Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
✝ Birna fæddistí Reykjavík
28. nóvember
1996. Hún lést 22.
janúar 2017.
Foreldrar henn-
ar eru Brjánn
Guðjónsson
tölvunarfræð-
ingur, f. 30. sept-
ember 1969, og
Sigurlaug Hreins-
dóttir kennari, f.
16. júlí 1971. Bróðir Birnu er
Logi Fannar öryggisvörður, f.
21. maí 1995. Núverandi eig-
inkona Brjáns er Warangsiri
Musika mannauðsstjóri, f. 5.
júní 1985. Foreldrar Brjáns
voru Guðjón Böðvar Jónsson
tónmenntakennari, f. 26. maí
1929, d. 2. október 2000, og
Birna Elíasdóttir kennari, f.
10. janúar 1939, d. 19. febrúar
1993. Systkini Brjáns eru: 1)
Þór, f. 14. júlí 1958. Móðir
Benedikt Heiðar, f. 25. nóv-
ember 1962. Sambýliskona
hans er Andrea Rafnar, f. 10.
september 1960. Móðir Maríu
og Benedikts er Silja Krist-
jánsdóttir, f. 22. nóvember
1939. 3) Sigríður, f. 7. júlí
1972. 4) Einar Örn, f. 17. júní
1973. 5) Helga, f. 12. október
1975. Eiginmaður hennar er
Jan Müller, f. 15. febrúar 1980.
6) Heiður, f. 30. október 1978.
Sambýlismaður hennar er Þor-
steinn Erlingsson, f. 12. apríl
1973.
Birna bjó fyrstu þrjú árin í
Breiðholtinu en ólst upp í Safa-
mýrinni upp frá því og bjó þar
til átján ára aldurs, þegar hún
flutti til föður síns í Breiðholt-
ið. Hún gekk í Álftamýrarskóla
og tók nokkrar annir í
framhaldsskólum auk þess sem
hún vann sem sölumaður í
Hagkaupum í Kringlunni síð-
ustu ár.
Útför Birnu fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 3. febr-
úar 2017, og hefst athöfnin
klukkan 15.
hans er Kristín
Aðalsteinsdóttir, f.
26. nóvember 1935.
Eiginkona Þórs er
Guðbjörg Ragn-
arsdóttir, f. 23.
júní 1960. 2) Sig-
urjón, f. 12. júní
1960, d. 6. apríl
1994. Faðir hans
er Þórir Sigurðs-
son, f. 6. nóvember
1937. Eftirlifandi
eiginkona Sigurjóns er Herdís
Brynjarsdóttir, f. 1. maí 1962.
3) Börkur, f. 9. febrúar 1962.
Sambýliskona hans er Ólöf
Árnadóttir, f. 11. september
1959. 4) Gná, f. 9. júlí 1963.
Foreldrar Sigurlaugar eru
Hreinn Guðvarðarson verka-
maður, f. 14. janúar 1936, og
Ingibjörg Einarsdóttir, starfar
við umönnun, f. 7. maí 1947.
Systkini Sigurlaugar eru: 1)
María Björg, f. 4. apríl 1960. 2)
Ég man Birnu fjögurra mán-
aða liggjandi á teppi á gólfinu
svo kröftug og tilbúin að fara
bara á fullt og Logi, bara kríli
sjálfur, hjá henni á gólfinu að
passa hana.
Ég man þegar Birna var
fjögurra ára og dýrkaði Sindra
frænda sinn sem er fimm árum
eldri. Hún sótti svo mikið í að
leika við hann og fá hann til að
gera allt mögulegt með sér
þegar hann kom í heimsókn.
Ég man Birnu 10 ára þegar
hún kom á ættarmót, ein með
Loga vegna þessa að mamma
þeirra var í útlöndum. Þau
komu með Silju og Pálma og
Marinó, sem var að verða 5
ára, frá Borgarnesi. Á leiðinni
hoppuðu þau inn í sjoppu þegar
það var stoppað til að taka
bensín. Þau voru að láta
stimpla kortin sín og pössuðu
svo upp á að litli frændi, hann
Marinó, fengi líka svala eins og
þau.
Ég man Birnu passa Kenzo
fyrir mig á 18 ára afmælisdag-
inn sinn þó hún væri að und-
irbúa matarveislu með mömmu
sinni og fannst ekkert sjálf-
sagðara.
Ég man Birnu sem græn-
metisætu og svo vegan … hún
vildi ekki borða kjöt eða aðrar
dýraafurðir því hún var svo
mikill dýravinur.
