Morgunblaðið - 03.02.2017, Page 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Örn var 15 ára er hann fór á vertíð í
Keflavík, var á vertrarvertíðum og
síðan á síldveiðum á sumrin fyrir
Norðurlandi og var orðinn skipstjóri
er hann var 22 ára og var síðan skip-
stjóri meðan hann stundaði sjó. Hann
var m.a. skipstjóri á Ingiber Ólafssyni
KE og Eldey KE, starfaði við þróun-
araðstoð og veiðar í Suður-Kóreu á
vegum FAO 1969-73. Þá festi hann og
Þorsteinn, bróðir hans, kaup á Erni
RE og var Örn skipstjóri á honum og
gerði hann út um árabil, ásamt fleiri
bátum, s.s. Erni KE 13, Erni KE 14,
Guðrúnu Gísladóttur KE 15 auk þess
sem hann og Þorsteinn gerðu út Er-
ling KE og Búrfell KE.
Örn hefur orðið vitni að og tók þátt
í gífurlegum breytingum á skipakosti
og veiðarfærum frá því hann fór fyrst
til sjós: „Þetta eru aðallega breyt-
ingar á uppsjávarveiðum, s.s. á síld-
og loðnuveiði. Tæknivæðingin við
veiðarnar hefur aukið mjög afköst og
verkmenningu, stórbætt meðferð og
verðmæti aflans og dregið úr slysa-
hættu til sjós.“
Örn hætti útgerð á síðasta ári eftir
farsælan feril: „Nú er maður bara í
sportinu. Ég spila golf og hef gaman
af laxveiði, hef veitt oft í Selá í Vopna-
firði, í Laxá í Aðaldal og flestum lax-
veiðiám hér sunnanlands.
Ég er ekki í neinu helvítis föndri en
fer oft til Flórída á veturna og geri
bara það sem mér sýnist.“
Fjölskylda
Eiginkona Arnar var Bergljót Stef-
ánsdóttir, f. 14.5. 1938, d. 12.8. 2000,
húsfreyja. Foreldrar hennar voru
Stefán Jónsson, f. 29.5. 1897, d. 4.4.
1961, bóndi og eldsmiður í Keflavík,
og k.h., Steinunn G Kristmunds-
dóttir, f. 5.8. 1904, f. 14.11. 1975, hús-
freyja.
Synir Arnar og Bergljótar eru
Stefán Arnarson, f. 6.4. 1962, hag-
fræðingur og deildarstjóri við Seðla-
bankann, búsettur á Seltjarnarnesi,
en kona hans er Elín Guðjónsdóttir,
starfsmaður við fjármálaráðneytið,
og eiga þau tvö börn; Erlingur Arn-
arson, f. 13.4. 1967, sjávarútvegsfræð-
ingur í Keflavík, en kona hans er Þór-
dís Lúðvíksdóttir húsfreyja og eiga
þau tvö börn; Hjörtur Arnarson, f.
6.3. 1971, tölvunarfræðingur á Sel-
tjarnarnesi, en kona hans er Björg
Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn, og
Örn Arnarson, f. 6.12. 1975, hagfræð-
ingur hjá Samtökum fjármála-
fyrirtækja, en kona hans er Rakel
Guðmundsdóttir húsfreyja og eiga
þau tvö börn.
Dóttir Arnar frá því fyrir hjóna-
band er Dagfríður Guðrún Arnar-
dóttir, f. 15.3. 1958, húsfreyja í Kefla-
vík, en maður hennar er Sigurvin
Breiðfjörð Guðfinnsson, starfsmaður
Tollgæslunnar í Leifsstöð, og eiga
þau tvo syni.
Sambýliskona Arnar er Ingunn
Þóroddsdóttir, f. 11.9. 1949, kennari.
Systkini Arnar: Steinn Erlingsson,
f. 1939, vélstjóri í Keflavík; Steinunn
Erlingsdóttir, f. 1941, húsfreyja í
Keflavík; Þorsteinn Erlingsson, f.
1943, útgerðarmaður í Keflavík;
Kristjana Pálína Erlingsdóttir, f.
1949, lengst af starfsmaður við Frí-
höfnina í Leifsstöð, búsett í Keflavík,
og Stefanía Erlingsdóttir, f. 1953,
verslunarmaður hjá Máli og menn-
ingu.
Hálfbróðir Arnar er Ólafur Böðvar
Erlingsson, f. 1.8. 1934, pípulagn-
ingameistari í Sandgerði.
Foreldrar Arnar voru Erling Ey-
land Davíðsson, f. 8.3. 1916, d. 8.9.
