Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
✝ Óttar ÍsfeldKarlsson fædd-
ist í Bolungarvík 4.
nóvember 1924.
Hann lést á Grund
25. janúar 2017.
Óttar var sonur
hjónanna Jóns
Karls Helgasonar,
f. á Eskifirði 30.
nóvember 1890, d.
24. mars 1943, og
Gunnjónu Valdísar
Jónsdóttur, f. á Mýrum í Dýra-
firði, 19. júní 1903, d. 16. júní
1985. Hann var elstur sex systk-
ina, hin eru Guðrún, Eymar, d.
2010, Katrín, Rósa og Halldóra.
15. september 1950 kvæntist
Óttar Ingibjörgu Sæmunds-
dóttur, bókaverði á Háskóla-
bókasafni, f. 5. febrúar 1925, d.
13. maí 2016. Þau eignuðust tvö
Eiginmaður Áslaugar er
Kristján Sigurjónsson frétta-
maður, f. 1955. Dætur hans og
stjúpdætur Áslaugar eru
Brynja lýðheilsufræðingur, f.
1981, og Arna verkfræðinemi, f.
1989. Brynja er gift Guðmundi
Páli Atlasyni og eru synir
þeirra Björn Héðinn og Magnús
Thor. Sambýlismaður Örnu er
Hafþór Örn Pétursson. Móðir
Brynju og Örnu er Ingibjörg
Haraldsdóttir.
Óttar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1944. Hann útskrifaðist sem
skipaverkfræðingur frá Chal-
mers Tekniska Högskola í
Gautaborg árið 1952. Hann
starfaði sem verkfræðingur hjá
skipasmíðastöðinni Kockums í
Malmö á árunum 1952 til 1954.
Árið 1954 tók hann við starfi
skipaverkfræðings hjá Skipa-
deild Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga, síðar Samskipum
og starfaði þar til starfsloka.
Útför Óttars fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 3. febrúar 2017, og
hefst hún klukkan 13.
börn, Áslaugu
bókasafnsfræðing,
f. 20. apríl 1957, og
Sæmund Kjartan
stærðfræðing, f.
20. október 1959,
d. 24. desember
2015.
Dætur Áslaugar
og Björns Brynj-
úlfs Björnssonar
eru Birta frétta-
maður, f. 1979, og
Brynja leikmyndahönnuður, f.
1982. Birta er gift Sveini Loga
Sölvasyni og eru börn þeirra
Herdís Anna, Óttar og Sölvi
Brynjar. Sambýlismaður Brynju
er Hjörtur Jóhann Jónsson og
er sonur þeirra Jón Egill.
Dóttir Áslaugar og Guðjóns
Bjarnasonar er Anna banka-
starfsmaður, f. 1990.
Óttar Ísfeld Karlsson,
tengdafaðir minn, var kominn
hátt á áttræðisaldur þegar
fundum okkar bar fyrst saman.
Hann spurði mig hvort ég væri
ekki til í að hjálpa honum að
skipta um rúður í íbúð dóttur
hans og laga gluggana í leið-
inni. Það var sjálfsagt mál. Ég
áttaði mig hins vegar ekki al-
veg á hvernig hann ætlaði að
fara að þessu. Sá fyrir mér að
leigja þyrfti ansi veglegan still-
ans, lyftu eða krana því íbúðin
er uppi á 5. hæð og rúðurnar
engin smásmíði. Hvort þetta
væri nú ekki sameiginlegt
verkefni húsfélagsins? Nei,
hann mátti ekkert vera að bíða
efir því, var búinn að reikna
þetta allt út, engar áhyggjur af
stillans, verkið myndum við
vinna innan frá. Svo skiptum
við tveir um rúður með aðferð-
um sem ég hafði aldrei kynnst
áður, með sérstökum sogskál-
um, reipum og öðrum græjum
og allt gekk fullkomlega upp.
