Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.02.2017, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 Paterson Nýjasta mynd kvikmyndaleikstjór- ans Jim Jarmusch fjallar um strætóbílstjórann Paterson (Adam Driver), sem er ljóðelskandi og vanafastur, og Lauru (Golshifteh Farahani), konu hans. Myndin dregur upp sigra og ósigra hvers- dagslífsins með ljóðrænum hætti. Fyrr á árinu hlaut myndin Palm Dog-verðlaunin á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Rotten Tomatoes: 96% Rings Þrettán ár eru liðin síðan draug- urinn Samara lét síðast á sér kræla. Parið Holt og Julia ákveða ásamt kennara sínum að skoða mynd- bandið forboðna sem sagt er særa Samöru fram sjö dögum eftir að á það er horft. Þau komast fljótt að því að sagan er sönn, en einnig upp- götvar Julia nokkuð í myndbandinu sem enginn hafði séð áður. Leikstjóri er F. Javier Gutiérrez, en í aðalhluverkum eru Matilda Lutz, Alex Roe, Johnny Galecki og Bon- nie Morgan. The Bye Bye Man Árið 1960 framdi ungur maður fjöldamorð í blokkinni þar sem hann bjó og bar því við að Bye Bye- maðurinn hefði sagt honum að fremja ódæðið. Löngu síðar gera fjögur ungmenni tilraun til að ná sambandi við framliðið fólk og vita ekki að þar með kalla þau yfir sig endurkomu Bye Bye-mannsins með skelfilegum afleiðingum. Leikstjóri er Stacy Title, en í aðalhlutverkum eru Douglas Smith og Doug Jones. Rotten Tomatoes: 22% Hair/Hárið Rokksöngleikurinn Hárið í leik- stjórn Milos Forman gerist á hippa- tímabilinu þegar Víetnamstríðið var í algleymingi. Myndin skartar lögum á borð við „Aquarius“, „Easy to Be Hard“ og „Frank Mills“. Með- al leikara eru John Savage og Be- verly D’Angelo. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís með íslenskum texta í kvöld og 10. febrúar kl. 20. Bíófrumsýningar Ást og hryllingur Paterson Adam Driver og Golshifteh Farahani leika parið. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Franski leikstjórinn Valérie Leroy hlaut í gærkvöldi verðlaunin í stutt- myndakeppni Sólveigar Anspach fyr- ir kvikmyndina Le Grand Bain (Sundferðin mikla) en þær þrjár myndir sem kepptu til úrslita voru þá sýndar í Bíó Paradís ásamt stutt- mynd Sólveigar Par amour. Samkeppnin var hluti af Franskri kvikmyndahátíð sem nú stendur yfir. Alls voru 53 stuttmyndir eftir kven- kyns leikstjóra sendar í keppnina, frá Íslandi, Frakklandi, Kanada, Haítí og Burkína Fasó. Í gærkvöldi sagði Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri frá myndunum sem sendar voru í keppn- ina og sérstaklega frá þeim þremur sem kepptu til úrslita. Að sýningu myndanna lokinni var svo tilkynnt hver hlyti verðlaunin og afhentu leik- konan Didda, sem lék í nokkrum kvikmynda Sólveigar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Leroy verð- launin. Leikari og leikstjóri Stuttmynd Valérie Leroy er nær 17 mínútur að lengd. Hún fjallar um þrítuga konu sem flytur inn í litla íbúð í vinsælu hverfi. Hún er fyrrver- andi sundmeistari og endar á því að kenna nágrönnum sínum að synda, án þess að hafa til þess sundlaug. Leroy stundaði meistaranám í sagnfræði en lék meðfram náminu í gamanmyndum. Hún hefur haldið áfram að leika og fer meðal annars með litla rullu í Elle, opnunarkvik- mynd Franskrar kvikmyndahátíðar í ár. Leroy ákvað að spreyta sig á handritsgerð og fór í nám á því sviði, þar sem hún skrifaði sitt fyrsta hand- rit að kvikmynd í fullri lengd og hefur það unnið til verðlauna. Þá vann Leroy verðlaun á stuttmynda- maraþoninu í Valence árið 2015 en áður hafði hún kvikmyndað stutt- myndina sem sigraði í gærkvöldi, Le grand bain. Sólveig góð fyrirmynd „Þetta kom mér verulega á óvart,“ sagði Valérie Leroy um verðlaunin. „Ég sá samkeppnina auglýsta og bað fyrirtækið sem dreifir kvikmyndinni að senda hana. Reykjavík, Ísland og Sólveig Anspach hljómaði eins og fullkomin þrenning! Auðvitað bjóst ég aldrei við að vinna svo það kom mér afar skemmtilega á óvart.