1974, sjómaður og síðar bifreiðar-
stjóri í Garðinum og í Keflavík, og
Guðrún Steinunn Gísladóttir, f. 25.2.
1916, d. 21.11. 2007, húsfreyja.
Úr frændgarði Arnar Erlingssonar
Örn
Erlingsson
Steinn Lárusson
form. í Steinshúsi í Garði
Steinunn Steinsdóttir
húsfr. á Sólbakka
Gísli Sighvatsson
útgerðarm. á Sólbakka í Garði
Guðrún Steinunn Gísladóttir
húsfr. í Garðinum og í Keflavík
Ingibjörg Gísladóttir
húsfr.áSandhóli og íGerðum
Sighvatur Jón Gunnlaugsson
kaupm. og b. á Sandhóli
Sigríður
Sighvatsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur
Jónsson
togaraskip-
stj. í Rvík
Jón
Guðmundsson
hreppstj.
og oddviti
á Reykjum í
Mosfellss.og
heiðursborgari
Mosfellsbæjar
Jón
Magnús
Jónsson
b.áSuður-
Reykjum
og frkvstj.
Ísfugls
Ingibjörg
Halldórsdóttir
húsfr. í Rvík
Pálína Margrét Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðbrandur Hafliðason
b. í Kothól og sjóm. og
verkam. í Rvík
Kristjana Guðbrandsd. Norðdahl
húsfreyja í Reykjavík
Davíð Björnsson
bóksali í Winnipeg
Erling Eyland Davíðsson
sjóm. og bifreiðarstj. í Garð-
inum og í Keflavík
Guðrún Bjarnadóttir
vinnuk. í A-Hún, flutti til
Vesturheims
Björn Hjálmarsson
húsm. í A-Hún. og verkam. í Rvík
Guðrún Þórðardóttir
húsfr. í Steinshúsi, af
Engeyjarætt
Jón
Þórðarson
skipstj. í
Rvík
Sigríður
Þorvaldsdóttir
leikkona
Þórunn Lárusdóttir
leikkona
Dísella Lárusdóttir
óperusöngkona
hjá Metropolitian
óperunni
Ingibjörg Lárusdóttir
lögfr. og sviðsstj.
hjá Icelandair
Gunnar Sigurðsson fæddist ÍReykjavík 2.2. 1917. For-eldrar hans voru Sigurður
Ágúst Guðmundsson skipstjóri og
Gíslína Sigurðardóttir húsfreyja.
Eiginkona Gunnars var Ragnhild-
ur Guðmundsdóttir og eignuðust
þau Guðmund og Sigurð Ágúst.
Systkini Gunnars voru Sigurgísli og
Bára sem bæði eru látin.
Gunnar lauk vélskólaprófi og
stundaði síðar nám við Brand-
instruktor við Civilforsvarets Tekn-
iske Skoli í í Danmörku 1966.
Gunnar starfaði við síldarverk-
smiðju Kveldúlfs á Hjalteyri sumrin
1940 og 1941, annaðist uppsetningu
á vélasamstæðum hjá Vífilfelli í tvö
ár og starfaði síðan hjá Hitaveitu
Reykjavíkur 1943-58. Árið 1958 var
hann ráðinn varaslökkviliðsstjóri í
Reykjavík og var það til 1984.
Í tíð Gunnars sem varaslökkviliðs-
stjóra urðu nokkrir stórbrunar í
Reykjavík. s.s. hjá Ísaga, skemmu-
bruni í Örfisey og SÍS við Tryggva-
götu.en mesta váin var þó Vest-
mannaeyjagosið 1973. Gunnar fór
strax á vettvang og fékk mikla trú á
stefnubreytingu hraunrennslisins
með hraunkælingu. Ásamt prófess-
orunum Þorleifi Einarssyni og
Trausta Einarssyni lögðu þeir á ráð-
in með vatnsöflun og dælur en ljóst
var að mikið vatn þyrfti til þessa
verkefnis. Öflugar dælur voru ekki
til í landinu og fengu þeir Svein
Eiríksson, slökkviliðsstjóra á Kefla-
víkurflugvelli, til að kanna hvort
herinn gæti útvegað fjölda af af-
kastamiklum dælum. Sendur var
fjöldi af dælum til verkefnisins frá
Bandaríkjunum. Þetta gríðarlega
vatnsmagn sýndi fljótlega fram á
mátt kælingarinnar. Þannig náðist
að byggja upp varnargarða sem
hægðu á rennslinu í átt til byggðar.