Ekki gæti ég fyrir mitt litla líf
endurtekið þetta verk. En
svona var verkfræðingurinn
Óttar. Hann var sífellt að fram
yfir nírætt. Hann hugsaði hvert
verk í þaula, vildi gera þau á
sinn hátt, fór ekki alltaf auð-
veldu leiðina, tók sinn tíma, en
var umhugað um að vandað
væri til verka og að útkoman
yrði traust. Hann var maður
grófverkanna, skipti um þak og
lagnir, braut veggi og steypti
nýja og gerði allt sjálfur. Hann
þoldi ekki fúsk og valdi verk-
færi, tæki og tól sem hann
treysti. Helst þýsk eða sænsk.
En jafnframt var hann svo
skemmtilega laus við allt pjatt
og tildur. Hann var ekkert að
stressa sig þó að ekki væri þrif-
ið eða málað í hvert horn að
verki loknu. Bílskúrinn var
einn dásamlegur glundroði, en
hann vissi nákvæmlega hvar
hvern hlut var að finna. Best
naut hann sín í stórfram-
kvæmdum, úfinn með hattkúf-
inn, rykugur og alsæll í vel
þvældum vinnufötum.
Óttar var fjölfróður maður,
hafði áhuga á samtímasögu og
stjórnmálum, vinstrisinnaður
og hafði ákveðnar skoðanir á
þjóðfélagsmálum. 85 ára gamall
kynnti hann sér rækilega
Skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis um efnahagshrunið.
Þá hafði hann sérstakan áhuga
á síðari heimsstyrjöldinni og
aðdraganda hennar og las heilu
sagnfræðidoðrantana um þau
efni.
Pabbinn, afinn og langafinn
Óttar var einstakur maður. Ást
hans til Áslaugar, dóttur hans,
var einstaklega falleg og sam-
band þeirra djúpt og innilegt.
Dótturdætur hans þrjár dýrk-
uðu hann og hafa ósjaldan
þakkað almættinu fyrir að eiga
annan eins afa. Dætrum mínum
sýndi hann alltaf hlýju og kær-
leik og mikið þótti honum vænt
um þegar önnur þeirra fetaði í
fótspor hans og fór í framhalds-
nám í Chlamers í Gautaborg.
Óttar bar sterkar taugar til
fæðingarstaðar síns, Bolungar-
víkur, og til Ísafjarðardjúps.
Það veitti okkur hjónum mikla
ánægju sl. sumar að geta sann-
fært hann um að koma með
okkur í ferðalag um Djúpið og
gista nokkrar nætur á Melgras-
eyri hjá Birtu, dótturdóttur
hans, og fjölskyldu. Þess naut
hann innilega og hafði mörg orð
þar um.
Óttar var heilsuhraustur
maður svo af bar. Fram yfir ní-
rætt var líkaminn og hugurinn
sterkur. Fyrir það ber að
þakka. Ekkert nema góðar
minningar fylgja Óttari Karls-
syni. Hvíli hann í friði.
Kristján Sigurjónsson.
Óttar á svo sannarlega sér-
stakan stað í hjarta okkar.
Hann var ávallt glaður, bros-
andi og hafði afar góða nær-
veru. Við erum svo heppnar að
hafa fengið það tækifæri að
kynnast Óttari fyrir um 14 ár-
um. Við komum inn í líf hans
þegar faðir okkar, Kristján, og
Áslaug hófu samvist. Hann tók
okkur eins og sínum eigin
barnabörnum, spurði okkur
ávallt hvernig við hefðum það
og hvernig okkur gengi í því
sem við vorum að takast á við í
lífinu, hann sýndi okkur áhuga
og umhyggju og erum við inni-
lega þakklátar fyrir það.
Fjölskyldan átti margar góð-
ar stundir saman með Óttari í
Sólheimunum þar sem hann
sagði okkur skemmtilegar sögur
frá því hann var ungur maður.
Hann var duglegur, hraustur,
framkvæmdaglaður og ef það
voru einhverjar hindranir í því
sem hann tók sér fyrir hendur
var hann ekki lengi að redda sér
leiðarvísinum og las sér til um
hvernig hann gat leyst málin.