Ég man Birnu þegar ég kom
í heimsókn á Háaleitisbrautina
fyrir stuttu og hún sat í sóf-
anum að snyrta sig, hress og
kát á leiðinni út að hitta vini
sína en var alveg í stuði til að
spjalla við gömlu og kenna okk-
ur Sillu leyndardóma góðs „ma-
keups“.
Ég ætla alltaf að muna
Birnu eins og hún var, vídeóin
hennar sem eru hvert öðru
skemmtilegra, hvað hún var
samkvæm sjálfri sér, stóð með
sér og sínum, var vinur vina
sinna og hvað henni þótti vænt
mömmu sína og pabba sinn og
ekki síst hvað henni þótt vænt
um bróður sinn og hvað þau
voru miklir vinir. Yndisleg og
falleg stelpa.
Hvíldu í friði, fallega ljós.
María (Maja) móðursystir.
Elsku hjartans Birnan mín.
Það eru margar minningar sem
ég hef rifjað upp síðustu daga.
Ég man þegar ég hélt á þér í
fyrsta skipti. Ég man þegar þú
stækkaðir og varðst grallari og
fórst í klippingu hjá sjálfri þér
reglulega með skemmtilegum
árangri, fórst í snyrtidótið mitt
og málaðir þig mjög svo frjáls-
lega. Þegar við hittumst fékk
ég að greiða þér og þú elskaðir
að vera fín, alltaf að máta föt
og kjóla, mátaðir endalaust
kjóla. Alltaf stutt í hláturinn og
gleðina og um leið svo ákveðin
og þrjósk þannig að þú fórst
þínar eigin leiðir og varst með
svörin á reiðum höndum. Þegar
þú komst á unglingsárin var
aðdáunarvert að sjá hvað þér
var sama hvað öðrum fannst og
hafðir ekki áhyggjur af morg-
undeginum. Þú gerðir það sem
var mikilvægt fyrir þig þá
stundina og það sem þér fannst
gaman, klæddir þig eins og þú
vildir og hugsaðir ekki um hvað
öðrum fannst. Mér er minnis-
stætt þegar þú varst hjá mér á
Akureyri, það var svo notalegt
að hafa þig og þurfti lítið til að
gleðja þig, fara í sund, borða
eitthvað gott, greiða okkur og
hlæja saman. Þú varst lík báð-
um foreldrum þínum, flippuð og
fyndin eins og mamma þín og
með skemmtileg viðhorf eins og
pabbi þinn og það var gaman að
fylgjast með hvað þið systkinin
voruð miklir vinir. Ég mun
brosa áfram þegar ég minnist
þín og okkar stunda saman.
Sakna þín endalaust, elsku litla
frænkan mín.
Elsku Silla, Brjánsi, Logi,
vinir og aðrir aðstandendur,
megi algóður Guð styrkja ykk-
ur og varðveita í þeim mikla
söknuði sem fylgir fráfalli
Birnu okkar.
Það er svo þungt að missa,
tilveran er skekin á yfirþyrmandi
hátt,
angist fyllir hugann,
örvæntingin og umkomuleysið
er algjört,
tómarúmið hellist yfir,
tilgangsleysið virðist blasa við.
Það er svo sárt að sakna
en það er svo gott að gráta.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
Gráttu,
því að sælir eru sorgbitnir
því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru þeir
sem eiga von á Krist í hjarta
því að þeir munu lífið erfa,
og eignast framtíð bjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Sigríður Hreinsdóttir.
Elsku Birna mín, að þú skul-
ir vera farin frá okkur er óskilj-
anlegt. Eftir stendur tómarúm
sem verður ekki uppfyllt, eng-
inn mun nokkurn tíma geta
fyllt þitt skarð. Ég lofa þér því
að í hvert skipti sem ég stend
frammi fyrir spurningum, verk-
efnum eða krefjandi aðstæðum
mun ég hugsa til þín og hafa
þig að leiðarljósi. Þitt hugarfar,
þína sýn og þitt yndislega en
samt kjarkaða viðmót gagnvart
tilverunni.
Elsku Birna, á hverjum
morgni allt sumarið komstu til
mín í sundlaugina í sumarbúð-
unum. Þú naust þess að leika í
þér í vatninu, stinga þér, kafa
alla leið á botninn og finna allan
léttleikann umvefja þig. Ég
man að í enda sumars þegar ég
horfði á þig synda fannst mér
ég horfa á listaverk, hvernig þú
hreyfðir vatnið og hvernig vatn-
ið hreyfði þig. Lifandi vatns-
listaverk sem mun seint hverfa
úr huga mér.