Á sínum yngri árum keppti Gunn-
ar í frjálsum íþróttum, einkum í
hlaupum. Hann var formaður Aftur-
eldingar 1953-55 og 1958, varafor-
maður UMSK 1954-59 og formaður
ÍR 1965-72.
Gunnar lést 29.8. 1994.
Merkir Íslendingar
Gunnar
Sigurðsson
90 ára
Jónatan Klausen
85 ára
Edda Ingveldur Larsen
Lilja Helga Gunnarsdóttir
80 ára
Arnfríður Gunnarsdóttir
Hrafnhildur J. Grímsdóttir
Hulda Sigurðardóttir
Vilborg Guðrún
Þórðardóttir
Örn Erlingsson
75 ára
Guðlaugur Gíslason
Jón B. Aspar
Margrét Helgadóttir
Unnur Kolbrún Karlsdóttir
70 ára
Anna Sigríður Zoëga
Baldur Björn
Borgþórsson
Baldur Gunnlaugsson
Birgir Hjaltalín
Guðríður Friðriksdóttir
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
Hrafnhildur Helgadóttir
Kolbrún Þórðardóttir
Kristín Emilía
Daníelsdóttir
Linda Helena
Tryggvadóttir
Margrét Petersen
Miroslaw Zaleski
Miyako Þórðarson
Sigríður Aradóttir
60 ára
Áslaug Þorvaldsdóttir
Guðný Jóna Ólafsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Jovina M. +Sveinbjörns-
dóttir
Pétur Ástvaldsson
Rannveig Benediktsdóttir
Ríkharður Gústafsson
Svavar Bragi Jónsson
50 ára
Birna Böðvarsdóttir
Eydís Arna S. Eiríksdóttir
Gísli Vilberg
Gunnarsson
Hallgrímur Agnar Jónsson
Heimir Halldórsson
Hermann Friðriksson
Hrafnhildur
Sigurhansdóttir
Ragnheiður Gróa
Hafsteinsdóttir
Theódór Gylfason
40 ára
Arnar Líndal Sigurðsson
Bjarki Þórhallsson
Jóhanna Guðmunda
Þórisdóttir
Jón Arnar Emilsson
Lilian Jensen
Magnús Þór
Guðmundsson
Ragnar Bjarnason
Skuggi Baldur Ingi Ólafsson
Sylvía Svavarsdóttir
30 ára
Agnar Bragi Magnússon
Ásta María Kjartansdóttir
Berglind
Þorsteinsdóttir
Edyta Silipicka
Höskuldur Goði
Þorbjargarson
Júlíus Garðar
Þorvaldsson
Lumjana Memi
Manuel Francesco Mewes
Smári Freysson
Tinna Katrín Jónsdóttir
Vitalijus Orlovas
Til hamingju með daginn
30 ára Agnar ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
viðskiptafræðiprófi frá HÍ
og MBA frá Lynn Univers-
ity í Flórída og er
viðskiptastjóri hjá Já.is.
Maki: Diana Parvulescu,
f. 1988, starfsmaður við
Bláa lónið.
Foreldrar: Helen Agnars-
dóttir, f. 1961, sölumaður
hjá TMT, og Magnús
Haukur Norðdahl, f. 1954,
tamningamaður. Þau búa
í Reykjavík.
Agnar Bragi
Magnússon
30 ára Tinna lauk prófi í
fatahönnun og jóga-
kennslu, syngur í hljóm-
sveitum og starfar hjá
Eggert feldskera.
Börn: Mikael Björgvin, f.
2007, og Ronja Kolfinna,
f. 2015.
Foreldrar: Elísabet Árna-
dóttir, f. 1958, og Jón Sig-
urðsson, f. 1958. Stjúp-
faðir: Eysteinn Sigurðs-
son, f. 1956, og stjúp-
móðir: Hafdís Búadóttir, f.
1956.
Tinna Katrín
Jónsdóttir
40 ára Jón Arnar býr á
Akureyri, lauk prófum í
rafmagnstæknifræði frá
IHK og starfar hjá Lands-
virkjun.
Maki: Ingunn E. Eyjólfs-
dóttir, f. 1978, félagsráð-
gjafi.
Börn: Viktor Bjarkar, f.
2008; Egill Örn, f. 2010,
og Katrín Sara, f. 2015.
Foreldrar: Laufey Eiríks-
dóttir, f. 1951 og Emil
Bjarkar Björnsson, kenn-
arar á Egilsstöðum.
Jón Arnar
Emilsson
Ármúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is
Fasteignasalinn þinn
fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda
Sirrý
lögg. fasteignasali
Erna Vals
lögg. fasteignasali
Íris Hall
lögg. fasteignasali