Við kveðjum Óttar með sorg í
hjarta og varðveitum allar góðu
minningarnar sem við eigum.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Áslaug, pabbi, Birta,
Brynja, Anna og barnabarna-
börn.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Arna og Brynja.
Afi Óttar skoðaði fótbolta-
myndir með mér og við vorum
stundum að tefla. Afi sagði sög-
ur og kallaði mig nafna því við
heitum sama nafni. Til dæmis
þegar við fórum að borða sagði
hann: „Herdís Anna, Sölvi
Brynjar og nafni.“
Afi Óttar var góður maður.
Ég á eftir að sakna afa og
mér finnst leiðinlegt að hann sé
dáinn.
Óttar.
Óttar er afi okkar allra.
Þetta sagði barnungur bróðir
okkar í barnaafmæli fyrir
margt löngu. Barnið hafði lög
að mæla. Þó að við barnabörnin
hans höfum eingöngu verið
þrjú átti afi Óttar smá hólf í
hjarta allra sem honum kynnt-
ust. Margs er að minnast þegar
ljúfmennið afi Óttar er nú far-
inn frá okkur.
Hann var dyggasti viðskipta-
vinur í öllum búðarleikjum og
gerði engar athugasemdir þó
að skrúfur í skipulögðum verk-
færakassanum hans væru not-
aðar sem efniviður í að moka
ímynduðu blandi í poka fyrir
viðskiptavini. Hann hefur lík-
lega þurft að eyða dágóðum
tíma í að sortera þykjustu-
nammið aftur á rétta staði eftir
að við vorum farnar heim.
Afi var hógvær og var ekki
tamt að notast mikið við fyrstu
persónu eintölu. Svo mjög að
við gerðum okkur leik að því að
reyna að fá hann til að segja
ég. Það lá beinast við að spyrja
hvað hann væri gamall og ekki
stóð á svari: „Afi? Afi er 74
ára.“
Afi var þver og þrjóskur, lét
ekki sérlega vel að stjórn og
vildi hafa hlutina eftir sínu
höfði. Nema þegar kom að
börnum og barnabörnum, þá
máttum við öllu ráða. Og við
vorum honum alltaf efst í huga.
Þegar amma og afi buðu okkur
á kaffihús pantaði afi sér alla
jafna súkkulaðiköku skreytta
með sælgæti, níræður maður-
inn. Svo fékk hann sér nokkra
gaffla og mokaði sneiðinni sinni
upp í barnabarnabörnin. Það er
ekki tilviljun að þeir yngstu í
þeim hópi setja beint samasem-
merki milli afa Óttars og
súkkulaðis.
Afa þótti gott og gaman að
rifja upp gamla tíma frá Bol-
ungavík. Sögur af hestinum
Skjóna voru í sérstöku uppá-
haldi þegar við vorum litlar.
Afi átti erfitt með að sitja að-
gerðalaus. Hann var ekki einn
af þeim sem draga fram golf-
settið þegar eftirlaunaárin taka
við. Eftirlaunaárin voru reynd-
ar teygjanlegt hugtak í tilfelli
afa Óttars, hann hélt áfram að
mæta í vinnuna eftir að búið
var að kveðja hann með virkt-
um í nokkur skipti. Þarna voru
verkefni sem þurfti að klára.
Þegar hann á endanum hætti
að mæta tók við viðgerðarvinna
heima við. Ekki vegna þess að
húsið þeirra ömmu væri að
hruni komið, heldur líklega
meira vegna þess að okkar
maður þurfti að hafa eitthvað
fyrir stafni. Árum saman mátti
ganga að honum vísum uppi á
þaki eða undir húsinu í göngum
sem hann sjálfur gróf til að
dytta að hinu og þessu. Hann
gerði sömuleiðis við bílana sína
af miklum móð og vílaði ekki
fyrir sér að rífa innréttingarnar
innan úr bílum til að komast í
almennilegar viðgerðir.