Eins og þegar þú hélst í
skíðastafinn hjá mér og lést þig
svífa niður brekkuna, afslöppuð
og raulandi upp í vindinn. Veit
ekki hvort þú tókst yfirleitt eft-
ir skíðunum sem þú hafðir á
fótunum, veit ekki heldur hvort
skíðin þín snertu yfirleitt snjó-
inn, svo hátt flaugstu í þínum
frjálsa og fallega heimi. Um leið
og þú slepptir stafnum féllstu
aftur á jörðina og raulið þagn-
aði. Þannig fannst okkur báðum
best að halda saman í stafinn
svo þú gætir svifið frjáls um, í
þínum heimi með þínu lagi.
Ég lofa þér að í hvert skipti
sem ég er stödd hátt uppi í
fjöllunum mun ég ekki lengur
dást að því að horfa niður á
skýin, heldur mun ég horfa til
himins og njóta þess að sjá þig
svífandi með mér um, finna
vængjaþytinn þinn og heyra
raulið þitt.
Mér þótti alltaf ákaflega
vænt um þegar þú heimsóttir
mig. Þegar þú fékkst að fljúga
með ömmu yfir hafið og pass-
aðir allan tímann að amma
gerði ekkert af sér. Þegar þú
komst hlaupandi til mín á flug-
vellinum og gafst mér bláa
bangsann. Allt í einu er hann
blámann orðinn fallegasta
skrautið mitt, hann situr á
miðri hillunni og það skín af
honum. Saman minnumst við
þín Birna, fallegu, góðu og
skemmtilegu Birnu.
Guð styrki Sillu, Brján og
Loga og alla hennar góðu og
traustu vini.
Helga Hreinsdóttir.
Birna, það eru margar minn-
ingar sem skjóta upp kollinum
þegar hugurinn reikar. Minn-
ingar sem eru komnar í hólfið
merkt „uppáhalds“. Ég var svo
heppinn að vera, merkilegt
nokk, treyst fyrir því að passa
ykkur systkinin af og til þegar
þið voruð yngri. Við þau tæki-
færi passaðir þú alltaf vel upp á
að fá þinn skerf af athyglinni og
ríflega það, sem ekki var erfitt
að verða við. Eitt sinn fórstu
meira að segja með mér í mat-
arboð því það hitti á pössunar-
tíma sem ég hafði lofað upp í
ermina á mér – það var ekkert
mál fyrir þig. Manstu þegar ég
var einu sinni hjá ykkur á jól-
unum – og ykkur Loga fannst
svo sniðugt þegar ég notaði kló-
settpappír til að merkja pakk-
ana ykkar?
En svo kom alltof stór eyða
þegar ég bjó hinum megin á
hnettinum – og nýlega minntir
þú mig á að ég hafði lofað þér
að koma til baka eftir tvö ár –
en ekki sjö. Ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið tækifæri til
að kynnast þér upp á nýtt og
núna sem ungri og glæsilegri
konu með bjarta framtíð. En
samt varstu sama Birna, enn
skildirðu ekki hvernig ég fór að
því að galdra bangsann þinn í
burtu þarna um kvöldið fyrir
mörgum árum.
Birna, þín verður sárt saknað
og þú skilur eftir tómarúm sem
ekki verður fyllt. En minning-
arnar um þig munu lifa áfram.
Leiði þig í hæstu heima
höndin drottins kærleiks blíð.
Ég vil biðja Guð að geyma
góða sál um alla tíð.
Öðrum stærra áttir hjarta
æ þín stjarna á himni skín.
Myndin geymir brosið bjarta
blessuð veri minning þín.
(Friðrik Steingrímsson)
Elsku Silla, Brjánsi og Logi
– María, Matta og aðrir vinir –
megi Guð veita ykkur styrk í
sorginni.
Einar Örn.
Árið 1998 sá ég Birnu fyrst,
litla og prakkaralega skottu
brölta um í garðinum í Safa-
mýrinni. Þar vorum við ná-
grannar. Bar hún það strax
með sér að vera ákveðin stúlka.
Síðan liðu 10 ár, þá kom falleg
og heillandi stúlka í píanótíma
til mín. Þar var Birna komin,
litla skottan var orðin fullorðin
en enn glampaði prakkarinn í
augum hennar. Við áttum ynd-
islegan vetur, hún var fróðleiks-
fús og dugnaðarnemandi. Fal-
legt var samband þeirra
mæðgna, en Silla, móðir Birnu,
kom með í flesta tíma og oft var
mikið fjör.
