Morgunblaðið - 03.02.2017, Page 34

Morgunblaðið - 03.02.2017, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Ég ætla að takamér frí í tilefnidagsins, það er nauðsynlegt,“ segir Jóhanna G. Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur sem á 40 ára afmæli í dag. „Ég fer líklega á Boot- Camp æfingu og ætli ég sitji ekki síðan einhvers staðar með kampavíns- glas og bíði eftir því að lífið byrji. Einhver sagði að lífið byrjaði um fer- tugt. Svo fer ég með fjöl- skyldunni út að borða um kvöldið, ég veit ekki hvert. Það hvílir dálítil leynd yfir þessum degi, ég veit ekki alveg dag- skrána. Svo hef ég viku til að jafna mig andlega á þessum áfanga þar til ég býð í rosalega veislu.“ Jóhanna er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur og er aðstoð- ardeildarstjóri á réttargeðdeild, sem flutti á Kleppspítalann fyrir nokkru. Er þetta ekki krefjandi starf? „Ég er búin að vinna við geð- hjúkrun í mörg ár og finnst það mjög gefandi og áhugavert. Það sem er gefandi er oft líka krefjandi.“ Hver eru áhugamálin? „Ég er mikill mannvinur og vil hafa skemmtilegt fólk í kringum mig, mér finnst einstaklega gaman að hanga með fjölskyldu og vinum og fá massíf hlátursköst. Ég er mik- ill BootCampari og fór ásamt BootCamp-liðinu mínu í keppnisferð til Kaupmannahafnar í september á síðasta ári þar sem við tókum þátt í keppninni „Guardians of the Hammer“ og auðvitað unnum við. Þetta er árleg keppni en það eru inntökupróf inn í liðið, svo ég veit ekki hvort ég verð með næst, þar sem ég er komin á þennan aldur. Svo elska ég að fara út að hlaupa.“ Jóhanna lék lengi á þverflautu. Ertu enn að spila? „Það er ekki mikið, ég gríp einstöku sinnum í flautuna en það er þá aðallega fyr- ir mjög nána vini og ættingja, og þá aðallega gert í gríni. Ég hef gaman af því að fara á tónleika, en ég er alls ekki alæta á tónlist. Ég skil ekki það konsept. Svo er ég auðvitað meðlimur í hinum ís- lenska Jólakór, sem er einn besti kór landsins en fáir vita af honum.“ Eiginmaður Jóhönnu er Guðni Arnar Guðnason innkirtlalæknir. Börn þeirra eru Gígja Kristín 8 ára og Ari Grímur 5 ára, og sonur Guðna úr fyrra sambandi er Nikulás 18 ára. Mikill mannvinur en er ekki alæta á tónlist Jóhanna G. Þórisdóttir er fertug í dag Fjölskyldan Jóhanna, Guðni og börnin. Ö rn Erlingsson fæddist í Steinshúsi í Gerðahverfi í Garði 3.2. 1937 og ólst þar upp: „Ég er nú bara fæddur á sjávarkamb- inum og sofnaði því við öldugjálfrið og vaknaði við brimrótið í fjörunni. Pabbi og afi voru sjómenn og þarna snerist allt um fiskveiðar, vinnslu og útgerð. Þarna var því lífið saltfiskur eins og segir í Sölku Völku. Auðvitað voru svo sumir með kýr og jafnvel nokkrar rollur en allur slíkur bú- skapur var til heimabrúks.“ Örn var í Gerðaskóla og framhalds- deild skólans. Hann fór í Stýrimanna- skólann 1956 og lauk meira fiski- mannaprófinu 1958. Örn byrjaði til sjós fyrir fermingu og var orðinn meðeigandi í trillu með föður sínum er hann var 11 ára: „Við vorum með litla vélbáta en ég man samt eftir nokkrum gömlum körlum sem reru enn undir árum á opnum bátum.“ Örn Erlingsson, skipstjóri og fyrrv. útgerðarmaður – 80 ára Í Perlunni Örn, lengst til hægri, með móður sinni, börnum og barnabarni er móðir hans varð níræð, árið 2006. Fast þeir sóttu sjóinn – og sækja hann enn Fjórir ættliðir Talið frá vinstri: afmælisbarnið, Aron Dreki Arnarson, son- arsonur afmælisbarnsins og alnafni og loks sonurinn, Erlingur Arnarson. Kópavogur Sveinn Albert Aðalsteinsson fæddist 7. janúar 2016 kl. 6.32 í Reykjavík. Hann vó 3.950 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur Sveinsdóttir og Aðalsteinn Magnús Friðjónsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan ERFIDRYKKJUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is æmi um verð í Veislusal Verð er fyrir 151-250 veislu og leigu á veislusal Ef sambærileg veisla er án veislusals kr. 1.553 pr. mann Verð kr. 2.103 Veislulist sér um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar eða í aðra sali og heimahús. Í yfir 35 ár hefur Veislu- list lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.