Fyrir tæpu ári var ákveðið
að afi mætti ekki keyra lengur.
Það þótti honum heldur súrt í
broti en lét þó til leiðast að
þiggja far stöku sinnum. Það
hýrnaði yfir viðgerðamanninum
afa þegar við tókum hann með
á bensínstöð einhverju sinni til
að dæla lofti í lint dekk. Á með-
an við vorum enn að leggja
bílnum var afi rokinn út þar
sem við komum að 91 árs göml-
um manninum á fjórum fótum,
tilbúnum í að hefja dælingu hið
snarasta.
Við erum óskaplega þakklát-
ar fyrir að hafa átt Óttar fyrir
afa, enginn hefði getað sinnt
því hlutverki betur en hann.
Minning um þann allra besta
lifir áfram.
Birta, Brynja og Anna.
Afi Óttar var skemmtilegur
og góður langafi. Það var gam-
an að vera með honum á Mel-
graseyri og gaman í Sævó hjá
honum. Ég man mest eftir
bollastellinu, mörgum stólum
og fullt af myndum á veggj-
unum.
Ég á eftir að sakna afa Ótt-
ars og mér þótti vænt um hann.
Herdís Anna.
Látinn er í hárri elli vinur
minn og fyrrverandi samstarfs-
maður – Óttar Karlsson – en ég
náði að vera honum samferða
hjá Sambandinu í ein 35 ár. Á
þessum langa tíma vorum við
því næst með vinnuherbergi
hvor við hlið annars í nær 15
ár, en þá tók við átta ára starf
mitt í Lundúnum, sem ég var
settur í að gegna fyrir SÍS. Það
ræður því að líkum að fylgst
var með ferðum hvor annars
þótt verkfræðistörf hans og
bókhald mitt væru tveir óskil-
dir, sjálfstæðir meiðir innan
reksturs skipadeildarinnar.
Þegar kemur að því að
kveðja mann, sem var einstak-
ur starfsmaður og sem reyndist
alla sína tíð afburða verkstjórn-
andi og kunnáttusamur skipa-
verkfræðingur, þá lítur maður
um öxl að hliðstæðu, til að lýsa
viðkomandi betur en orðræða.
Kemur mér þá í hug sjálf
Njála, en þar segir m.a. frá
orðaskiptum þeirra Hámundar-
sona, þegar Gunnar – hetjan
sjálf – imprar á því við yngri
bróður sinn að rjúfa 12 manna
gerðardóm og sætt um útlegð
þeirra, sem kveðinn var upp á
sjálfu Alþingi. Synjun Kol-
skeggs á rofi eiða var þessi:
„Eigi skal þat, – hvárki skal
ek á þessu níðast ok á engu
öðru, því er mér er tiltrúat.“
Viss er ég um að tilsvar Ótt-
ars hefði verið ámóta hefði þær
aðstæður borið á fjörur hans,
því það lá í skaplyndi hans að
leysa vandamál en ekki auka
erjur.
Ungur að árum nýtur Óttar
tilsagnar Steins Emilssonar,
jarðfræðings, sem var í miklu
áliti. Óttar sótti síðar mennta-
skólanám á Akureyri og seig
hefir örugglega sin hans verið,
því með samskólanema axlaði
hann sín skinn og lögðu þeir
fótgangandi af stað til heima-
haga sinna við Ísafjarðardjúp.
Þá tók við nám í Svíþjóð í
skipaverkfræði og loks heim-
koma til landsins árið 1954, en
við Skipadeild Sambandsins og
Samskip vann hann allar götur
síðan.
Úthald siglinga við Íslands-
strendur hefir aldrei verið létt-
meti, enda margar sagnir til af
torsóttum ferðum skipa að erf-
iðum legum eða bólvirkjum.
Löskun skipa við þær aðstæð-
ur var því allnokkur og þá kom
hæfileiki skipaverkfræðingsins
mest að gagni.