Ég vil senda foreldrum
Birnu, bróður og öllum ástvin-
um hennar mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur og bið ég af öllu
hjarta að þau finni leið til að
lifa með sorginni.
Minning um sterka og fallega
stúlku lifir.
Bryndís Bragadóttir.
Ég sit hér og er að skrifa
minningargrein um þig, og ég
veit ekkert hvað ég á að skrifa.
Mér finnst svo ótrúlegt að þú
sért farin, ég trúi því varla. Þú
ert ein af mínum elstu vinkon-
um, við höfum þekkst síðan við
vorum í leikskóla og við höfum
verið nánar síðan. Ég á margar
góðar minningar um okkur vera
að bralla eitthvað saman í leik-
skólanum og í Álftamýrarskóla,
og svo auðvitað þegar við vor-
um komnar í menntó.
Þú varst alltaf svo góð vin-
kona og varst manneskjan sem
var alltaf til staðar ef eitthvað
var að. Ef mér leið eitthvað illa
var gott að leita til þín þar sem
þú hafðir alltaf réttu hlutina að
segja. Mér fannst alltaf svo gott
að vera með þér og okkur
fannst við alltaf vera mjög lík-
ar, þess vegna var alltaf svo
þægilegt að vera með þér, við
skildum hvor aðra fullkomlega.
Þú hafðir endalaust gaman af
því að dansa og varst alltaf með
svo góð „moves“. Ég man þegar
við vorum í garðinum þínum og
við dönsuðum saman, og þú
varst alltaf með betri dansspor
en ég. Ég man eitt sumarið
þegar við eyddum dögunum
saman í garðinum þínum að búa
til dans fyrir einhverja keppni
og þegar það kom að því að
sýna hættum við við vegna þess
að við föttuðum að við lögðum
of mikinn metnað í þennan dans
og okkur fannst það neyðarlegt.
Ég man líka þegar við vorum í
Eistlandi og við vorum nýbúnar
að vera á einhverjum bát og ég,
þú og María vorum að hlaupa
og þú dast. Ég held mikið upp á
þá minningu, það var svo gam-
an og okkur fannst það svo
fyndið. Þú hafðir alltaf svo mik-
inn húmor fyrir sjálfri þér og
þess vegna var svo gaman að
vera í kringum þig og grínast
með þér. Elsku Birna, ég sakna
þín, þú ert best í heimi og
geimi.
Ísabella María
Þorvaldsdóttir.
Birna Brjánsdóttir Það dimmdi svo fljótt,dagarnir hurfu
í skugga.
Framtíð þín beið
og brosti þér við
allt breyttist á augnabliki.
Við minnumst þín
og þökkum
fyrir tímann hérna saman.
Góðar minningar vel geymum
munum gleði,
birtu og líf þitt.
Fallegt ljós sem áfram lýsir
hvert andartak
og hverja stund.
Þitt ljós mun skína skært og bjart
og skuggarnir víkja
að nýju.
(ÞÁ)
Þín frændsystkini,
Silja, Davíð og Sindri
og fjölskyldur.
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSTU LAUFEYJAR
HRÓBJARTSDÓTTUR,
Engjavegi 63, Selfossi,
er lést 4. janúar á Fossheimum, Selfossi. Útför hennar fór fram
14. janúar frá Selfosskirkju, í kyrrþey.
Sérstakar þakkir öllum þeim sem aðstoðuðu Ástu síðustu árin,
svo sem heimaþjónustu Árborgar, hjúkrunarfólki, nágrönnum og
öðrum samborgurum hennar.
Guð veri með ykkur öllum.
Hafsteinn Viðar, Hjördís,
Guðfinna, Kristinn Þór og
Berglind Björk Ásgeirsbörn,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Sóltúni 5, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 7. febrúar klukkan 15.
Kristmann Eiðsson
Gauti Kristmannsson Sabine Leskopf
Þorsteinn Kristmannsson
Kristmann Egill
Kristmannsson
Herdís Pétursdóttir
Eiður Páll Sveinn
Kristmannsson
Ólöf Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HARALDUR TRYGGVASON,
fyrrverandi bóndi, Svertingsstöðum,
Eyjafirði,
andaðist 31. janúar á hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð á Akureyri.
Útför hans fer fram frá Kaupangskirkju mánudaginn 6. febrúar
klukkan 11.30. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir á
Akureyri njóta þess.
Pétur og Júlía
Tryggvi Geir og Hrefna
Sólveig Anna og Hörður
Hansína María
Hallgrímur og Lára
Ágústína
Gunnar Berg og Kristín
Sigrún Rósa
afabörn og langafabörn