“ Leroy þekkir kvikmyndir Sól- veigar vel og sagðist til að mynda muna afar vel hvar og hvenær hún sá fyrstu leiknu kvikmynd hennar í fullri lengd, Haut les cœurs! (1999). „Mér þótti hún svo huguð að gera kvikmynd sem þessa um brjósta- krabbamein, og gera það á svo skop- legan hátt – það er frábær kvikmynd. Og síðan hef ég séð allar myndir hennar, nema eina. Þar hef ég eitt- hvað að hlakka til.“ Ferill Leroy við handritaskrif og leikstjórn er stuttur en þetta eru þriðju verðlaunin sem hún hlýtur. „Ég hef veitt einum viðtöku í Mar- okkó, einum í París og nú í Reykjavík – það er gaman að geta ferðast um heiminn með myndunum sínum,“ sagði hún en þær hafa verið sýndar á allmörgum hátíðum. Þessi nýju stuttmyndaverðlaun beina kastljósinu að kvenleikstjórum og Leroy fagnaði því. „Mér finnst það mikilvægt því karlleikstjórar eru enn miklu fleiri en við konurnar,“ sagði hún og bætti við að þótt hún hefði unnið talsvert sem leikari í kvik- myndum þá hefði hún um tíma átt erfitt með að ímynda sér sig sem leik- stjóra, því fyrirmyndirnar vantaði. Sólveig og aðrir kvenbrautryðjendur séu því mikilvæg fyrirmynd fyrir unga kvenleikstjóra. „Þær hafa sýnt okkur að konur geta vitaskuld jafn vel og menn staðið á bak við tökuvél- ina,“ sagði hún. Ötull kvikmyndaleikstjóri Sólveig Anspach lést úr krabba- meini í ágúst 2015, 54 ára að aldri. Hún var ein ötulasta kvikmynda- gerðarkona Íslands, lengst af búsett í Frakklandi en tók kvikmyndir sínar einnig upp hér á landi. Hún var fædd í Vestmannaeyjum en lærði kvik- myndagerð í Frakklandi. Sundnámskeið Verðlaunastuttmynd Valérie Leroy fjallar um fyrrverandi sundmeistara sem kennir nýjum nágrönnum sínum sundtökin. Kom verulega á óvart  Franski leikstjórinn Valérie Leroy sigraði í stuttmynda- keppni Sólveigar Anspach á Franskri kvikmyndahátíð Valérie Leroy Sólveig Anspach Þýska tónskáldið og útvarps- leikritaframleiðandinn Ulrike Haage og slóvenski leikstjórinn Damjan Kozole verða gestir Stock- fish-kvikmyndahátíðarinnar sem hefst 23. febrúar og stendur til 5. mars. Haage samdi tónlistina við nýjustu kvikmynd Doris Dörrie Grüse aus Fukushima, sem sýnd verður á hátíðinni. Á tónleikum í Græna herberginu 1. mars kl. 21 mun Haage flytja brot úr tónlist myndarinnar ásamt nýju efni og verður aðgangur ókeypis. Kozole verður viðstaddur sýningu á mynd sinni Nocno zivljenje, en fyrir myndina var hann valinn besti leik- stjórinn á síðustu kvikmyndahátíð í Karlovy Vary. Tvær eistneskar myndir og mynd eftir Pernillu August Sænska kvikmyndin Den allvar- samma leken í leikstjórn Pernillu August verður einnig á hátíðinni, en meðal leikara er Sverrir Guðna- son. Á meðal annarra mynda hátíð- arinnar eru hinar eistnesku Ema, sem var framlag Eista til Óskars- verðlaunanna fyrir bestu erlendu mynd þetta árið, og Teesklejad, sem var fyrsta eistneska myndin sem sýnd var í keppni á kvik- myndahátíðinni í San Sebastian. Haage og Kozole gestir Stockfish Móðir Ema er fyrsta eistneska myndin sem sýnd hefur verið á hátíðinni í Cannes. Við trúum því að fegurðin sé lifandi, sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi. Alveg eins og náttúran sjálf. Til að viðhalda æskuljóma húðar þinnar höfum við tínt saman immortelle, blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar. Divine Cream fegrar svipbrigði þín og hjálpar við að lagfæra helstu ummerki öldrunar. Húðin virðist sléttari, *Ánægja prófuð hjá 95 konum í 6 mánuði. Húðin virðist unglegri Mimi Thorisson er franskur matarbloggari. Divine Cream með Immortelle blómum HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ FYRIR LIFANDI FEGURÐ Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 4 SÝND KL. 5 SÝND KL. 8, 10.10 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 8, 10.40 SÝND KL. 5 - ísl tal SÝND KL. 4, 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.