En það komu daprir dagar í
þessum rekstri, sem tók hast-
arlega í, þegar saman fór skip-
skaði og manntjón og eru atvik
eins og Dísarfells-slysið harm-
ur, sem býr lengi með okkur
öllum.
En harmur er einnig á vett-
vangi okkar í dag, því einka-
dóttir Óttars sér hér á bak föð-
ur sínum aðeins örfáum
mánuðum eftir að móðirin and-
aðist og sjálfur einkabróðirinn,
Sæmundur Kjartan, létzt á að-
fangadag 2015 aðeins 56 ára.
En svo er guði fyrir að þakka
að sjálf býr hún við barnalán
og á því skjól, sem allir þarfn-
ast þegar svona stendur á.
Við Sigríður sendum á
kveðjustund Áslaugu og börn-
um hennar og sifjaliði einlæg-
ar samúðarkveðjur, en föður
hennar óskum við fararheilla.
Kjartan P. Kjartansson.
Óttar fæddist og ólst upp
vestur í Bolungarvík, elstur
sex systkina. Honum tókst að
brjótast til mennta, sem ekki
var algengt meðal alþýðu
manna á þeim árum. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1944 og
innritaði sig í læknadeild há-
skólans þá um haustið. Eftir
tveggja ára nám venti hann
kvæði sínu í kross og sigldi til
Gautaborgar, þar sem hann
lauk námi í skipaverkfræði og
vann um skeið ytra, uns hann
réðst til skipadeildar SÍS og
hannaði þar skip og fylgdi eftir
smíði þeirra erlendis. Þessari
vinnu sinnti hann til starfsloka
af miklum metnaði og ein-
stakri samviskusemi.
Óttar var afar starfsamur,
honum féll ekki verk úr hendi.
Heima fyrir sýslaði hann í
garðinum eða sinnti viðhaldi á
húsinu. Hann var vakinn og
sofinn yfir fólkinu sínu, börn-
um, barnabörnum og langafa-
börnunum. Hann var hægur og
yfirvegaður í allri framkomu,
háttvís og glaðlegur, jafnan
íhugull og lagði gott til mála ef
einhverjar verklegar fram-
kvæmdir voru á döfinni. Alltaf
var hann boðinn og búinn að
hjálpa með hvaðeina, hvort
sem það voru viðgerðir á bílum
eða framkvæmdir heima fyrir.
Hann átti öll verkfæri og vildi
helst gera allt sjálfur. Hann
var með eindæmum nægju-
samur og nýtinn, henti engu
sem hugsanlega gat einhvern
tímann komið að notum.
Óttar var af þeirri kynslóð
sem breytti Íslandi úr fátæk-
asta ríki Evrópu um aldamótin
1900 í eitt af best stæðu sam-
félögum álfunnar í lok aldar-
innar. Hann mundi tímana
tvenna hvar sem á var litið, út-
gerð, samgöngur, menntun,
svo eitthvað sé nefnt. Hann
kunni mikið af sögum og
fannst gaman að segja frá.
Eitt vorið á menntaskólaárum
sínum gekk hann með skóla-
félögum sínum frá Akureyri og
suður í Hrútafjörð, þar skildi
leiðir. Sumir héldu áfram suð-
ur yfir Holtavörðuheiði, en
Óttar út Strandir við annan
mann og heim í Bolungarvík. Í
Steingrímsfirði greiddu þeir
félagar eina krónu fyrir mat,
gistingu og leiðsögn upp á há-
heiðina, en Óttari var tíðrætt
um þá staðreynd sem dæmi
um breytta tíma. Hann var
stoltur af þessari göngu og hún
var ekki heiglum hent.
Síðustu misseri voru honum
þung í skauti. Kjartan, son
sinn, missti hann fyrir rúmu ári
og Ingibjörgu konu sína á út-
mánuðum í fyrra. Um sama bil
veiktist hann, mátti ekki lengur
aka bíl og varð öðrum háður;
það líkaði honum ekki vel.
