alltaf að heilsa
þeim. Hann sagði mér oft
skemmtisögur af sér og bræðr-
um sínum hér áður fyrr, sem og
frægðarsögur af sér og íþrótta-
afrekum sínum hér heima sem
og frá námsárum sínum í Sví-
þjóð.
En nú hefur Júlíus frændi
kvatt þennan heim og nú er eng-
inn Júlíus lengur til að heim-
sækja og spjalla við og skiptast á
brandörum við. En minningin
lifir um góðan og kærleiksríkan
frænda. Takk fyrir skemmtileg-
heitin, góðsemi og gæsku í minn
garð. Ég og fjölskylda mín send-
um eftirlifandi börnum hans Júl-
íusar sem og tengdabörnum og
barnabörnum, innilegar samúða-
kveðjur.
Þinn systursonur,
Örn og fjölskylda.
Lítill drengsnáði stóð á
hlaðinu í Laugahlíð og horfði á
fuglana á Tjarnartjörninni.
Hann vissi vel um flug fuglanna
um óravíddir himinsins en minna
um hæfileika þeirra til sunds á
vötnum. Snjólaug var nærri og
heyrði drenginn tvinna saman
blótsyrðum um afa sinn og bæta
við að hann væri „ljúgur“ að
segja að öndin væri fugl!
Sagan fékk vængi og hefur
allt síðan þá flögrað um landið.
Júlíus Dan og Gunnar skóla-
stjóri á Húsabakka voru liðtækir
í því að halda ljúgarasögunni um
mig á lofti bæði norðanlands og
sunnan. Til hennar má rekja L-
ið sem bættist alltaf við nafn
mitt á jólakortum frá Júlíusi og
hefur sjálfsagt einhvern tíma
ruglað póstdreifingarfólk. Það
stóð fyrir „ljúgur“!
Við vorum hreppsmálarar í
Svarfaðardal um tíma; Páll mál-
ari, ömmubróðir minn, bræðurn-
ir Júlíus og Jóhann Daníelssynir
og ég. Við máluðum skólabygg-
ingar, sundskálann og þinghúsið
og skemmtum um leið hver öðr-
um með sögum, glensi og gam-
anmálum. Stundum líka með því
að fá okkur eina ölkollu eða
tvær. Þeir Syðra-Garðshorns-
bræður og Páll voru endalaus
uppspretta sagna og kveðskapar
um menn og málefni í Svarfaðar-
dal sem langyngsti maðurinn í
hópnum skemmti sér við að
hlusta á og hlæja að með þeim.
Hláturinn sem kraumaði í þess-
um vinum mínum við hverja
sögu heyri ég alltaf innra með
mér síðan.
Líklega hefur Júlíus verið
mestur sagnamaður þessara
þriggja. Það streymdu frá hon-
um sögurnar og þær voru óspart
færðar í stílinn með leikrænum
tilburðum og eftirhermum.
Þjálfun í slíku fékk hann góða
frá unga aldri á því fróma menn-
ingar- og æskuheimili sínu
Syðra-Garðshorni þar sem söng-
ur og sagnamál voru ríkur þátt-
ur í uppeldinu. Söngmaður var
Júlíus líka góður og hafði yndi af
tónlist. Öllum þessum hæfileik-
um sínum hélt þessi sómamaður
til dánardags. Heimsóknir til
hans í Seljahlíð voru sagna- og
menningarstundir með ómældri
kátínu og gleði og svolítilli lögg í
glasi. Svarfaðardalur liðins tíma
lifnaði við.
Lítið er sjálfsagt eftir af lit-
unum sem við félagarnir skildum
eftir okkur á veggjum og loftum
í Svarfaðardal, búið að mála yfir
þá með nýjum. En yfir fallegar
minningar málar enginn og þær
á ég margar frá samverunni með
Júlíusi og þeim hinum hrepps-
málurunum. Til dæmis þegar
„ljúgurinn“ var aftur mættur í
Laugahlíð en nú til þess að mála
ásamt Júlíusi. Við gerðum það
að okkar áliti skammlaust þar til
ketilhúsið var eitt eftir. Hvaða lit
setur maður á ketilhús? Jú, við
ákváðum að skella saman öllum
afgöngum sem við áttum en urð-
um furðu lostnir yfir þeim und-
arlega lit sem við okkur blasti.
Máluðum samt. Við skírðum
þennan nýja lit „furðulosta“!
Jón Baldvin (BL)
Halldórsson.
Það er gott að eiga góðar
minningar um góðan vin, Júlíus
Jón Daníelsson. Við Júlíus áttum
samleið um tíma, hvor við störf á
vettvangi landbúnaðarins í
Bændahöll, hann, sem annar rit-
stjóra Búnaðarritsins Freys, ég
við tímabundið verkefni að úr-
ræðum til atvinnufjölbreytni í
sveitum.
Mín fyrsta minning um Júlíus
er um mann, gjarnan á áberandi
rauðri skyrtu, sem oft birtist um
miðjan dag í seturými Stéttar-
sambands bænda, framan við
skrifstofu mína, og las dagblöð-
in, sem þar lágu frammi, en
sjálfur hafði Júlíus starfsaðstöðu
á gangi Búnaðarfélagsins á sömu
hæð. Síðar áttum við svo samleið
í starfi þar sem ákveðið var að
gera verkefni mínu skil í Frey og
fjalla þar um og hvetja bænda-
fólk til að skoða úrræði sem
gætu gefið hliðartekjur við hefð-
bundinn búskap. Þessu var kom-
ið í framkvæmd með skipulögð-
um heimsóknum út í héruðum,
með fundum og ráðstefnum. Júl-
íus tók viðtöl og sagði frá í Frey,
allt til að upplýsa og hvetja.
Löng og mörg ferðalög vítt
um land gáfu tilefni til að kynn-
ast vel og um margt var spurt og
spjallað. Júlíus var í senn bæði
fræðandi og spurull. Hann átti
þann góða hæfileika að leiða
samræður áfram og skapa þá
áhugaverða frásögn, samtal og
trúnað. Eftir hverja heimsókn
varð til skýrsla/ferðasaga sem
Júlíus fór yfir. „Ég vil að þú
skrifir eftir mig,“ sagði hann eitt
sinn. Seinna færði ég honum
þessar frásagnir í samantekt
sem honum þótti vænt um og
vitnaði oft til. Nú er komið að því
að standa við sitt og það er mér
mikill heiður að minnast þessa
góða og trausta vinar.
Þó Júlíus væri fróður um
margt voru þó ýmsir staðir á
landinu, sem hann hafði aldrei
komið til eða dvalið á, Vest-
mannaeyjar þar á meðal. Það
var því okkur hjónum mikil
ánægja að eiga helgi á Heimaey
með Þuríði og Júlíusi í sumar-
blíðu og njóta saman fegurðar
eyjanna. Þá áttum við og
skemmtilega samveru í bústað
okkar í Grímsnesinu. Þar leið
tíminn í svarfdælskum anda við
gleði og söng og þá voru viðhöfð
hans skemmtilegu orðatiltæki,
sem hann greip oft til, „skál,
góðir hálsar og sænskir menn“
og gjarnan „og vil ég að það
verði fært til bókar“.
Fjölskyldu Júlíusar færum við
innilegar samúðarkveðjur, bless-
uð sé minning hans.
Arnaldur Mar Bjarnason.
Einn af ágætum og eftir-
minnilegum sonum Dalsins er
genginn til feðra sinna. Harmur
er að slíkum fréttum, jafnvel
þótt langri og fagurri lífsgöngu
sé nú lokið. Hvíldin er líka góð
eftir langar göngur. Júlíus Daní-
elsson var í hópi einstakra vina
minna, margfróður, gefandi og
kunni þá list að slá á strengi lífs-
ins, alltaf jákvæður og svo var
„húmorinn“ aldrei langt undan.
Er ég fyrst kynntist þeim
bræðrum frá Syðra-Garðshorni
tókust fljótlega góð og vinsam-
leg kynni er sífellt styrktust.
Það sama er að segja um börnin
þeirra og fjölskyldur. Í sumum
tilfellum „erfðist“ þessi vinátta
til barna okkar og þar er í dag
sönn og mikil vinátta. Kynni
okkar Júlíusar Dan hófust er við
kenndum báðir við Dalvíkur-
skóla. Síðar kenndum við Þur-
íður kona hans á Húsabakka.
Þau bjuggu þá í Syðra-Garðs-
horni. Ég minnist daglangrar
veru hjá þeim hjónum ein jólin.
Börnin léku sér saman og margt
var skrafað og tekið lagið.
Ógleymanleg jólagleði í sveit-
inni, mikil veisla.
Júlíus var afar kurteis maður.
Eitt sinn er kennarar við Dalvík-
urskóla háðu knattleik við sjó-
menn á sjómannadaginn var Júl-
íus settur í markið. Gárungarnir
sögðu að sigur sjómanna hefði
helgast af því hversu markmað-
urinn vék sér fimlega frá bolt-
Júlíus Jón
Daníelsson