Hann fékk hægt andlát og
kvaddi sáttur. Við Óttar vorum
miklir félagar og ég tel mig
lánsaman að hafa kynnst þess-
um góða manni. Ég mun ætíð
minnast hans þegar ég heyri
góðs manns getið.
Sveinn Logi Sölvason.
Leiðir okkar Óttars lágu
saman í mörg ár sem vinnu-
félagar og við fráfall hans
hrannast upp fjölmargar minn-
ingar frá þeim tíma.
Óttar var vel lesinn og kunni
vel sitt fag. Eftir stúdentspróf
fór hann til Svíþjóðar og nam
skipaverkfræði í Gautaborg.
Hluta af starfsnámi Óttars tók
hann hjá Deutsche Werft í
Hamborg. Þetta var nokkrum
árum eftir seinna stríð og rifj-
aði hann stundum upp hversu
erfitt uppdráttar þýskir borg-
arar og verkamenn áttu á þess-
um tíma.
Að námi loknu vann Óttar
hjá Kockums-skipasmíðastöð-
inni í Malmö. Upp úr 1950 var
Samband íslenskra samvinnu-
félaga í örum vexti og lét smíða
fyrir sig nokkur flutningaskip í
Svíþjóð. Þegar síðasta skipið,
Helgafell, var í smíðum var
Óttar ráðinn til Sambandsins.
Smíði þess lauk 1954 og kom
Óttar heim með skipinu, ásamt
eiginkonu sinni. Hann starfaði
alla sína starfsævi hjá Skipa-
deild Sambandsins, síðar Sam-
skipum hf. Fljótlega eftir að
Óttar kom til starfa hjá Skipa-
deild réðust Sambandið og Ol-
íufélagið í að kaupa olíuskipið
Hamrafell, sem var langstærsta
skip Íslendinga á þeim tíma.
Síðar hafði Óttar umsjón með
smíði Stapafells, Mælifells,
Skaftafells, Hvassafells og Jök-
ulfells. Óttar kom að frumhönn-
um allra þessara skipa. Óttar
var afar samviskusamur og
mjög nákvæmur í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur.
Samstarf okkar Óttars, sem
alla tíð var mjög gott, hófst
1969 þegar hann réði mig sem
aðstoðarmann sinn í tæknideild
Skipadeildar. Ég þá reynslulít-
ill, nýkominn úr skóla. Óttar
var þannig gerður að hann
sökkti sér mjög ákveðið og al-
veg niður í smáatriði í þau mál
sem hann hafði með höndum.
Þegar fyrirtækið var með skip í
smíðum setti hann sig mjög vel
inn í allt sem kom að þeim mál-
um, bæði samninga og tækni-
mál. Hann velti þá daglegum
rekstri skipanna meira og
minna yfir á mig og óskaði
fyrst og fremst eftir að vera
upplýstur um gang mála. Þetta
traust hans til mín mat ég alla
tíð mjög mikils. Og ekki síður
að hann miðlaði þekkingu sinni
þegar á þurfti að halda, sem
var ómetanlegt fyrir mig og er
ég ávallt þakklátur fyrir.
Kynni okkar urðu nánari
þegar tímar liðu og ekki síður
eftir að Óttar settist í helgan
stein. Upp úr aldamótum hóuð-
um við Óttar saman nokkrum
félögum sem unnið höfðu hjá
Skipadeild Sambandsins. Höf-
um við hist í hádegisverði að
jafnaði einu sinni í mánuði fram
til þessa. Óttar naut sín vel í
þessum hópi, gerði að gamni
sínu og sagði sögur, ekki síður
gamansögur. Óttar varð 92 ára
í nóvember sl. og var svo lán-
samur að halda andlegri heilsu,
en á síðasta ári fór líkamlegri
heilsu hans mjög að hraka.
Ég þakka Óttari löng og góð
kynni og votta Áslaugu, dóttur
hans, og fjölskyldu samúð
mína. Blessuð sé minning hans.
Kristján Ólafsson.
Óttar Ísfeld
Karlsson